Handbolti

Velur Janus þann besta í úrslitaeinvíginu og Arnór þjálfara ársins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus í leik með Álaborg.
Janus í leik með Álaborg. vísir/getty
Janus Daði Smárason lék á alls oddi er Álaborg varð danskur meistari fyrr í dag en hann var markahæsti leikmaður liðsins í úrslitaleiknum.

Álaborg og GOG mættust í hreinum úrslitaleik um danska titilinn í dag sem endaði með sex marka sigri Álaborgar, 38-32, en Janus stýrði leik meistaranna af mikilli festu.

Danski þjálfarinn, Peter Bredsdorff, segir á Twitter-síðu sinni að Janus sé besti leikmaður úrslitaeinvígisins en Janus hefur verið frábær í úrslitaeinvíginu.







Hann kýs Henrik Mølgaard sem mikilvægasta leikmann tímabilsins en þjálfarar ársins eru þeir Stefan Madsen og Arnór Atlason sem stýra liði Álaborgar.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×