Persónuvernd barna – innan heimilis og utan Steinunn Birna Magnúsdóttir skrifar 20. maí 2019 13:16 Persónuvernd og friðhelgi einkalífs eru ein mikilvægustu mannréttindi sem til eru. Á tímum stafræns veruleika þar sem persónuupplýsingar eru orðnar einn helsti gjaldmiðill samfélagsins eykst nauðsyn þess að allir, ekki síst börn og ungmenni, þekki helstu réttindi sín og skyldur. Persónuupplýsingar barna njóta í raun sérstakrar verndar, þar sem þau kunna að vera síður meðvituð um réttindi sín, áhættu og afleiðingar í tengslum við meðferð þeirra, bæði innan heimilis og utan. Persónuvernd hefur það lögbundna hlutverk að efla vitund almennings um reglur og réttindi tengd vinnslu persónuupplýsinga. Lögð hefur verið áhersla á að standa vörð um málefni barna og hefur Persónuvernd í því skyni m.a. haldið málþing fyrir öll skólastigin, gefið út tilmæli vegna samfélagsmiðlanotkunar í skólum og frístundastarfi, flutt erindi víða og fjallað um efnið í fjölmiðlum. Nú á dögunum sendi Persónuvernd bréf og fræðslubæklinga í alla grunnskóla landsins þar sem fjallað er um grunnatriði um persónuvernd barna, bæði fyrir kennara og aðra þá sem vinna með upplýsingarnar og einnig fyrir börnin og ungmennin sjálf. Í bréfinu eru skólastjórnendur hvattir til þess að kynna efnið fyrir kennurum, öðru starfsfólki og nemendum. Mikið starf hefur þegar verið unnið í vitundarvakningu um persónuvernd, en betur má ef duga skal. Við búum í síbreytilegum heimi þar sem tækninni fleygir fram á ljóshraða. Tæknin færir okkur mörg ný tækifæri en á sama tíma hefur aldrei verið mikilvægara að einstaklingurinn standi vörð um þessi mikilvægu mannréttindi sín. Stafræn fótspor barna byrja jafnvel að myndast áður en þau fæðast og netnotkun hefst sífellt fyrr á æviskeiðinu. Því er mikilvægt að fræðsla um persónuvernd og netöryggi verði hluti af daglegu lífi þeirra strax frá frumbernsku, rétt eins og umferðarreglurnar. Til að stuðla að því markmiði mun Persónuvernd halda áfram að setja málefni barna í forgang og stefnt er að því að útbúa meira fræðsluefni í því skyni.Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri yfir málefnum barna hjá Persónuvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Persónuvernd og friðhelgi einkalífs eru ein mikilvægustu mannréttindi sem til eru. Á tímum stafræns veruleika þar sem persónuupplýsingar eru orðnar einn helsti gjaldmiðill samfélagsins eykst nauðsyn þess að allir, ekki síst börn og ungmenni, þekki helstu réttindi sín og skyldur. Persónuupplýsingar barna njóta í raun sérstakrar verndar, þar sem þau kunna að vera síður meðvituð um réttindi sín, áhættu og afleiðingar í tengslum við meðferð þeirra, bæði innan heimilis og utan. Persónuvernd hefur það lögbundna hlutverk að efla vitund almennings um reglur og réttindi tengd vinnslu persónuupplýsinga. Lögð hefur verið áhersla á að standa vörð um málefni barna og hefur Persónuvernd í því skyni m.a. haldið málþing fyrir öll skólastigin, gefið út tilmæli vegna samfélagsmiðlanotkunar í skólum og frístundastarfi, flutt erindi víða og fjallað um efnið í fjölmiðlum. Nú á dögunum sendi Persónuvernd bréf og fræðslubæklinga í alla grunnskóla landsins þar sem fjallað er um grunnatriði um persónuvernd barna, bæði fyrir kennara og aðra þá sem vinna með upplýsingarnar og einnig fyrir börnin og ungmennin sjálf. Í bréfinu eru skólastjórnendur hvattir til þess að kynna efnið fyrir kennurum, öðru starfsfólki og nemendum. Mikið starf hefur þegar verið unnið í vitundarvakningu um persónuvernd, en betur má ef duga skal. Við búum í síbreytilegum heimi þar sem tækninni fleygir fram á ljóshraða. Tæknin færir okkur mörg ný tækifæri en á sama tíma hefur aldrei verið mikilvægara að einstaklingurinn standi vörð um þessi mikilvægu mannréttindi sín. Stafræn fótspor barna byrja jafnvel að myndast áður en þau fæðast og netnotkun hefst sífellt fyrr á æviskeiðinu. Því er mikilvægt að fræðsla um persónuvernd og netöryggi verði hluti af daglegu lífi þeirra strax frá frumbernsku, rétt eins og umferðarreglurnar. Til að stuðla að því markmiði mun Persónuvernd halda áfram að setja málefni barna í forgang og stefnt er að því að útbúa meira fræðsluefni í því skyni.Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri yfir málefnum barna hjá Persónuvernd.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun