Endanleg niðurstaða um lögmæti lista Heiðveigar liggur ekki fyrir Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2019 17:33 Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki lokið störfum. Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki lokið störfum og því liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti B-lista Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu kjörstjórnar sem send var á fjölmiðla í dag. Áður hafði verið greint frá því að kjörstjórn hafi hafnað lista Heiðveigar og gefið henni fremur knappan frest til að leggja fram nýtt framboð. Hafði Heiðveig María, í samtali við Vísi, sagst ekki ætla að láta bjóða sér það að hún hafi frest til 10. Júní til að safna saman, í þriðja sinni, 100 meðmælum.Sjá einnig: Heiðveig María segir ljóst að Sjómannafélagið ætli ekki í kosningar Í yfirlýsingunni segir „Þann 5. júní síðastliðinn var fyrirsvarsmönnum B-lista gefinn kostur til mánudagsins 10. júní til að bæta úr annmörkum sem kjörstjórn telur vera á framboðinu, með vísan til laga félagsins. Auk þess hefur kjörstjórn óskað eftir frekari skýringum og gögnum frá fyrirsvarsmönnum B-lista varðandi framboðið og samsetningu þess.“ Greint hafði verið frá bréfi kjörstjórnar til Heiðveigar hvar ástæður þess að framboðið hafi ekki verið samþykkt voru tíundaðar. Meðal annars var þar talið upp að á lista hennar til trúnaðarmannaráðs séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins, við Hafrannsóknarstofnun eða á ferjum.“ Segir í bréfinu að horfa verði til þess að ekki sé einsleitni á lista. Kjörstjórn mun næst funda þriðjudaginn 11. Júní næstkomandi og þar fara yfir þau gögn og þær athugasemdir sem borist hafa. Í framhaldi af því muni kjörstjórn taka ákvörðun um lögmæti B-lista samkvæmt lögum félagsins.Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan.Að gefnu tilefni.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum í dag um störf kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands, skal það tekið fram að kjörstjórn hefur ekki lokið störfum og því liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti B-lista.Þann 5. júní síðastliðinn var fyrirsvarsmönnum B-lista gefinn kostur til mánudagsins 10. júní til að bæta úr annmörkum sem kjörstjórn telur vera á framboðinu, með vísan til laga félagsins.Auk þess hefur kjörstjórn óskað eftir frekari skýringum og gögnum frá fyrirsvarsmönnum B-lista varðandi framboðið og samsetningu þess.Kjörstjórn mun hittast næst og funda þriðjudaginn 11. júní og fara yfir framkomin gögn og athugasemdir.Í framhaldi af því tekur kjörstjórn ákvörðun um lögmæti B-lista og mun byggja þá ákvörðun á lögum félagsins.Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki lokið störfum og því liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti B-lista Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu kjörstjórnar sem send var á fjölmiðla í dag. Áður hafði verið greint frá því að kjörstjórn hafi hafnað lista Heiðveigar og gefið henni fremur knappan frest til að leggja fram nýtt framboð. Hafði Heiðveig María, í samtali við Vísi, sagst ekki ætla að láta bjóða sér það að hún hafi frest til 10. Júní til að safna saman, í þriðja sinni, 100 meðmælum.Sjá einnig: Heiðveig María segir ljóst að Sjómannafélagið ætli ekki í kosningar Í yfirlýsingunni segir „Þann 5. júní síðastliðinn var fyrirsvarsmönnum B-lista gefinn kostur til mánudagsins 10. júní til að bæta úr annmörkum sem kjörstjórn telur vera á framboðinu, með vísan til laga félagsins. Auk þess hefur kjörstjórn óskað eftir frekari skýringum og gögnum frá fyrirsvarsmönnum B-lista varðandi framboðið og samsetningu þess.“ Greint hafði verið frá bréfi kjörstjórnar til Heiðveigar hvar ástæður þess að framboðið hafi ekki verið samþykkt voru tíundaðar. Meðal annars var þar talið upp að á lista hennar til trúnaðarmannaráðs séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins, við Hafrannsóknarstofnun eða á ferjum.“ Segir í bréfinu að horfa verði til þess að ekki sé einsleitni á lista. Kjörstjórn mun næst funda þriðjudaginn 11. Júní næstkomandi og þar fara yfir þau gögn og þær athugasemdir sem borist hafa. Í framhaldi af því muni kjörstjórn taka ákvörðun um lögmæti B-lista samkvæmt lögum félagsins.Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan.Að gefnu tilefni.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum í dag um störf kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands, skal það tekið fram að kjörstjórn hefur ekki lokið störfum og því liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti B-lista.Þann 5. júní síðastliðinn var fyrirsvarsmönnum B-lista gefinn kostur til mánudagsins 10. júní til að bæta úr annmörkum sem kjörstjórn telur vera á framboðinu, með vísan til laga félagsins.Auk þess hefur kjörstjórn óskað eftir frekari skýringum og gögnum frá fyrirsvarsmönnum B-lista varðandi framboðið og samsetningu þess.Kjörstjórn mun hittast næst og funda þriðjudaginn 11. júní og fara yfir framkomin gögn og athugasemdir.Í framhaldi af því tekur kjörstjórn ákvörðun um lögmæti B-lista og mun byggja þá ákvörðun á lögum félagsins.Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira