Tíunda hvert barn er sett á örvandi lyf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. maí 2019 19:00 Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og Ritalíni og Concerta í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum.Árið 2017 birti Landlæknir samantekt um tauga- og geðlyfjanotkun barna á Íslandi þar sem fram kom að leik- og grunnskólabörn notuðu margfalt meira af lyfjunum en jafnaldrar þeirra Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þetta eru til dæmis lyf sem gefin eru við ADHD og kvíða, þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf. Embættið hefur fylgst grannt með þróuninni og tekið saman tölur um lyfjanotkun barna að nýju. Þar sést að dregið hefur úr lyfjanotkun barna á leikskólaaldri. „Það eru færri börn sem fá þessi lyf og það eru minni skammtar,“ segir Ólafur B Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Notkun hjá yngsta hópnum sé nú orðin sambærileg því sem tíðkast hjá jafnöldrum þeirra á Norðurlöndunum. „En við sjáum enn þá aukningu hjá eldri börnum frá 10 til 14 ára og þá sérstaklega í örvandi lyfjum og eins líka svefnlyfjum,“ segir Ólafur. Þetta er rúmlega fjórtán prósent aukning í ávísunum örvandi lyfja frá 2016. „Það eru um það bil 2400 börn á þessum aldri árið 2018 sem fengu ávísað örvandi lyjfum við ADHD,“ segir Ólafur. Til samanburðar voru börnin 2030 árið 2016. Þetta þýðir að ellefu prósent barna á aldrinum 10 til14 ára fái örvandi lyf á borð við Rítalín og Concerta. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er ávísað af örvandi lyfjunum, fá 3,9 prósent barna á þessum aldri lyfin. Ólafur segir að á sama tíma og notkun eykst hér á landi hafi hún lítið breyst í Svíþjóð. Embættið reyni að vekja athygli á þróuninni. „í frétt sem við vorum með fyrir tveimur árum var vakin athygli hjá læknum sem sinna þeim yngstu,“ segir Ólafur. Þá er 20,2 prósent aukning í fjölda 10-14 ára barna sem fengu ávísað. Árið 2016 fengu 532 börn á þessum aldri svefnlyf ávísað en þau voru 670 í fyrra. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og Ritalíni og Concerta í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum.Árið 2017 birti Landlæknir samantekt um tauga- og geðlyfjanotkun barna á Íslandi þar sem fram kom að leik- og grunnskólabörn notuðu margfalt meira af lyfjunum en jafnaldrar þeirra Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þetta eru til dæmis lyf sem gefin eru við ADHD og kvíða, þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf. Embættið hefur fylgst grannt með þróuninni og tekið saman tölur um lyfjanotkun barna að nýju. Þar sést að dregið hefur úr lyfjanotkun barna á leikskólaaldri. „Það eru færri börn sem fá þessi lyf og það eru minni skammtar,“ segir Ólafur B Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Notkun hjá yngsta hópnum sé nú orðin sambærileg því sem tíðkast hjá jafnöldrum þeirra á Norðurlöndunum. „En við sjáum enn þá aukningu hjá eldri börnum frá 10 til 14 ára og þá sérstaklega í örvandi lyfjum og eins líka svefnlyfjum,“ segir Ólafur. Þetta er rúmlega fjórtán prósent aukning í ávísunum örvandi lyfja frá 2016. „Það eru um það bil 2400 börn á þessum aldri árið 2018 sem fengu ávísað örvandi lyjfum við ADHD,“ segir Ólafur. Til samanburðar voru börnin 2030 árið 2016. Þetta þýðir að ellefu prósent barna á aldrinum 10 til14 ára fái örvandi lyf á borð við Rítalín og Concerta. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er ávísað af örvandi lyfjunum, fá 3,9 prósent barna á þessum aldri lyfin. Ólafur segir að á sama tíma og notkun eykst hér á landi hafi hún lítið breyst í Svíþjóð. Embættið reyni að vekja athygli á þróuninni. „í frétt sem við vorum með fyrir tveimur árum var vakin athygli hjá læknum sem sinna þeim yngstu,“ segir Ólafur. Þá er 20,2 prósent aukning í fjölda 10-14 ára barna sem fengu ávísað. Árið 2016 fengu 532 börn á þessum aldri svefnlyf ávísað en þau voru 670 í fyrra.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira