Engin tölfræði til um tengsl símnotkunar og umferðarslysa hér á landi Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2019 11:12 Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Vísir/ÞÞ Íslensk stjórnvöld hafa enga tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa hér á landi og ekkert er fjallað um símnotkun í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018. Ástæðan er sú að þessar upplýsingar eru aldrei skráðar af lögreglu nema ökumenn veiti þær sjálfir. Í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018 er ekki einu orði minnst á síma, snjallsíma eða símtækjanotkun og því er enga tölfræði að finna í skýrslunni um tengsl umferðarslysa og símtækjanotkunar. „Ástæðan er einfaldlega sú að Samgöngustofa skráir umferðarslys samkvæmt skýrslum frá lögreglu og lögregla skráir ekki notkun símtækja nema ökumaðurinn beinlínis játi það á staðnum. Þannig að ef að skráningin væri fyrir hendi, því þetta er vanskráð, þá væru þær tölur mjög villandi fyrir raunveruleikann,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þetta þýðir í reynd að íslensk stjórnvöld hafa enga nákvæma tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa. Fólk þarf hins vegar ekki að velkjast í vafa um að þessi tengsl eru til staðar. Sérstaklega eftir að snjallsímar urðu ráðandi. Samgöngustofa styðst við erlendar rannsóknir. Þórhildur segir að orsakasambandið sé skýrt samkvæmt þeim. Í Bandaríkjunum er farsíminn til dæmis skráður fjórði algengasti orsakavaldur umferðarslysa þar í landi. Þótt engin tölfræði sé til hefur Samgöngustofa vísbendingar, úr viðhorfskönnunum meðal ökumanna, um að símtækjanotkun undir stýri sé allt of algeng. „Góðu fréttirnar eru þær að á milli ára er hegðun fólks engu að síður að batna. Það er að draga úr þeim fjölda sem segist nota þessi tæki undir stýri og það er auðvitað góður árangur af allri þeirri umfjöllun sem hefur verið í gangi um skaðsemina,“ segir Þórhildur Elín. Umferðaröryggi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa enga tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa hér á landi og ekkert er fjallað um símnotkun í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018. Ástæðan er sú að þessar upplýsingar eru aldrei skráðar af lögreglu nema ökumenn veiti þær sjálfir. Í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2018 er ekki einu orði minnst á síma, snjallsíma eða símtækjanotkun og því er enga tölfræði að finna í skýrslunni um tengsl umferðarslysa og símtækjanotkunar. „Ástæðan er einfaldlega sú að Samgöngustofa skráir umferðarslys samkvæmt skýrslum frá lögreglu og lögregla skráir ekki notkun símtækja nema ökumaðurinn beinlínis játi það á staðnum. Þannig að ef að skráningin væri fyrir hendi, því þetta er vanskráð, þá væru þær tölur mjög villandi fyrir raunveruleikann,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Þetta þýðir í reynd að íslensk stjórnvöld hafa enga nákvæma tölfræði um tengsl símtækjanotkunar og umferðarslysa. Fólk þarf hins vegar ekki að velkjast í vafa um að þessi tengsl eru til staðar. Sérstaklega eftir að snjallsímar urðu ráðandi. Samgöngustofa styðst við erlendar rannsóknir. Þórhildur segir að orsakasambandið sé skýrt samkvæmt þeim. Í Bandaríkjunum er farsíminn til dæmis skráður fjórði algengasti orsakavaldur umferðarslysa þar í landi. Þótt engin tölfræði sé til hefur Samgöngustofa vísbendingar, úr viðhorfskönnunum meðal ökumanna, um að símtækjanotkun undir stýri sé allt of algeng. „Góðu fréttirnar eru þær að á milli ára er hegðun fólks engu að síður að batna. Það er að draga úr þeim fjölda sem segist nota þessi tæki undir stýri og það er auðvitað góður árangur af allri þeirri umfjöllun sem hefur verið í gangi um skaðsemina,“ segir Þórhildur Elín.
Umferðaröryggi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Sjá meira