Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. maí 2019 21:30 Á vettvangi glæpsins. Getty/Ian Stringer Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. Það er tiltölulega ný þróun að mótmælendur noti mjólkurhristinga til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Oftar en ekki hefur egg orðið fyrir valinu og hefur því vopni verið beitt á stjórnmálamenn á báðum vængjum stjórnmálanna, líkt og Ed Milliband, Fraser Anning og Árni Þór Sigurðsson geta borið vitni um. Í Bretlandi hefur mjólkurhristingurinn hins vegar orðið vopnið sem mótmælendur velja til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Beinist reiðin einkum að stjórnmálamönnum sem staðsett hafa sig yst á hægri vænt stjórnmálanna í Bretlandi, en flokkum sem þar halda sig hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Nýjasta dæmið er Brexit-flokkur Farage, sem er talinn líklegur til að bera sigur úr býtum í kosningunum í Bretlandi til Evrópuþingsins. Farage fékk að kenna á mjólkurhristingskastinu í vikunni er hann heimsótti Newcastle við litla kátínu hans sjálfs. Farage allur útataður í banana- og saltkaramellumjólkurhristingi.Hann er ekki sá eini. Stephen Yaxley-Lennon, betur þekktur sem Tommy Robinson, fyrrverandi leiðtogi öfgahópsins English Defense League, fær reglulega að kenna á mjólkurhristingum, þar á meðal tvisvar á sama sólahringnum fyrir skemmstu.Carl Benjamin, meðlimur breska UKIP-flokksins og frambjóðandi til Evrópuþingsins, hefur einnig fengið yfir sig fjóra mjólkurhristinga. Flokksfélagi hans, Mark Meecham, virðist einnig óttast mjólkurhristingaef marka má orð hans á Twitter, fyrr í mánuðinum.„Svo það sé á hreinu, ef einhver ræðst á mig með mjólkurhristingi þá mun sá hinn sami þurfa að nota rörið til að innbyrða mat næstu mánuðina.“Raunar hafa andstæðingar þessara stjórnmálamanna, þeirra stjórnmálaafla sem þeir starfa fyrir og stjórnmálaskoðana sem þeir tala fyrir hvatt til frekari mjólkurhristingsárása undir myllumerkinu#SplashtheFash á Twitter.En af hverju mjólkurhristingur?Það er spurning sem blaðamaður New York Times reyndi að svara á dögunum.Danyaal Mahmud, sá sem fyrst kastaði mjólkurhristingi í Tommy Robinson, sagðist hafa gert það vegna þess að hann hafi mislíkað þar sem Robinson hafi verið að segja við hann. Hann hafi einfaldlega haldið á mjólkurhristingi fyrir tilviljun á því augnabliki og ákveðið að kasta honum í Robinson. Augnablikið náðist á myndband og fór það hratt um netheima.Benjamin Franks, heimspekingur við Háskólann í Glasgow, telur að ástæðan fyrir því af hverju mjólkurhristingur hafi orðið fyrir valinu sé tiltölulega einföld.„Ég held að þetta hafi náð athygli þeirra sem berjast gegn fasisma vegna þess að það er mikið af skyndibitastöðum í breskum borgum, það er auðvelt að nálgast þá og er, eða var í það minnsta, auðvelt að ganga með þá án þess að það vekji grunsemdir,“ sagði Franks í samtali við New York Times. Kevin Featherstone, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, telur þó að ástæðan sé önnur og táknrænni.„Sá sem fær þetta yfir sig lítur fáranlega út og missir hluta af áru sinni sem stjórnmálamaður. Árásarmaðurinn er að segja: Þú talar ekki fyrir mig, þú ert myrka hlið stjórnmálanna.“Líkt og fyrr segir hefur breska lögreglan ekki farið varhluta af þessu og því má búast við að hún verði á sérstöku varðbergi gagnvart mjólkurhristingum í aðdraganda kosninganna. Beiðni um að McDonalds selji ekki mjólkurhristina er Farage heimsækir Glasgow um helgina er liður í því. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Árásarmaður Farage ákærður fyrir líkamsárás Mjólkurhristingi var kastað yfir leiðtoga Brexit-flokksins í Newcastle á Englandi í gær. 21. maí 2019 10:46 Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. Það er tiltölulega ný þróun að mótmælendur noti mjólkurhristinga til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Oftar en ekki hefur egg orðið fyrir valinu og hefur því vopni verið beitt á stjórnmálamenn á báðum vængjum stjórnmálanna, líkt og Ed Milliband, Fraser Anning og Árni Þór Sigurðsson geta borið vitni um. Í Bretlandi hefur mjólkurhristingurinn hins vegar orðið vopnið sem mótmælendur velja til þess að lýsa óánægju sinni með stjórnmálamenn. Beinist reiðin einkum að stjórnmálamönnum sem staðsett hafa sig yst á hægri vænt stjórnmálanna í Bretlandi, en flokkum sem þar halda sig hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Nýjasta dæmið er Brexit-flokkur Farage, sem er talinn líklegur til að bera sigur úr býtum í kosningunum í Bretlandi til Evrópuþingsins. Farage fékk að kenna á mjólkurhristingskastinu í vikunni er hann heimsótti Newcastle við litla kátínu hans sjálfs. Farage allur útataður í banana- og saltkaramellumjólkurhristingi.Hann er ekki sá eini. Stephen Yaxley-Lennon, betur þekktur sem Tommy Robinson, fyrrverandi leiðtogi öfgahópsins English Defense League, fær reglulega að kenna á mjólkurhristingum, þar á meðal tvisvar á sama sólahringnum fyrir skemmstu.Carl Benjamin, meðlimur breska UKIP-flokksins og frambjóðandi til Evrópuþingsins, hefur einnig fengið yfir sig fjóra mjólkurhristinga. Flokksfélagi hans, Mark Meecham, virðist einnig óttast mjólkurhristingaef marka má orð hans á Twitter, fyrr í mánuðinum.„Svo það sé á hreinu, ef einhver ræðst á mig með mjólkurhristingi þá mun sá hinn sami þurfa að nota rörið til að innbyrða mat næstu mánuðina.“Raunar hafa andstæðingar þessara stjórnmálamanna, þeirra stjórnmálaafla sem þeir starfa fyrir og stjórnmálaskoðana sem þeir tala fyrir hvatt til frekari mjólkurhristingsárása undir myllumerkinu#SplashtheFash á Twitter.En af hverju mjólkurhristingur?Það er spurning sem blaðamaður New York Times reyndi að svara á dögunum.Danyaal Mahmud, sá sem fyrst kastaði mjólkurhristingi í Tommy Robinson, sagðist hafa gert það vegna þess að hann hafi mislíkað þar sem Robinson hafi verið að segja við hann. Hann hafi einfaldlega haldið á mjólkurhristingi fyrir tilviljun á því augnabliki og ákveðið að kasta honum í Robinson. Augnablikið náðist á myndband og fór það hratt um netheima.Benjamin Franks, heimspekingur við Háskólann í Glasgow, telur að ástæðan fyrir því af hverju mjólkurhristingur hafi orðið fyrir valinu sé tiltölulega einföld.„Ég held að þetta hafi náð athygli þeirra sem berjast gegn fasisma vegna þess að það er mikið af skyndibitastöðum í breskum borgum, það er auðvelt að nálgast þá og er, eða var í það minnsta, auðvelt að ganga með þá án þess að það vekji grunsemdir,“ sagði Franks í samtali við New York Times. Kevin Featherstone, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, telur þó að ástæðan sé önnur og táknrænni.„Sá sem fær þetta yfir sig lítur fáranlega út og missir hluta af áru sinni sem stjórnmálamaður. Árásarmaðurinn er að segja: Þú talar ekki fyrir mig, þú ert myrka hlið stjórnmálanna.“Líkt og fyrr segir hefur breska lögreglan ekki farið varhluta af þessu og því má búast við að hún verði á sérstöku varðbergi gagnvart mjólkurhristingum í aðdraganda kosninganna. Beiðni um að McDonalds selji ekki mjólkurhristina er Farage heimsækir Glasgow um helgina er liður í því.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Árásarmaður Farage ákærður fyrir líkamsárás Mjólkurhristingi var kastað yfir leiðtoga Brexit-flokksins í Newcastle á Englandi í gær. 21. maí 2019 10:46 Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54
Árásarmaður Farage ákærður fyrir líkamsárás Mjólkurhristingi var kastað yfir leiðtoga Brexit-flokksins í Newcastle á Englandi í gær. 21. maí 2019 10:46
Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30