Færri Wow-liðar atvinnulausir Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. maí 2019 06:00 Ein farþegaþota WOW air á Keflavíkurflugvell í mars síðastliðnum. Fréttablaðið/Ernir Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Að því er fram kemur í minnisblaði sem Vinnumálastofnun tók saman í síðustu viku að beiðni félagsmálaráðuneytisins voru það alls 780 starfsmenn WOW air sem sóttu um atvinnuleysisbætur eftir fall fyrirtækisins í lok mars. „Af þeim fengu 680 atvinnuleysisbætur greiddar fyrir aprílmánuð. Í dag eru 621 fyrrverandi starfsmaður WOW á atvinnuleysisskrá. Má áætla að mismunur þeirra sem sóttu um atvinnuleysisbætur og fengu greiddar atvinnuleysisbætur fyrir apríl liggi í þeim hópi sem fékk starf strax eða var í lánshæfu námi. Eftir stendur að 621 starfsmaður hefur enn ekki fundið starf,“ segir í minnisblaðinu. Gísli Davíð Karlsson, þjónustustjóri hjá Vinnumálastofnun, bendir á að skráning á atvinnuleysi meðal fyrrverandi starfsmanna WOW air gefi ekki fulla mynd af stöðunni eftir gjaldþrotið. „Það eru þarna kannski útlendingar sem fóru beint til síns heima og eru hugsanlega komnir með vinnu.“ Gísli segir starfsmenn Vinnumálastofnunar ekki hafa gert sér sérstaka mynd af því hvernig þróunin yrði hjá hópnum. „Það eru vísbendingar um að það sé að hægjast um í hagkerfinu en þarna eru margir einstaklingar sem standa sterkir að vígi varðandi vinnumarkaðinn – ég held að meginþorri þeirra sé með háskólamenntun. En svo er spurning með framboð af störfum við hæfi.“ Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins – félags flugmanna hjá WOW – var staddur í útlöndum í gær og baðst af þeim sökum undan viðtali um stöðuna í bili. Ekki náðist í Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Að því er fram kemur í minnisblaði sem Vinnumálastofnun tók saman í síðustu viku að beiðni félagsmálaráðuneytisins voru það alls 780 starfsmenn WOW air sem sóttu um atvinnuleysisbætur eftir fall fyrirtækisins í lok mars. „Af þeim fengu 680 atvinnuleysisbætur greiddar fyrir aprílmánuð. Í dag eru 621 fyrrverandi starfsmaður WOW á atvinnuleysisskrá. Má áætla að mismunur þeirra sem sóttu um atvinnuleysisbætur og fengu greiddar atvinnuleysisbætur fyrir apríl liggi í þeim hópi sem fékk starf strax eða var í lánshæfu námi. Eftir stendur að 621 starfsmaður hefur enn ekki fundið starf,“ segir í minnisblaðinu. Gísli Davíð Karlsson, þjónustustjóri hjá Vinnumálastofnun, bendir á að skráning á atvinnuleysi meðal fyrrverandi starfsmanna WOW air gefi ekki fulla mynd af stöðunni eftir gjaldþrotið. „Það eru þarna kannski útlendingar sem fóru beint til síns heima og eru hugsanlega komnir með vinnu.“ Gísli segir starfsmenn Vinnumálastofnunar ekki hafa gert sér sérstaka mynd af því hvernig þróunin yrði hjá hópnum. „Það eru vísbendingar um að það sé að hægjast um í hagkerfinu en þarna eru margir einstaklingar sem standa sterkir að vígi varðandi vinnumarkaðinn – ég held að meginþorri þeirra sé með háskólamenntun. En svo er spurning með framboð af störfum við hæfi.“ Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins – félags flugmanna hjá WOW – var staddur í útlöndum í gær og baðst af þeim sökum undan viðtali um stöðuna í bili. Ekki náðist í Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira