Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. júní 2019 13:33 Assange var handtekinn í London í apríl. NurPhoto/Getty Ekki liggur fyrir með hvaða hætti íslensk yfirvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á Julian Assange, stofnanda Wikileaks-samtakanna. Dómsmálaráðuneytinu er skylt samkvæmt lögum að veita gagnkvæma alþjóðlega réttaraðstoð sé þess óskað og er ráðuneytisins þess að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Engar upplýsingar hafa fengist um með hvaða hætti íslensk stjórnvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á málum Julian Assagne, stofnanda Wikileaks en sakamálarannsókn þarlendra yfirvalda lúta að gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. Ekki hafa fengist upplýsingar frá embætti Ríkissaksóknara um hvort embættið hafi haft milligöngu um rannsókn bandarískra stjórnvalda og til hvaða undirstofnanna hafi verið leitað til. Bandarísk stjórnvöld vilja Assagne framseldan en hann situr í fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa svikist undan tryggingu. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir ekki ólíklegt að hann sjálfur verði ákærður í sakamálarannsókn bandarískra stjórnvalda og aðkomu sinnar að málum. Dómsmálaráðuneytið birti tilkynningu á vef embættisins í gær en þar kemur fram að samkvæmt lögum sé ráðuneytið sé miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð. Hlutverk ráðuneytisins í slíkum málum sé eingöngu að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Telji ráðuneytið svo vera sé beiðnin framsend viðeigandi stjórnvaldi, þ.e. ríkissaksóknara, til frekari meðferðar. Ráðuneytið segist í tilkynningu sinni ekki geta tjáð sig um einstök sakamál sem eru til meðferðar. Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Ekki liggur fyrir með hvaða hætti íslensk yfirvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á Julian Assange, stofnanda Wikileaks-samtakanna. Dómsmálaráðuneytinu er skylt samkvæmt lögum að veita gagnkvæma alþjóðlega réttaraðstoð sé þess óskað og er ráðuneytisins þess að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Engar upplýsingar hafa fengist um með hvaða hætti íslensk stjórnvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á málum Julian Assagne, stofnanda Wikileaks en sakamálarannsókn þarlendra yfirvalda lúta að gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. Ekki hafa fengist upplýsingar frá embætti Ríkissaksóknara um hvort embættið hafi haft milligöngu um rannsókn bandarískra stjórnvalda og til hvaða undirstofnanna hafi verið leitað til. Bandarísk stjórnvöld vilja Assagne framseldan en hann situr í fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa svikist undan tryggingu. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir ekki ólíklegt að hann sjálfur verði ákærður í sakamálarannsókn bandarískra stjórnvalda og aðkomu sinnar að málum. Dómsmálaráðuneytið birti tilkynningu á vef embættisins í gær en þar kemur fram að samkvæmt lögum sé ráðuneytið sé miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð. Hlutverk ráðuneytisins í slíkum málum sé eingöngu að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Telji ráðuneytið svo vera sé beiðnin framsend viðeigandi stjórnvaldi, þ.e. ríkissaksóknara, til frekari meðferðar. Ráðuneytið segist í tilkynningu sinni ekki geta tjáð sig um einstök sakamál sem eru til meðferðar.
Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira