Sögumaður og samfélagsrýnir Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. maí 2019 09:30 "Það er alltaf mikil frásögn í verkum mínum,“ segir Hulda Hákon. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Yfirlitssýning á verkum Huldu Hákon stendur nú yfir í Listasafni Íslands. Auk þess er sýnd viðtalsmynd við listamanninn sem var unnin sérstaklega í tengslum við sýninguna. Yfirskrift sýningarinnar er Hverra manna ertu? „Þetta eru verk frá 1983 til dagsins í dag. Þau eru 70 en eitt verkið er 347 stykki, þannig að annaðhvort eru verkin 70 eða rúmlega 400,“ segir Hulda Hákon. Þetta eru skúlptúrar, málverk og lágmyndir. Mér finnst gott að hoppa þarna á milli og það heldur mér gangandi. Það er alltaf mikil frásögn í verkum mínum og þau eru fígúratíf, þar er enginn mínímalismi. Stundum skrifa ég texta á verkin sem lýsa því sem þau sýna eða þá ég skrifa texta sem er út í bláinn og stundum er enginn texti í verkunum. Ég fylgist mjög vel með umhverfinu og verkin endurspegla einmitt mjög oft umhverfi mitt.“ Spurð hvort hún komi auga á einhverja þróun í verkum sínum segir Hulda Hákon: „Þetta er eins og ferðalag, maður byrjar einhvers staðar og heldur áfram nema hvað ég er alltaf að fara fram og til baka. Mér finnst ég alltaf vera nokkuð eins, en það hefur orðið tæknileg þróun. Ég er orðin mun flinkari.“Ein heild Sýningin er í tveimur sölum listasafnsins og í öðrum salnum eru málverk áberandi. „Ég fékk allt í einu nóg af því að gera lágmyndir þannig að ég fór að gera málverk, en þau eru nokkuð nálægt skúlptúr. Rammarnir sem ég nota eru smíðaðir sérstaklega fyrir málverkin og ég mála þá sjálf. Mér fannst mjög gaman að gera þessa málverkaseríu. Þarna er til dæmis portrett af útkallsdeild leitarhunda höfuðborgarsvæðisins, Hvammstangi í næturhúmi og skip við strönd landsins í myrkri. Ein mynd er úr hruninu en þá fór fólk sem kveikti bál fyrir utan Þjóðleikhúsið inn í garðinn okkar og kveikti í hliðinu.“ Aðspurð segist Hulda Hákon ekki hafa reiðst þessari skemmdarstarfsemi, henni hafi staðið á sama en fundist merkilegt að sjá tvo lögregluþjóna vakta garðinn. Spurð hvernig tilfinning það sé að sjá verk sín á yfirlitssýningu í svo glæsilegu safni segir Hulda Hákon: „Það er algjörlega frábært. Það kemur mér á óvart að þetta skuli hafa gerst af því verk mín eru á víð og dreif. Það fór mikil vinna í að safna þeim saman. Það er mjög hollt fyrir mig sem listamann að ganga í gegnum þessa sali og skoða verkin, gömul og ný, sem eru nú á sama stað. Mér finnst lífsstarfið vera ein heild.“Heillandi lestur Harpa Þórsdóttir er sýningarstjóri þessarar sýningar. „Mér finnst svo áhugavert að sjá í verkum Huldu hversu mikill Íslendingur hún er. Hún er í senn sögumaður og samfélagsrýnir,“ segir hún. „Þegar Hulda var í New York við upphaf ferils síns var hún að hugsa heim, myndefnið var íslenskt, goðafræðin og þjóðsögurnar, en þegar hún kom heim fór hún að flétta heimsviðburði sem gerðust á Íslandi í sum verkin. Sem dæmi má nefna að í einu verka hennar hringar Miðgarðsormur sig í kringum Höfða eftir leiðtogafundinn. Þegar maður gengur inn í sýningarsalina mætir manni fígúratíft sjónarspil, sem við getum kallað sagnaarf Huldu. Verkin eru aðgengilegar frásagnir og oft auðlesin, en við nánari skoðun reynast þau margræð og í þeim má greina í senn hispursleysi, gráglettni og finna ýmsar óræðar vísanir. Íslensk tunga er Huldu kær og hún málar áhrifamikil og falleg íslensk orð í verk sín. Oft eru þetta orð sem við notum nánast ekki lengur og lýsa til að mynda veðurfari eða ákveðnum tíma dagsins og fléttast saman við myndina þegar við lesum letur og mynd í sömu andrá. Það er heillandi lestur. En verkin eru langt í frá að vera hlutlaus, Huldu er oft mikið niðri fyrir í verkum sínum.“ Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Yfirlitssýning á verkum Huldu Hákon stendur nú yfir í Listasafni Íslands. Auk þess er sýnd viðtalsmynd við listamanninn sem var unnin sérstaklega í tengslum við sýninguna. Yfirskrift sýningarinnar er Hverra manna ertu? „Þetta eru verk frá 1983 til dagsins í dag. Þau eru 70 en eitt verkið er 347 stykki, þannig að annaðhvort eru verkin 70 eða rúmlega 400,“ segir Hulda Hákon. Þetta eru skúlptúrar, málverk og lágmyndir. Mér finnst gott að hoppa þarna á milli og það heldur mér gangandi. Það er alltaf mikil frásögn í verkum mínum og þau eru fígúratíf, þar er enginn mínímalismi. Stundum skrifa ég texta á verkin sem lýsa því sem þau sýna eða þá ég skrifa texta sem er út í bláinn og stundum er enginn texti í verkunum. Ég fylgist mjög vel með umhverfinu og verkin endurspegla einmitt mjög oft umhverfi mitt.“ Spurð hvort hún komi auga á einhverja þróun í verkum sínum segir Hulda Hákon: „Þetta er eins og ferðalag, maður byrjar einhvers staðar og heldur áfram nema hvað ég er alltaf að fara fram og til baka. Mér finnst ég alltaf vera nokkuð eins, en það hefur orðið tæknileg þróun. Ég er orðin mun flinkari.“Ein heild Sýningin er í tveimur sölum listasafnsins og í öðrum salnum eru málverk áberandi. „Ég fékk allt í einu nóg af því að gera lágmyndir þannig að ég fór að gera málverk, en þau eru nokkuð nálægt skúlptúr. Rammarnir sem ég nota eru smíðaðir sérstaklega fyrir málverkin og ég mála þá sjálf. Mér fannst mjög gaman að gera þessa málverkaseríu. Þarna er til dæmis portrett af útkallsdeild leitarhunda höfuðborgarsvæðisins, Hvammstangi í næturhúmi og skip við strönd landsins í myrkri. Ein mynd er úr hruninu en þá fór fólk sem kveikti bál fyrir utan Þjóðleikhúsið inn í garðinn okkar og kveikti í hliðinu.“ Aðspurð segist Hulda Hákon ekki hafa reiðst þessari skemmdarstarfsemi, henni hafi staðið á sama en fundist merkilegt að sjá tvo lögregluþjóna vakta garðinn. Spurð hvernig tilfinning það sé að sjá verk sín á yfirlitssýningu í svo glæsilegu safni segir Hulda Hákon: „Það er algjörlega frábært. Það kemur mér á óvart að þetta skuli hafa gerst af því verk mín eru á víð og dreif. Það fór mikil vinna í að safna þeim saman. Það er mjög hollt fyrir mig sem listamann að ganga í gegnum þessa sali og skoða verkin, gömul og ný, sem eru nú á sama stað. Mér finnst lífsstarfið vera ein heild.“Heillandi lestur Harpa Þórsdóttir er sýningarstjóri þessarar sýningar. „Mér finnst svo áhugavert að sjá í verkum Huldu hversu mikill Íslendingur hún er. Hún er í senn sögumaður og samfélagsrýnir,“ segir hún. „Þegar Hulda var í New York við upphaf ferils síns var hún að hugsa heim, myndefnið var íslenskt, goðafræðin og þjóðsögurnar, en þegar hún kom heim fór hún að flétta heimsviðburði sem gerðust á Íslandi í sum verkin. Sem dæmi má nefna að í einu verka hennar hringar Miðgarðsormur sig í kringum Höfða eftir leiðtogafundinn. Þegar maður gengur inn í sýningarsalina mætir manni fígúratíft sjónarspil, sem við getum kallað sagnaarf Huldu. Verkin eru aðgengilegar frásagnir og oft auðlesin, en við nánari skoðun reynast þau margræð og í þeim má greina í senn hispursleysi, gráglettni og finna ýmsar óræðar vísanir. Íslensk tunga er Huldu kær og hún málar áhrifamikil og falleg íslensk orð í verk sín. Oft eru þetta orð sem við notum nánast ekki lengur og lýsa til að mynda veðurfari eða ákveðnum tíma dagsins og fléttast saman við myndina þegar við lesum letur og mynd í sömu andrá. Það er heillandi lestur. En verkin eru langt í frá að vera hlutlaus, Huldu er oft mikið niðri fyrir í verkum sínum.“
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira