Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 15:53 Konur klæddar eins og þernur úr sjónvarpsþáttunum Dagbók þernunnar mótmæla ströngum þungunarrofslögum í ríkisþingi Missouri í síðustu viku. AP/Christian Gooden Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld verði að tryggja aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi. Bönn við því eins og þau sem hafa verið samþykkt í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna undanfarið leiði til áhættusamra aðgerða sem geti ógnað lífi kvenna. Ríkisstjóri Alabama staðfesti ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna í síðustu viku. Þau myndu banna þungunarrof í öllum tilfellum nema þegar líf móður er í hættu. Áður hafði Georgía staðfest lög sem banna þungunarrof eftir að hjartsláttur fósturs hefur greinst. Það getur gerst strax í sjöttu viku, áður en margar konur vita að þær eru ófrískar. Þá er búist við því að ríkisstjóri Missouri staðfesti lög sem banna þungunarrof eftir áttundu viku meðgöngu í þessari viku. Fastlega er gert ráð fyrir að lögunum verði öllum skotið til Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem flutningsmenn þeirra treysta á að íhaldssamir dómarar felli úr gildi dómafordæmi sem réttur kvenna til þungunarrofs byggir á. Ravin Shamdasani, talskona mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, segir að gögn og reynslan sýni að blátt bann við þungunarrofi fækki ekki tilfellum heldur hreki konur í undirheimana þar sem lífi þeirra, heilsu og öryggi sé ógnað, að því er segir í frétt Reuters. „Við höfum miklar áhyggjur af því að nokkur bandarísk ríki hafi samþykkt lög sem takmarka verulega aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi, þar á meðal með því að gera það saknæmt bæði fyrir konurnar sjálfar og þá sem veita þungunarrof,“ segir Shamdasani. Boð og bönn af þessu tagi stuðli í eðli sínu að ójöfnuði. Þau komi frekar niður á snauðum konum en ríkum, konum úr minnihlutahópum eða öðrum jaðarhópum. „Því köllum við eftir því að Bandaríkin og öll önnur ríki tryggi að konur hafi aðgang að öruggu þungunarrofi. Að allra minnsta kosti í tilfelli nauðgana, sifjaspells og fósturgalla verður að vera öruggur aðgangur að þungunarrofi,“ segir talskonan. Lögin í Alabama veita ekki undanþágur í tilfelli nauðgana eða sifjaspells. Þá geta læknar sem framkvæma þungunarrof átt yfir höfði sér allt að 99 ár fangelsisdóm. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að bandarísk stjórnvöld verði að tryggja aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi. Bönn við því eins og þau sem hafa verið samþykkt í íhaldssömum ríkjum Bandaríkjanna undanfarið leiði til áhættusamra aðgerða sem geti ógnað lífi kvenna. Ríkisstjóri Alabama staðfesti ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna í síðustu viku. Þau myndu banna þungunarrof í öllum tilfellum nema þegar líf móður er í hættu. Áður hafði Georgía staðfest lög sem banna þungunarrof eftir að hjartsláttur fósturs hefur greinst. Það getur gerst strax í sjöttu viku, áður en margar konur vita að þær eru ófrískar. Þá er búist við því að ríkisstjóri Missouri staðfesti lög sem banna þungunarrof eftir áttundu viku meðgöngu í þessari viku. Fastlega er gert ráð fyrir að lögunum verði öllum skotið til Hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem flutningsmenn þeirra treysta á að íhaldssamir dómarar felli úr gildi dómafordæmi sem réttur kvenna til þungunarrofs byggir á. Ravin Shamdasani, talskona mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, segir að gögn og reynslan sýni að blátt bann við þungunarrofi fækki ekki tilfellum heldur hreki konur í undirheimana þar sem lífi þeirra, heilsu og öryggi sé ógnað, að því er segir í frétt Reuters. „Við höfum miklar áhyggjur af því að nokkur bandarísk ríki hafi samþykkt lög sem takmarka verulega aðgang kvenna að öruggu þungunarrofi, þar á meðal með því að gera það saknæmt bæði fyrir konurnar sjálfar og þá sem veita þungunarrof,“ segir Shamdasani. Boð og bönn af þessu tagi stuðli í eðli sínu að ójöfnuði. Þau komi frekar niður á snauðum konum en ríkum, konum úr minnihlutahópum eða öðrum jaðarhópum. „Því köllum við eftir því að Bandaríkin og öll önnur ríki tryggi að konur hafi aðgang að öruggu þungunarrofi. Að allra minnsta kosti í tilfelli nauðgana, sifjaspells og fósturgalla verður að vera öruggur aðgangur að þungunarrofi,“ segir talskonan. Lögin í Alabama veita ekki undanþágur í tilfelli nauðgana eða sifjaspells. Þá geta læknar sem framkvæma þungunarrof átt yfir höfði sér allt að 99 ár fangelsisdóm.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Ströng þungunarrofslöggjöf fer fyrir ríkisstjóra Missouri Ríkisþing Missouri í Bandaríkjunum fylgdi í gær í fótspor kollega sinna á ríkisþingi Alabama og samþykkti nýja þungunarrofslöggjöf. Lögin sem samþykkt voru í Missouri líkjast þeim sem samþykkt voru í Alabama en þó er að finna nokkurn mun milli ríkja. 18. maí 2019 10:20
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00