Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Birgir Olgeirsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 30. maí 2019 23:34 Matthías Sveinbjörnsson viðurkenndi að hafa fundið fyrir lofthræðslu í körfunni en sagði útsýnið úr loftbelgnum yfir Reykjavík hafa verið ólýsanlegt. Reykjavík Airshow Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík í kvöld var ólýsanleg, að sögn forseta Flugmálafélags Íslands. Loftbelgurinn verður eitt helsta sýningaratriðið á flugsýningunni á laugardag. Það voru Mikael Klingberg og Anders Brobjer, frá Noregi og Svíþjóð, sem stýrðu loftfarinu með Matthías sem farþega. Þremenningar tóku á loft um fimm mínútur í ellefu frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli og lentu belgnum um tíu mínútur yfir ellefu hjá Höfða við Borgartún.Loftbelgurinn skömmu eftir lendinguna við Höfða í kvöld.Vísir/KMU.Loftbelgurinn steig hratt upp til himins frá Reykjavíkurflugvelli, sveif síðan yfir Landspítalann og til norðausturs. Þegar loftbelgsmenn sáu svo fram á að stefna út á haf lækkuðu þeir flugið og völdu sér lendingarstað á grasbalanum við Höfða, heimsfrægan vettvang leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjovs árið 1986.Loftbelgurinn berst með vindinum. Eina stjórntækið er gaslogi en loftbelgurinn lyftist þegar loftið inni í honum er hitað upp. Loftbelgurinn lækkar svo flugið þegar eldurinn er minnkaður eða slökkt á honum.Vísir/KMUÞegar þeir lentu loftbelgnum streymdi fljótlega að múgur og margmenni til að skoða þetta óhefðbundna loftfar. Enda áratugir liðnir frá því svona fyrirbæri sást síðast yfir borginni.Hér má sjá belginn yfir borginni. Horft er úr Lágmúla.Jóhannes K. KristjánssonLoftbelgurinn yfir borginni í kvöldsólinni, séður úr Ártúnsbrekku.Vísir/KMU.Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði flugið í loftbelgnum hafa verið nánast ólýsanlegt og bætti svo við að það hafi verið geggjað. Hann viðurkenndi þó að hafa verið örlítið lofthræddur í körfunni. Belgurinn verður til sýnis á Reykjavík Airshow á Reykjavíkurflugvelli á laugardag sem stendur yfir frá hádegi til klukkan 16. Ef veður leyfir verður belgurinn mögulega settur á loft. Ánægðir loftbelgsstjórar að loknu flugi. Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð.Vísir/KMU.Loftið var látið leka úr belgnum áður en hann var tekinn saman.Vísir/KMU. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík í kvöld var ólýsanleg, að sögn forseta Flugmálafélags Íslands. Loftbelgurinn verður eitt helsta sýningaratriðið á flugsýningunni á laugardag. Það voru Mikael Klingberg og Anders Brobjer, frá Noregi og Svíþjóð, sem stýrðu loftfarinu með Matthías sem farþega. Þremenningar tóku á loft um fimm mínútur í ellefu frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli og lentu belgnum um tíu mínútur yfir ellefu hjá Höfða við Borgartún.Loftbelgurinn skömmu eftir lendinguna við Höfða í kvöld.Vísir/KMU.Loftbelgurinn steig hratt upp til himins frá Reykjavíkurflugvelli, sveif síðan yfir Landspítalann og til norðausturs. Þegar loftbelgsmenn sáu svo fram á að stefna út á haf lækkuðu þeir flugið og völdu sér lendingarstað á grasbalanum við Höfða, heimsfrægan vettvang leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjovs árið 1986.Loftbelgurinn berst með vindinum. Eina stjórntækið er gaslogi en loftbelgurinn lyftist þegar loftið inni í honum er hitað upp. Loftbelgurinn lækkar svo flugið þegar eldurinn er minnkaður eða slökkt á honum.Vísir/KMUÞegar þeir lentu loftbelgnum streymdi fljótlega að múgur og margmenni til að skoða þetta óhefðbundna loftfar. Enda áratugir liðnir frá því svona fyrirbæri sást síðast yfir borginni.Hér má sjá belginn yfir borginni. Horft er úr Lágmúla.Jóhannes K. KristjánssonLoftbelgurinn yfir borginni í kvöldsólinni, séður úr Ártúnsbrekku.Vísir/KMU.Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, sagði flugið í loftbelgnum hafa verið nánast ólýsanlegt og bætti svo við að það hafi verið geggjað. Hann viðurkenndi þó að hafa verið örlítið lofthræddur í körfunni. Belgurinn verður til sýnis á Reykjavík Airshow á Reykjavíkurflugvelli á laugardag sem stendur yfir frá hádegi til klukkan 16. Ef veður leyfir verður belgurinn mögulega settur á loft. Ánægðir loftbelgsstjórar að loknu flugi. Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð.Vísir/KMU.Loftið var látið leka úr belgnum áður en hann var tekinn saman.Vísir/KMU.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08
Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41