Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2019 13:00 Murad 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva þá staðalímyndir. Hljómsveitin Hatari mun á næstu dögum gefa út lag sem var unnið með Bashar Murad, palestínskum hinsegin popplistamanni. Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Á meðan Eurovision stóð yfir í Tel Aviv var Murad einn þeirra sem stóð að Globalvision, tónlistarviðburði sem var haldið til höfuðs Eurovision og fór fram á sama tíma. Viðburðir á vegum Globalvision voru haldnir í Betlehem, Lundúnum, Haifa og Dyflinni. Bæði Hatari og Murad hafa birt þrjár myndir af Palestínska fánanum á Instagram með þeim skilaboðum að eitthvað sé í vændum.Hatari X Bashar Murad pic.twitter.com/YMZcgFdGh7 — Bashar Murad (@BasharMusic) May 20, 2019 Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði.Murad segist ekki kæra sig um að hernámið sé réttlætt á þeim grundvelli að víða sé pottur brotinn í Palestínu er varðar réttindi hinsegin fólks.„Við búum hérna og við lifum alveg af,“ segir Murad um hinsegin fólk í Palestínu og segir að vissulega séu ekki allir Palestínumenn sem sýni hinsegin fólki skilning en bætir við að öfgasinnar vaði uppi í öllum heimshlutum. „Það er samkynhneigt fólk í Palestínu – í Jerúsalem, Ramallah eins og á öðrum stöðum – við förum út og hittumst og tilheyrum samfélagi“. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Mest lesið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Menning Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Fleiri fréttir Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Sjá meira
Hljómsveitin Hatari mun á næstu dögum gefa út lag sem var unnið með Bashar Murad, palestínskum hinsegin popplistamanni. Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Á meðan Eurovision stóð yfir í Tel Aviv var Murad einn þeirra sem stóð að Globalvision, tónlistarviðburði sem var haldið til höfuðs Eurovision og fór fram á sama tíma. Viðburðir á vegum Globalvision voru haldnir í Betlehem, Lundúnum, Haifa og Dyflinni. Bæði Hatari og Murad hafa birt þrjár myndir af Palestínska fánanum á Instagram með þeim skilaboðum að eitthvað sé í vændum.Hatari X Bashar Murad pic.twitter.com/YMZcgFdGh7 — Bashar Murad (@BasharMusic) May 20, 2019 Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði.Murad segist ekki kæra sig um að hernámið sé réttlætt á þeim grundvelli að víða sé pottur brotinn í Palestínu er varðar réttindi hinsegin fólks.„Við búum hérna og við lifum alveg af,“ segir Murad um hinsegin fólk í Palestínu og segir að vissulega séu ekki allir Palestínumenn sem sýni hinsegin fólki skilning en bætir við að öfgasinnar vaði uppi í öllum heimshlutum. „Það er samkynhneigt fólk í Palestínu – í Jerúsalem, Ramallah eins og á öðrum stöðum – við förum út og hittumst og tilheyrum samfélagi“.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Mest lesið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Menning Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Fleiri fréttir Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Sjá meira
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12
Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45