Fótbolti

Þjálfari Albaníu: Óverðskuldaður sigur Íslands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Edoardo Reja, þjálfari Albaníu, sagði að sigur Íslands í leik liðanna í undankeppni EM 2020 í dag hafi ekki verið verðskuldaður.

Reja sagði að yfirgnæfandi líkur væru á því að liðið sem skoraði á undan myndi vinna leikinn.

„Leikplan okkar gekk upp fyrir markið. Við verðskulduðum meira en Ísland. Íslendingar eru líkamlega sterkir og öflugir í loftinu og því reyndum við að halda boltanum og finna glufur á íslensku vörninni,“ sagði Reja á blaðamannafundi eftir leikinn í dag.

Hann var ekki sáttur með varnarleik sinna manna í markinu sem réði úrslitum í leiknum. Jóhann Berg Guðmundsson dansaði þá í gegnum vörn Albana og skoraði.

„Við gerðum hræðileg mistök í vörninni. Það var alltaf líklegt að liðið sem skoraði á undan myndi vinna leikinn. Þetta var óverðskuldaður sigur,“ sagði Reja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×