Aðeins níu prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja halda Bale Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 23:30 Gareth Bale kyssir Meistaradeildarbikairnn fyrir ári síðan.Margt hefur breyst síðan þá. Getty/Helios de la Rubia Það er ekki bara þjálfarinn Zinedine Zidane sem vill ekkert með Gareth Bale hafa á næstu leiktíð Real Madrid liðsins. Stuðningsmenn félagsins hafa líka látið sína skoðun í ljós. Það er búist við miklum breytingum á leikmannahópi Real Madrid í sumar eftir skelfilegt tímabil þar sem liðið fór í gegnum þrjá þjálfara og var hvergi nálægt því að vinna titil. Spænska íþróttablaðið AS gerði því könnun á því hvaða leikmönnum stuðningsmenn Real Madrid vilja halda og hvaða leikmenn þeir vilja losna við. Mikil þátttaka var í þessari skoðanakönnun en alls fékk AS fimm milljónir atkvæða í henni.Five million Real Madrid fans have voted on which players should stay and go this season... 24th - Gareth Bale (9% approval) 17th - Toni Kroos (36% approval) 10th - Thibaut Courtois (65% approval) ? 1st - Dani Carvajal (92% approval)#RMCFhttps://t.co/2PdXAjtnaZ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 21, 2019Þetta var erfitt tímabil fyrir menn eins og Gareth Bale, Marcelo, Isco og Mariano Diaz. Þeir koma líka illa út úr þessari skoðunarkönnun en enginn þó verr en sá velski. Aðeins níu prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja halda Gareth Bale og skipar hann 24. og síðasta sætið á lista AS. Næsti maður fyrir ofan hann er Mariano Diaz en hann fékk þó 24 prósent stuðning. Allir hjá Real Madrid tala um að Gareth Bale verði að fara en hann á enn eftir þrjú ár eftir af samningi sínum og það eru fá félög sem geta borgað eins há laun eins og hann fær frá spæsnska stórliðinu. Dani Carvajal er vinsælastur en hann fékk 92 prósent stuðning og þá var brasilíska undrabarnið Vinicius Junior með 89 prósent stuðning. Fyrirliðinn Sergio Ramos er ekki alveg óumdeildur því hann fékk „bara“ 84 prósent stuðning. Keylor Navas (76%) fékk líka mun meiri stuðning en Thibaut Courtois (65%) en belgíski markvörðurinn átti mjög erfitt fyrsta tímabil hjá Real Madrid eftir að hafa verið keyptur sem einn af bestu markvörðum heims.Hér fyrir neðan má sjá allan listann: 1. Dani Carvajal - 92% 2. Vinicius Junior - 89% 3. Sergio Ramos - 84% 4. Brahim Diaz - 83% 5. Alvaro Odriozola - 82% 6. Sergio Reguilon - 81% 7. Keylor Navas - 76% 8. Raphael Varane - 75% 9. Karim Benzema - 72% 10. Thibaut Courtois - 65% 11. Luka Modric - 63% 12. Nacho Fernandez - 60% 13. Casemiro - 59% 14. Fede Valverde - 59% 15. Marcos Llorente - 59% 16. Lucas Vazquez - 52% 17. Toni Kroos - 36% 18. Jesus Vallejo - 36% 19. Marcelo - 33% 20. Isco - 31% 21. Dani Ceballos - 30% 22. Luca Zidane - 28% 23. Mariano Diaz - 24% 24. Gareth Bale - 9% Spænski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
Það er ekki bara þjálfarinn Zinedine Zidane sem vill ekkert með Gareth Bale hafa á næstu leiktíð Real Madrid liðsins. Stuðningsmenn félagsins hafa líka látið sína skoðun í ljós. Það er búist við miklum breytingum á leikmannahópi Real Madrid í sumar eftir skelfilegt tímabil þar sem liðið fór í gegnum þrjá þjálfara og var hvergi nálægt því að vinna titil. Spænska íþróttablaðið AS gerði því könnun á því hvaða leikmönnum stuðningsmenn Real Madrid vilja halda og hvaða leikmenn þeir vilja losna við. Mikil þátttaka var í þessari skoðanakönnun en alls fékk AS fimm milljónir atkvæða í henni.Five million Real Madrid fans have voted on which players should stay and go this season... 24th - Gareth Bale (9% approval) 17th - Toni Kroos (36% approval) 10th - Thibaut Courtois (65% approval) ? 1st - Dani Carvajal (92% approval)#RMCFhttps://t.co/2PdXAjtnaZ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 21, 2019Þetta var erfitt tímabil fyrir menn eins og Gareth Bale, Marcelo, Isco og Mariano Diaz. Þeir koma líka illa út úr þessari skoðunarkönnun en enginn þó verr en sá velski. Aðeins níu prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja halda Gareth Bale og skipar hann 24. og síðasta sætið á lista AS. Næsti maður fyrir ofan hann er Mariano Diaz en hann fékk þó 24 prósent stuðning. Allir hjá Real Madrid tala um að Gareth Bale verði að fara en hann á enn eftir þrjú ár eftir af samningi sínum og það eru fá félög sem geta borgað eins há laun eins og hann fær frá spæsnska stórliðinu. Dani Carvajal er vinsælastur en hann fékk 92 prósent stuðning og þá var brasilíska undrabarnið Vinicius Junior með 89 prósent stuðning. Fyrirliðinn Sergio Ramos er ekki alveg óumdeildur því hann fékk „bara“ 84 prósent stuðning. Keylor Navas (76%) fékk líka mun meiri stuðning en Thibaut Courtois (65%) en belgíski markvörðurinn átti mjög erfitt fyrsta tímabil hjá Real Madrid eftir að hafa verið keyptur sem einn af bestu markvörðum heims.Hér fyrir neðan má sjá allan listann: 1. Dani Carvajal - 92% 2. Vinicius Junior - 89% 3. Sergio Ramos - 84% 4. Brahim Diaz - 83% 5. Alvaro Odriozola - 82% 6. Sergio Reguilon - 81% 7. Keylor Navas - 76% 8. Raphael Varane - 75% 9. Karim Benzema - 72% 10. Thibaut Courtois - 65% 11. Luka Modric - 63% 12. Nacho Fernandez - 60% 13. Casemiro - 59% 14. Fede Valverde - 59% 15. Marcos Llorente - 59% 16. Lucas Vazquez - 52% 17. Toni Kroos - 36% 18. Jesus Vallejo - 36% 19. Marcelo - 33% 20. Isco - 31% 21. Dani Ceballos - 30% 22. Luca Zidane - 28% 23. Mariano Diaz - 24% 24. Gareth Bale - 9%
Spænski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn