Hollywood nýtir gervigreindina við leikaravalið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 10:00 Græðirðu meira með Emmu Watson í aðalhlutverki en ef þú hefðir valið Jennifer Lawrence? Gervigreindin gæti verið með svarið. Mynd/SÞ Bandarískir kvikmyndaframleiðendur í Hollywood nýtast nú í auknum mæli við gervigreind til þess að ákveða hvaða leikara skal fá í hvaða hlutverk og hvaða myndir væri arðbært að framleiða. Tæknimiðillinn The Verge fjallaði um málið í gær. Þar sagði að sprotafyrirtækið Cinelytic væri eitt þeirra fyrirtækja sem býður upp á þjónustu sem þessa. Cinelytic styðst við gögn um fjárhagslega frammistöðu kvikmynda í gegnum tíðina með tilliti til umfjöllunarefnis og leikara. Gervigreind er beitt til þess að finna tengsl á milli aðsóknar og leikara og umfjöllunarefnis og þannig reynt að útrýma óvissu. „Ef þú ert að framleiða stórmynd með Emmu Watson í aðalhlutverki gætirðu notað þjónustu okkar til að sjá hvort Jennifer Lawrence myndi auka líkurnar á hagnaði. Þú getur borið þær saman og séð hvernig þátttaka þeirra hefur áhrif á heildarmyndina,“ sagði Tobias Queisser, forstjóri Cinelytic. Fleiri fyrirtæki beita gervigreind og á fjölbreyttari hátt. Þannig kveðst hið belgíska ScriptBook geta spáð fyrir um hagnað með því að greina handrit myndarinnar og hið ísraelska Vault lofar viðskiptavinum að hægt sé að greina áhuga mismunandi markhópa með því að skoða hverjir horfa á stiklur fyrir myndina. Queisser sagði tíma til kominn að innleiða tækni í framleiðsluhlið mynda. „Á setti sér maður vélmenni og dróna. Þetta er hátæknisvæði. En viðskiptahliðin hefur ekkert breyst í tuttugu ár. Fólk notar Excel og Word, einfaldar aðferðir. Gögnin eru geymd en ekki greind.“ Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandarískir kvikmyndaframleiðendur í Hollywood nýtast nú í auknum mæli við gervigreind til þess að ákveða hvaða leikara skal fá í hvaða hlutverk og hvaða myndir væri arðbært að framleiða. Tæknimiðillinn The Verge fjallaði um málið í gær. Þar sagði að sprotafyrirtækið Cinelytic væri eitt þeirra fyrirtækja sem býður upp á þjónustu sem þessa. Cinelytic styðst við gögn um fjárhagslega frammistöðu kvikmynda í gegnum tíðina með tilliti til umfjöllunarefnis og leikara. Gervigreind er beitt til þess að finna tengsl á milli aðsóknar og leikara og umfjöllunarefnis og þannig reynt að útrýma óvissu. „Ef þú ert að framleiða stórmynd með Emmu Watson í aðalhlutverki gætirðu notað þjónustu okkar til að sjá hvort Jennifer Lawrence myndi auka líkurnar á hagnaði. Þú getur borið þær saman og séð hvernig þátttaka þeirra hefur áhrif á heildarmyndina,“ sagði Tobias Queisser, forstjóri Cinelytic. Fleiri fyrirtæki beita gervigreind og á fjölbreyttari hátt. Þannig kveðst hið belgíska ScriptBook geta spáð fyrir um hagnað með því að greina handrit myndarinnar og hið ísraelska Vault lofar viðskiptavinum að hægt sé að greina áhuga mismunandi markhópa með því að skoða hverjir horfa á stiklur fyrir myndina. Queisser sagði tíma til kominn að innleiða tækni í framleiðsluhlið mynda. „Á setti sér maður vélmenni og dróna. Þetta er hátæknisvæði. En viðskiptahliðin hefur ekkert breyst í tuttugu ár. Fólk notar Excel og Word, einfaldar aðferðir. Gögnin eru geymd en ekki greind.“
Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent