Frábært að fá þessa leiki Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. maí 2019 16:00 Benedikt Guðmundsson ræðir hér við leikmenn sína í æfingabúðum landsliðsins á dögunum. Mynd/KKÍ Körfubolti Fyrsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar hefst eftir helgi þegar Ísland hefur leik á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Þar mætir íslenska liðið Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur á fimm dögum og fær sigurvegari riðilsins gullverðlaunin að launum. Þetta eru fyrstu leikir liðsins eftir að Benedikt tók við liðinu af Ívari Ásgrímssyni fyrr í vetur. Alls voru 25 leikmenn í fyrsta æfingahóp liðsins sem hefur æft saman undanfarnar tvær vikur áður en þjálfarateymið tilkynnti tólf manna lokahóp í vikunni. Að sögn Benedikts gengu æfingarnar vel og náðist góður árangur þrátt fyrir að tíminn væri knappur. „Hingað til hefur allt gengið vel. Auðvitað þegar maður kemur nýr inn er margt sem maður vill leggja áherslu á. Við erum búin að fara vel yfir þá hluti í vörn og sókn sem við viljum leggja áherslu á í leikjum. Maður þarf að líka að vera varkár og reyna ekki að koma að of miklum upplýsingum í einu sem getur flækst fyrir.“ Aðspurður segist Benedikt hafa átt erfitt með að skera niður í tólf leikmenn fyrir Smáþjóðaleikana. „Það var erfitt að skera niður, við vildum skoða marga leikmenn, þar á meðal stelpur sem voru ekki á Íslandi í vetur. Við vildum sjá hverjar myndu henta vel inn í það sem við ætlum að gera. Þetta er búið að vera smá púsluspil að finna þá leikmenn sem henta í það sem við viljum gera. Við byrjum í raun á núlli sem nýtt þjálfarateymi og það fengu allir leikmennirnir tækifæri.“ Ísland hefur leik gegn Möltu, liði sem vann stórsigur á Íslandi síðast þegar liðin mættust á Smáþjóðaleikunum. „Við erum búin að kynna okkur Möltu vel og Svartfjallaland þekkjum við ágætlega. Hin liðin munum við skoða nánar þegar við komum út til Svartfjallalands.“ Benedikt tekur því fagnandi að fá þessa leiki sem undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í vetur. „Það er frábært að fá þessa keppnisleiki. Það hefði ekki verið gott að byrja strax á leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Við viljum prófa ákveðna leikmenn og ákveðna hluti inni á vellinum og á sama tíma lærir maður sem þjálfari inn á leikmenn sína í leikjum og þær inn á það sem við ætlumst til af þeim. Fyrir okkur í þjálfarateyminu er frábært að fá leikina á Smáþjóðaleikunum,“ segir Benedikt og bætir við: „Svartfjallaland hefur ekki alltaf sent lið til keppni en ég fagna því að þær verði með. Þær eru að fara á EM og verða erfiðar viðureignar. Auðvitað minnka líkurnar á því að við vinnum mótið en ég er ekki bara að horfa á það í hvaða sæti við lendum, ég er meira að horfa á að liðið taki framförum og komi fyrir vikið enn sterkara inn þegar undankeppni EM hefst.“ Tveir nýliðar eru í hópnum. „Þóranna er búin að vera mikið meidd í vetur en heillaði okkur upp úr skónum á æfingunum rétt eins og Sigrún. Þær hafa báðar verið mjög flottar á æfingum og það verður gaman að sjá þær þegar komið er í leikina.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Körfubolti Fyrsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar hefst eftir helgi þegar Ísland hefur leik á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Þar mætir íslenska liðið Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur á fimm dögum og fær sigurvegari riðilsins gullverðlaunin að launum. Þetta eru fyrstu leikir liðsins eftir að Benedikt tók við liðinu af Ívari Ásgrímssyni fyrr í vetur. Alls voru 25 leikmenn í fyrsta æfingahóp liðsins sem hefur æft saman undanfarnar tvær vikur áður en þjálfarateymið tilkynnti tólf manna lokahóp í vikunni. Að sögn Benedikts gengu æfingarnar vel og náðist góður árangur þrátt fyrir að tíminn væri knappur. „Hingað til hefur allt gengið vel. Auðvitað þegar maður kemur nýr inn er margt sem maður vill leggja áherslu á. Við erum búin að fara vel yfir þá hluti í vörn og sókn sem við viljum leggja áherslu á í leikjum. Maður þarf að líka að vera varkár og reyna ekki að koma að of miklum upplýsingum í einu sem getur flækst fyrir.“ Aðspurður segist Benedikt hafa átt erfitt með að skera niður í tólf leikmenn fyrir Smáþjóðaleikana. „Það var erfitt að skera niður, við vildum skoða marga leikmenn, þar á meðal stelpur sem voru ekki á Íslandi í vetur. Við vildum sjá hverjar myndu henta vel inn í það sem við ætlum að gera. Þetta er búið að vera smá púsluspil að finna þá leikmenn sem henta í það sem við viljum gera. Við byrjum í raun á núlli sem nýtt þjálfarateymi og það fengu allir leikmennirnir tækifæri.“ Ísland hefur leik gegn Möltu, liði sem vann stórsigur á Íslandi síðast þegar liðin mættust á Smáþjóðaleikunum. „Við erum búin að kynna okkur Möltu vel og Svartfjallaland þekkjum við ágætlega. Hin liðin munum við skoða nánar þegar við komum út til Svartfjallalands.“ Benedikt tekur því fagnandi að fá þessa leiki sem undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í vetur. „Það er frábært að fá þessa keppnisleiki. Það hefði ekki verið gott að byrja strax á leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Við viljum prófa ákveðna leikmenn og ákveðna hluti inni á vellinum og á sama tíma lærir maður sem þjálfari inn á leikmenn sína í leikjum og þær inn á það sem við ætlumst til af þeim. Fyrir okkur í þjálfarateyminu er frábært að fá leikina á Smáþjóðaleikunum,“ segir Benedikt og bætir við: „Svartfjallaland hefur ekki alltaf sent lið til keppni en ég fagna því að þær verði með. Þær eru að fara á EM og verða erfiðar viðureignar. Auðvitað minnka líkurnar á því að við vinnum mótið en ég er ekki bara að horfa á það í hvaða sæti við lendum, ég er meira að horfa á að liðið taki framförum og komi fyrir vikið enn sterkara inn þegar undankeppni EM hefst.“ Tveir nýliðar eru í hópnum. „Þóranna er búin að vera mikið meidd í vetur en heillaði okkur upp úr skónum á æfingunum rétt eins og Sigrún. Þær hafa báðar verið mjög flottar á æfingum og það verður gaman að sjá þær þegar komið er í leikina.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira