Skúli segir „ranga“ forsíðufrétt Stefáns Einars hafa haft neikvæð áhrif á starfsemi WOW Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2019 19:13 Skúli Mogensen í Hörpu fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur sakað Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóra viðskipta á Morgunblaðinu og höfund nýrrar bókar um fall WOW air, um að fara ítrekað með dylgjur um ósannindi um málefni flugfélagsins. Þá segir Skúli að frétt Stefáns Einars um WOW, sem birtist í Morgunblaðinu um miðjan september síðastliðinn og hafi innihaldið rangfærslur, hafi haft neikvæð áhrif á skuldabréfaútboð WOW og alla starfsemi félagsins. WOW fór í þrot í lok mars síðastliðinn. Skúli svarar orðum Stefáns Einars í færslu á Facebook. Þar segir Skúli að hann hafi ekki ætlað sér að tjá sig um skrif Stefáns Einars, en að hann geti ekki lengur orða bundist eftir orð sem hann lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Meint aðkoma Airbus Skúli rekur í færslunni sex atriði sem hann segir Stefán Einar hafa farið rangt með, meðal annars varðandi aðkomu Airbus að rekstri flugfélagsins á síðustu mánuðum og árum þess. Hann segir meðal annars það vera alfarið rangt að Ben Baldanza hafi komið í stjórn WOW air árið 2016 fyrir tilstuðlan eða þrýsting frá Airbus líkt og Stefán Einar heldur fram. Skúli segir það einnig vera alfarið rangt að hann eða aðrir í stjórn WOW hafi viljandi hundsað aðvörunarorð annara í flugheiminum og að helmingurinn af sex milljarða skuldabréfa útboði WOW air hafi verið skuldaleiðrétting eða skuldbreyting. „Þetta er rangt og stenst enga skoðun enda hefur ekkert komið fram sem styður þessa fullyrðingu Stefán Einars,“ segir Skúli.Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur nýrrar bókar um fall WOW air.VísirFréttin hafði neikvæð áhrif á starfsemi WOW Skúli segir ennfremur að Stefán Einar hafi áður borið fram alvarlegar ásakanir og rangfærslur í garð WOW air sem hafi ekki átt við rök að styðjast. „Það er ástæðan fyrir því að ég hafði engan áhuga á að ræða við hann um félagið. Alvarlegast var þegar hann fullyrti að WOW air skuldaði Isavia 2 milljarða í stórri forsíðugrein sem Morgunblaðið birti 15. september 2018 þegar við vorum á loka metrunum við að klára umrætt skuldabréfaútboð. Núna liggja fyrir gögn sem sýna svo ekki verður um villst að skuld okkar við Isavia var nær einum milljarði á þessum tíma en ekki tveim milljörðum eins og Stefán Einar fullyrti. Þessi frétt og sú umræða sem skapaðist í framhaldinu hafði mjög neikvæð áhrif á skuldabréfaútboðið og starfsemi WOW air. Eins og ég hef ítrekað sagt skorast ég ekki undan ábyrgð minni í falli félagsins og klárlega vildi ég óska þess að við hefðum gert ýmislegt öðruvísi. Ég er sannfærður að það hefði verið hægt að bjarga WOW air og þeim miklu verðmætum sem þar lágu ekki síst fyrir þjóðarbúið og íslenska neytendur. Það líður vart sá klukkutími að ég hugsi ekki um WOW air, þann frábæra hóp starfsfólks sem gerði WOW að veruleika, farþega okkar og allt sem við vorum búin að byggja upp í sameiningu,“ segir í færslunni.Sjá má færslu Skúla í heild sinni að neðan. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28. maí 2019 14:30 Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur sakað Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóra viðskipta á Morgunblaðinu og höfund nýrrar bókar um fall WOW air, um að fara ítrekað með dylgjur um ósannindi um málefni flugfélagsins. Þá segir Skúli að frétt Stefáns Einars um WOW, sem birtist í Morgunblaðinu um miðjan september síðastliðinn og hafi innihaldið rangfærslur, hafi haft neikvæð áhrif á skuldabréfaútboð WOW og alla starfsemi félagsins. WOW fór í þrot í lok mars síðastliðinn. Skúli svarar orðum Stefáns Einars í færslu á Facebook. Þar segir Skúli að hann hafi ekki ætlað sér að tjá sig um skrif Stefáns Einars, en að hann geti ekki lengur orða bundist eftir orð sem hann lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Meint aðkoma Airbus Skúli rekur í færslunni sex atriði sem hann segir Stefán Einar hafa farið rangt með, meðal annars varðandi aðkomu Airbus að rekstri flugfélagsins á síðustu mánuðum og árum þess. Hann segir meðal annars það vera alfarið rangt að Ben Baldanza hafi komið í stjórn WOW air árið 2016 fyrir tilstuðlan eða þrýsting frá Airbus líkt og Stefán Einar heldur fram. Skúli segir það einnig vera alfarið rangt að hann eða aðrir í stjórn WOW hafi viljandi hundsað aðvörunarorð annara í flugheiminum og að helmingurinn af sex milljarða skuldabréfa útboði WOW air hafi verið skuldaleiðrétting eða skuldbreyting. „Þetta er rangt og stenst enga skoðun enda hefur ekkert komið fram sem styður þessa fullyrðingu Stefán Einars,“ segir Skúli.Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur nýrrar bókar um fall WOW air.VísirFréttin hafði neikvæð áhrif á starfsemi WOW Skúli segir ennfremur að Stefán Einar hafi áður borið fram alvarlegar ásakanir og rangfærslur í garð WOW air sem hafi ekki átt við rök að styðjast. „Það er ástæðan fyrir því að ég hafði engan áhuga á að ræða við hann um félagið. Alvarlegast var þegar hann fullyrti að WOW air skuldaði Isavia 2 milljarða í stórri forsíðugrein sem Morgunblaðið birti 15. september 2018 þegar við vorum á loka metrunum við að klára umrætt skuldabréfaútboð. Núna liggja fyrir gögn sem sýna svo ekki verður um villst að skuld okkar við Isavia var nær einum milljarði á þessum tíma en ekki tveim milljörðum eins og Stefán Einar fullyrti. Þessi frétt og sú umræða sem skapaðist í framhaldinu hafði mjög neikvæð áhrif á skuldabréfaútboðið og starfsemi WOW air. Eins og ég hef ítrekað sagt skorast ég ekki undan ábyrgð minni í falli félagsins og klárlega vildi ég óska þess að við hefðum gert ýmislegt öðruvísi. Ég er sannfærður að það hefði verið hægt að bjarga WOW air og þeim miklu verðmætum sem þar lágu ekki síst fyrir þjóðarbúið og íslenska neytendur. Það líður vart sá klukkutími að ég hugsi ekki um WOW air, þann frábæra hóp starfsfólks sem gerði WOW að veruleika, farþega okkar og allt sem við vorum búin að byggja upp í sameiningu,“ segir í færslunni.Sjá má færslu Skúla í heild sinni að neðan.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28. maí 2019 14:30 Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9. júní 2019 12:45 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53
Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28. maí 2019 14:30
Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. 9. júní 2019 12:45