Lífið

Núverandi og fyrrverandi starfsmenn FM957 fögnuðu saman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið fjör í Kjarvalsstofu
Mikið fjör í Kjarvalsstofu vísir/daníel Þór
Á næstunni verður útvarpsstöðin FM957 þrjátíu ára og fögnuðu því núverandi og fyrrverandi starfsmenn stöðvarinnar áfanganum í Kjarvalsstofu í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi.

Fjölmargar kempur létu sjá sig og var stemningin góð. FM957 verður þrjátíu ára þann 13.júní.

Ljósmyndarinn Daníel Þór skellti sér á svæðið og fangaði fjörið á mynd eins og sjá má hér að neðan.   






Fleiri fréttir

Sjá meira


×