Fótbolti

Andorra tapaði botnslagnum og Rússar skoruðu níu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ildefons Lima og félagar enn án stiga
Ildefons Lima og félagar enn án stiga vísir/getty
Fjölmargir leikir fara fram í undankeppni EM 2020 í dag og nú rétt í þessu lauk meðal annars leik Moldavíu og Andorra í botnslag H-riðils en þessi lið voru bæði stigalaus í riðli okkar Íslendinga fyrir leik dagsins.

Óhætt er að segja að fátt hafi verið um fína drætti í leiknum en Igor Armas kom Moldavíu yfir strax í upphafi leiks og reyndist það eina mark leiksins. Andorra tókst ekki að jafna metin þrátt fyrir að leika manni fleiri frá því á 47.mínútu þegar Artur Ionita, fyrirliði Moldavíu, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Á sama tíma vann Norður-Írland endurkomusigur í Eistlandi 1-2 í C-riðli á meðan Ungverjar unnu öruggan útisigur í Azerbaijan 1-3 í E-riðli.

Rússar léku við hvurn sinn fingur í Moskvu þar sem þeir unnu 9-0 sigur á San Marino í I-riðli þar sem Artem Dzyuba skoraði fimm mörk. 

Í J-riðli vann Armenía öruggan heimasigur á Liechtenstein 3-0 á meðan Teemu Pukki tryggði Finnum 2-0 sigur á Bosníu

Stöð 2 Sport sýnir beint frá leikjum í undankeppni EM 2020 en dagskrána má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×