Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Sylvía Hall skrifar 30. maí 2019 13:21 Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. Vísir/Getty Þungunarrofslöggjöf Georgíuríkis sem samþykkt var fyrr í mánuðinum bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Löggjöfin hefur verið harðlega gagnrýnd enda er tímaramminn svo skammur að fresturinn rennur út áður en margar konur vita að þær séu þungaðar. Margar Hollywood-stjörnur hafa stigið fram og gagnrýnt löggjöfina sem mörgum finnst öfugsnúin þróun í kvenréttindabaráttunni. Nú hefur stórfyrirtækið Disney bæst við í hóp gagnrýnenda og íhugar fyrirtækið nú að færa framleiðslu sína úr ríkinu en BBC greinir frá. Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. Margir starfsmenn fyrirtækisins neita að starfa þarna fari svo að lögin verði formlega tekin í notkun og fyrirtækið þurfi að hlusta á óskir þeirra. Áður hefur Netflix gefið það út að fyrirtækið íhugi einnig að færa framleiðslu sína annað. Myndi hafa gífurlegar afleiðingar Í skýrslu sem kom úr fyrir árið 2017 kom í ljós að Georgía var í öðru sæti yfir tökustaði mynda sem þénuðu mest á því ári. Afleiðingarnar yrðu því gífurlega miklar fyrir marga þjálfaða kvikmyndagerðarmenn í fylkinu sem myndu líklega þurfa að flytja annað til þess að halda áfram að starfa í iðnaðinum. Löggjöfin á að taka gildi þann 1. janúar á næsta ári en búist er við því að látið verði reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum og telja margir að hið endanlega markmið sé að láta reyna á lögin fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Fari málið fyrir Hæstarétt opnast þar gluggi fyrir réttinn til þess að endurskoða niðurstöðu í máli Roe v. Wade frá árinu 1973 þar sem niðurstaðan var að fjórða grein bandarísku stjórnarskrárinnar um rétt til friðhelgi einkalífs verndaði einnig rétt kvenna til fóstureyðinga. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Disney Þungunarrof Tengdar fréttir Louisiana herðir löggjöf um þungunarrof Mikill meirihluti þingmanna samþykkti framvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri. 29. maí 2019 23:43 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Þungunarrofslöggjöf Georgíuríkis sem samþykkt var fyrr í mánuðinum bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu. Löggjöfin hefur verið harðlega gagnrýnd enda er tímaramminn svo skammur að fresturinn rennur út áður en margar konur vita að þær séu þungaðar. Margar Hollywood-stjörnur hafa stigið fram og gagnrýnt löggjöfina sem mörgum finnst öfugsnúin þróun í kvenréttindabaráttunni. Nú hefur stórfyrirtækið Disney bæst við í hóp gagnrýnenda og íhugar fyrirtækið nú að færa framleiðslu sína úr ríkinu en BBC greinir frá. Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. Margir starfsmenn fyrirtækisins neita að starfa þarna fari svo að lögin verði formlega tekin í notkun og fyrirtækið þurfi að hlusta á óskir þeirra. Áður hefur Netflix gefið það út að fyrirtækið íhugi einnig að færa framleiðslu sína annað. Myndi hafa gífurlegar afleiðingar Í skýrslu sem kom úr fyrir árið 2017 kom í ljós að Georgía var í öðru sæti yfir tökustaði mynda sem þénuðu mest á því ári. Afleiðingarnar yrðu því gífurlega miklar fyrir marga þjálfaða kvikmyndagerðarmenn í fylkinu sem myndu líklega þurfa að flytja annað til þess að halda áfram að starfa í iðnaðinum. Löggjöfin á að taka gildi þann 1. janúar á næsta ári en búist er við því að látið verði reyna á lögmæti hennar fyrir dómstólum og telja margir að hið endanlega markmið sé að láta reyna á lögin fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Fari málið fyrir Hæstarétt opnast þar gluggi fyrir réttinn til þess að endurskoða niðurstöðu í máli Roe v. Wade frá árinu 1973 þar sem niðurstaðan var að fjórða grein bandarísku stjórnarskrárinnar um rétt til friðhelgi einkalífs verndaði einnig rétt kvenna til fóstureyðinga.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Disney Þungunarrof Tengdar fréttir Louisiana herðir löggjöf um þungunarrof Mikill meirihluti þingmanna samþykkti framvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri. 29. maí 2019 23:43 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Louisiana herðir löggjöf um þungunarrof Mikill meirihluti þingmanna samþykkti framvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir að hjartsláttur uppgötvast í fóstri. 29. maí 2019 23:43
Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53
Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20
Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00