Rætt um að Rauði krossinn haldi áfram rekstri sjúkrabíla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. júní 2019 18:45 Þolinmæði rekstraraðila sjúkrabíla á landinu er áþrotum vegna ástands þeirra sem sagt er vera mjög slæmt. Engin endurnýjun hefur átt sér staðí rúma fjörutíu mánuði. Viðræður á milli heilbrigðisyfirvalda og Rauða krossins áÍslandi um reksturinn eru aftur komnar af stað. Rekstraraðilar sjúkrabíla á landinu og umsjónarlæknar fundu nýverið um ástand sjúkrabílaflotans í landinu og sáu þeir sig knúna til þess að senda frá sér ályktun til heilbrigðisráðuneytisins þar sem þess var krafist að deila ráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrr nefnda á rekstrinum yrði leyst svo endurnýjun gæti átt sér stað. „Þolinmæði okkar sem að stöndum að framkvæmd sjúkraflutninga, hún er löngu þrotin, segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og fulltrúi rekstraraðili í fagráði um sjúkraflutninga. Deila ráðuneytisins og Rauða krossins um sjúkrabílasjóð hefur verið í hnút svo mánuðum skiptir en eins og fréttastofan hefur greint frá eru nægir fjármunir til í sjóðnum til þess að hefja endurnýjun strax. Útboði hefur ítrekað verið frestað þar sem heilbrigðisráðuneytið hafi ekki aðgang að sjóðnum sem Rauði krossinn heldur utan um og hefur ekki viljað láta af hendi fyrir en samningar um yfirtöku hafa náðst. Brúnt er að endurnýja nær helming flotans strax en endurnýjun átti sér síðast stað árið 2016.Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og fulltrúi rekstraraðila í fagráði sjúkraflutninga.Vísir/Stöð 2Slæmt ástand sjúkrabílaflotans hefur áhrif á reksturinn „Nú hefur ekki verið hreyfing á þessum málum í rúma fjörutíu mánuði og fyrirséð að það séu ekki að koma bílar hér næstu tíu eða tólf mánuðina þannig að ástandið er að verða slæmt. Þetta er farið að valda vandræðum í rekstrinum. Það er meiri bilanatíðni. Meira á verkstæði og auðvitað bara óvissa um að bíllinn standist þær kröfur sem er verið að gera þegar við erum að aka neyðarakstur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Birgir. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður við Rauða krossinn aftur komnar af stað og í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að Sjúkratryggingar Íslands fari með málið þar sem hlutverk stofnunarinnar, sé að semja um kaup á heilbrigðisþjónustu. Heimildir fréttastofu herma jafnframt að unnið sé að því að Rauði krossinn haldi rekstri sjúkrabíla í landinu áfram og þannig hverfi heilbrigðisráðherra frá ákvörðun sinni um að ríkið yfirtaki reksturinn. Ekki fást svör um hvort það sé skammtíma- eða langtímalausn. Yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa tekur undir áhyggjur rekstraraðila sjúkrabíla. „Þegar svona grundvallarþáttur þjónustunnar er í uppnámi að þá er erfitt að setja fókust á frekari uppbyggingu og þróun þjónustunnar, segir Viðar Magnússon, yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Viðar Magnússon, yfirlæknir bráðaþjónustu utan spítala.Vísir/Stöð 2 Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs. 12. september 2018 14:39 „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19 Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljóna króna skuld í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs vekur athygli Heilbrigðisráðuneytisins. Rauði krossinn á Íslandi segist ekki vera fá lán úr Sjúkrabílasjóði 14. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Þolinmæði rekstraraðila sjúkrabíla á landinu er áþrotum vegna ástands þeirra sem sagt er vera mjög slæmt. Engin endurnýjun hefur átt sér staðí rúma fjörutíu mánuði. Viðræður á milli heilbrigðisyfirvalda og Rauða krossins áÍslandi um reksturinn eru aftur komnar af stað. Rekstraraðilar sjúkrabíla á landinu og umsjónarlæknar fundu nýverið um ástand sjúkrabílaflotans í landinu og sáu þeir sig knúna til þess að senda frá sér ályktun til heilbrigðisráðuneytisins þar sem þess var krafist að deila ráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi um yfirtöku þess fyrr nefnda á rekstrinum yrði leyst svo endurnýjun gæti átt sér stað. „Þolinmæði okkar sem að stöndum að framkvæmd sjúkraflutninga, hún er löngu þrotin, segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og fulltrúi rekstraraðili í fagráði um sjúkraflutninga. Deila ráðuneytisins og Rauða krossins um sjúkrabílasjóð hefur verið í hnút svo mánuðum skiptir en eins og fréttastofan hefur greint frá eru nægir fjármunir til í sjóðnum til þess að hefja endurnýjun strax. Útboði hefur ítrekað verið frestað þar sem heilbrigðisráðuneytið hafi ekki aðgang að sjóðnum sem Rauði krossinn heldur utan um og hefur ekki viljað láta af hendi fyrir en samningar um yfirtöku hafa náðst. Brúnt er að endurnýja nær helming flotans strax en endurnýjun átti sér síðast stað árið 2016.Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og fulltrúi rekstraraðila í fagráði sjúkraflutninga.Vísir/Stöð 2Slæmt ástand sjúkrabílaflotans hefur áhrif á reksturinn „Nú hefur ekki verið hreyfing á þessum málum í rúma fjörutíu mánuði og fyrirséð að það séu ekki að koma bílar hér næstu tíu eða tólf mánuðina þannig að ástandið er að verða slæmt. Þetta er farið að valda vandræðum í rekstrinum. Það er meiri bilanatíðni. Meira á verkstæði og auðvitað bara óvissa um að bíllinn standist þær kröfur sem er verið að gera þegar við erum að aka neyðarakstur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Birgir. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður við Rauða krossinn aftur komnar af stað og í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að Sjúkratryggingar Íslands fari með málið þar sem hlutverk stofnunarinnar, sé að semja um kaup á heilbrigðisþjónustu. Heimildir fréttastofu herma jafnframt að unnið sé að því að Rauði krossinn haldi rekstri sjúkrabíla í landinu áfram og þannig hverfi heilbrigðisráðherra frá ákvörðun sinni um að ríkið yfirtaki reksturinn. Ekki fást svör um hvort það sé skammtíma- eða langtímalausn. Yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa tekur undir áhyggjur rekstraraðila sjúkrabíla. „Þegar svona grundvallarþáttur þjónustunnar er í uppnámi að þá er erfitt að setja fókust á frekari uppbyggingu og þróun þjónustunnar, segir Viðar Magnússon, yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Viðar Magnússon, yfirlæknir bráðaþjónustu utan spítala.Vísir/Stöð 2
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs. 12. september 2018 14:39 „Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19 Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45 Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljóna króna skuld í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs vekur athygli Heilbrigðisráðuneytisins. Rauði krossinn á Íslandi segist ekki vera fá lán úr Sjúkrabílasjóði 14. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum Er miðað við að nýjir sjúkrabílar verði teknir í notkun fyrir lok næsta árs. 12. september 2018 14:39
„Ömurlegt að sjúkraflutningamenn þurfi að vinna á sjúkrabílum sem ekki sé hægt að treysta á“ Nægir fjármunir eru til að endurnýja sjúkrabíla í landinu en deila Heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi kemur í veg fyrir það. 13. febrúar 2019 19:19
Enn bið eftir nýjum sjúkrabílum Ástandið óásættanlegt að mati umsjónarmanna sjúkrabíla. Sjúkrabílaflotinn eldist hratt og útboði vegna kaupa á nýjum bílum er ítrekað frestað. 8. mars 2019 22:45
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30
Hundruð milljóna króna krafa á RKÍ í Sjúkrabílasjóði en engin endurnýjun bíla Rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljóna króna skuld í ársreikningi Sjúkrabílasjóðs vekur athygli Heilbrigðisráðuneytisins. Rauði krossinn á Íslandi segist ekki vera fá lán úr Sjúkrabílasjóði 14. febrúar 2019 18:47