Aðeins níu prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja halda Bale Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 23:30 Gareth Bale kyssir Meistaradeildarbikairnn fyrir ári síðan.Margt hefur breyst síðan þá. Getty/Helios de la Rubia Það er ekki bara þjálfarinn Zinedine Zidane sem vill ekkert með Gareth Bale hafa á næstu leiktíð Real Madrid liðsins. Stuðningsmenn félagsins hafa líka látið sína skoðun í ljós. Það er búist við miklum breytingum á leikmannahópi Real Madrid í sumar eftir skelfilegt tímabil þar sem liðið fór í gegnum þrjá þjálfara og var hvergi nálægt því að vinna titil. Spænska íþróttablaðið AS gerði því könnun á því hvaða leikmönnum stuðningsmenn Real Madrid vilja halda og hvaða leikmenn þeir vilja losna við. Mikil þátttaka var í þessari skoðanakönnun en alls fékk AS fimm milljónir atkvæða í henni.Five million Real Madrid fans have voted on which players should stay and go this season... 24th - Gareth Bale (9% approval) 17th - Toni Kroos (36% approval) 10th - Thibaut Courtois (65% approval) ? 1st - Dani Carvajal (92% approval)#RMCFhttps://t.co/2PdXAjtnaZ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 21, 2019Þetta var erfitt tímabil fyrir menn eins og Gareth Bale, Marcelo, Isco og Mariano Diaz. Þeir koma líka illa út úr þessari skoðunarkönnun en enginn þó verr en sá velski. Aðeins níu prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja halda Gareth Bale og skipar hann 24. og síðasta sætið á lista AS. Næsti maður fyrir ofan hann er Mariano Diaz en hann fékk þó 24 prósent stuðning. Allir hjá Real Madrid tala um að Gareth Bale verði að fara en hann á enn eftir þrjú ár eftir af samningi sínum og það eru fá félög sem geta borgað eins há laun eins og hann fær frá spæsnska stórliðinu. Dani Carvajal er vinsælastur en hann fékk 92 prósent stuðning og þá var brasilíska undrabarnið Vinicius Junior með 89 prósent stuðning. Fyrirliðinn Sergio Ramos er ekki alveg óumdeildur því hann fékk „bara“ 84 prósent stuðning. Keylor Navas (76%) fékk líka mun meiri stuðning en Thibaut Courtois (65%) en belgíski markvörðurinn átti mjög erfitt fyrsta tímabil hjá Real Madrid eftir að hafa verið keyptur sem einn af bestu markvörðum heims.Hér fyrir neðan má sjá allan listann: 1. Dani Carvajal - 92% 2. Vinicius Junior - 89% 3. Sergio Ramos - 84% 4. Brahim Diaz - 83% 5. Alvaro Odriozola - 82% 6. Sergio Reguilon - 81% 7. Keylor Navas - 76% 8. Raphael Varane - 75% 9. Karim Benzema - 72% 10. Thibaut Courtois - 65% 11. Luka Modric - 63% 12. Nacho Fernandez - 60% 13. Casemiro - 59% 14. Fede Valverde - 59% 15. Marcos Llorente - 59% 16. Lucas Vazquez - 52% 17. Toni Kroos - 36% 18. Jesus Vallejo - 36% 19. Marcelo - 33% 20. Isco - 31% 21. Dani Ceballos - 30% 22. Luca Zidane - 28% 23. Mariano Diaz - 24% 24. Gareth Bale - 9% Spænski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira
Það er ekki bara þjálfarinn Zinedine Zidane sem vill ekkert með Gareth Bale hafa á næstu leiktíð Real Madrid liðsins. Stuðningsmenn félagsins hafa líka látið sína skoðun í ljós. Það er búist við miklum breytingum á leikmannahópi Real Madrid í sumar eftir skelfilegt tímabil þar sem liðið fór í gegnum þrjá þjálfara og var hvergi nálægt því að vinna titil. Spænska íþróttablaðið AS gerði því könnun á því hvaða leikmönnum stuðningsmenn Real Madrid vilja halda og hvaða leikmenn þeir vilja losna við. Mikil þátttaka var í þessari skoðanakönnun en alls fékk AS fimm milljónir atkvæða í henni.Five million Real Madrid fans have voted on which players should stay and go this season... 24th - Gareth Bale (9% approval) 17th - Toni Kroos (36% approval) 10th - Thibaut Courtois (65% approval) ? 1st - Dani Carvajal (92% approval)#RMCFhttps://t.co/2PdXAjtnaZ — GiveMeSport Football (@GMS__Football) May 21, 2019Þetta var erfitt tímabil fyrir menn eins og Gareth Bale, Marcelo, Isco og Mariano Diaz. Þeir koma líka illa út úr þessari skoðunarkönnun en enginn þó verr en sá velski. Aðeins níu prósent stuðningsmanna Real Madrid vilja halda Gareth Bale og skipar hann 24. og síðasta sætið á lista AS. Næsti maður fyrir ofan hann er Mariano Diaz en hann fékk þó 24 prósent stuðning. Allir hjá Real Madrid tala um að Gareth Bale verði að fara en hann á enn eftir þrjú ár eftir af samningi sínum og það eru fá félög sem geta borgað eins há laun eins og hann fær frá spæsnska stórliðinu. Dani Carvajal er vinsælastur en hann fékk 92 prósent stuðning og þá var brasilíska undrabarnið Vinicius Junior með 89 prósent stuðning. Fyrirliðinn Sergio Ramos er ekki alveg óumdeildur því hann fékk „bara“ 84 prósent stuðning. Keylor Navas (76%) fékk líka mun meiri stuðning en Thibaut Courtois (65%) en belgíski markvörðurinn átti mjög erfitt fyrsta tímabil hjá Real Madrid eftir að hafa verið keyptur sem einn af bestu markvörðum heims.Hér fyrir neðan má sjá allan listann: 1. Dani Carvajal - 92% 2. Vinicius Junior - 89% 3. Sergio Ramos - 84% 4. Brahim Diaz - 83% 5. Alvaro Odriozola - 82% 6. Sergio Reguilon - 81% 7. Keylor Navas - 76% 8. Raphael Varane - 75% 9. Karim Benzema - 72% 10. Thibaut Courtois - 65% 11. Luka Modric - 63% 12. Nacho Fernandez - 60% 13. Casemiro - 59% 14. Fede Valverde - 59% 15. Marcos Llorente - 59% 16. Lucas Vazquez - 52% 17. Toni Kroos - 36% 18. Jesus Vallejo - 36% 19. Marcelo - 33% 20. Isco - 31% 21. Dani Ceballos - 30% 22. Luca Zidane - 28% 23. Mariano Diaz - 24% 24. Gareth Bale - 9%
Spænski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Sjá meira