Íslendingarnir dæmdir í fangelsi í Ástralíu Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Hall skrifa 31. maí 2019 06:35 Ferðataskan sem annar Íslendinganna var gripinn með. Ástralska lögreglan Tveir íslenskir karlmenn, þeir Helgi Heiðar Steinarsson og Brynjar Guðmundsson hafa verið dæmdir í fangelsi í Ástralíu fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Þeir voru handteknir við komu til Melbourne í nóvember síðastliðnum með mikið magn kókaíns í ferðatöskum sínum. Fundust efnin í fölskum botni í töskunum. Sjá einnig: Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Helgi Heiðar fékk sex ára og þriggja mánaða dóm fyrir aðild sína að smyglinu en Brynjar fékk átta ár og þrjá mánuði að auki. Helgi getur sótt um reynslulausn að fjórum árum liðnum en Brynjar þarf að bíða í fimm ár uns hann á möguleika á því. Mennirnir hafa nú þegar setið 207 daga í varðhaldi. Brynjar og Helgi Heiðar þekktust ekki en höfðu báðir samþykkt að vinna fyrir sömu glæpasamtökin til þess að greiða upp fíkniefnaskuldir. Þeir flugu frá Evrópu á sama tíma og áttu flug frá Ástralíu á sama degi.Keypti hníf til þess að vernda fíkniefnin Brynjar var handtekinn á flugvellinum við komuna til landsins en Helgi Heiðar var handtekinn á hóteli sínu. Þá fannst hnífur í fórum Helga Heiðars sem hann sagðist hafa keypt í landinu til þess að vernda fíkniefnin. Helgi var með eitt og hálft kíló af kókaíni í tösku sinni þegar hann var handtekinn og Brynjar var með tvö komma eitt kíló. Við dómsuppkvaðningu sagði dómari að með tilliti til geðrænna vandamála mannanna, samvinnuvilja þeirra og fjarlægð frá fjölskyldu væri eðlilegt að gefa þeim vægari dóm en Brynjar er greindur með geðhvarfasýki og Helgi Heiðar þunglyndi. Dómarinn í málinu sagði mennina ekkert tengjast fyrir utan sameiginlega „glæpaforingja“ þeirra. Þá kvað dómari á um að þeir verði sendir úr landi um leið og þeir losna en hvatti þá til betrunar. „Þið eruð ungir menn núna. Þið verðið ekki svona ungir þegar þið hafið afplánað ykkar dóm.“ Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. 29. maí 2019 08:45 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Tveir íslenskir karlmenn, þeir Helgi Heiðar Steinarsson og Brynjar Guðmundsson hafa verið dæmdir í fangelsi í Ástralíu fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Þeir voru handteknir við komu til Melbourne í nóvember síðastliðnum með mikið magn kókaíns í ferðatöskum sínum. Fundust efnin í fölskum botni í töskunum. Sjá einnig: Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Helgi Heiðar fékk sex ára og þriggja mánaða dóm fyrir aðild sína að smyglinu en Brynjar fékk átta ár og þrjá mánuði að auki. Helgi getur sótt um reynslulausn að fjórum árum liðnum en Brynjar þarf að bíða í fimm ár uns hann á möguleika á því. Mennirnir hafa nú þegar setið 207 daga í varðhaldi. Brynjar og Helgi Heiðar þekktust ekki en höfðu báðir samþykkt að vinna fyrir sömu glæpasamtökin til þess að greiða upp fíkniefnaskuldir. Þeir flugu frá Evrópu á sama tíma og áttu flug frá Ástralíu á sama degi.Keypti hníf til þess að vernda fíkniefnin Brynjar var handtekinn á flugvellinum við komuna til landsins en Helgi Heiðar var handtekinn á hóteli sínu. Þá fannst hnífur í fórum Helga Heiðars sem hann sagðist hafa keypt í landinu til þess að vernda fíkniefnin. Helgi var með eitt og hálft kíló af kókaíni í tösku sinni þegar hann var handtekinn og Brynjar var með tvö komma eitt kíló. Við dómsuppkvaðningu sagði dómari að með tilliti til geðrænna vandamála mannanna, samvinnuvilja þeirra og fjarlægð frá fjölskyldu væri eðlilegt að gefa þeim vægari dóm en Brynjar er greindur með geðhvarfasýki og Helgi Heiðar þunglyndi. Dómarinn í málinu sagði mennina ekkert tengjast fyrir utan sameiginlega „glæpaforingja“ þeirra. Þá kvað dómari á um að þeir verði sendir úr landi um leið og þeir losna en hvatti þá til betrunar. „Þið eruð ungir menn núna. Þið verðið ekki svona ungir þegar þið hafið afplánað ykkar dóm.“
Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. 29. maí 2019 08:45 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30
Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. 29. maí 2019 08:45