Segja öfga hægri hópa dreifa hatri til milljóna Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2019 08:00 Jordan Bardella, frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar í Evrópuþingskosningunum, og Marine Le Pen, leiðtogi flokksins, sem er einn þekktasti hægri öfga flokkur í Evrópu. vísir/getty Aktívistasamtökin Avaaz segja öfga hægri hópa hafa dreift falsfréttum og hatursorðræðu til milljóna Evrópubúa á Facebook í aðdraganda Evrópuþingskosninganna sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Facebook hefur lokað fyrir slíkar síður á samfélagsmiðlinum í aðdraganda kosninganna en að sögn Avaaz voru síðurnar með um sex milljónir fylgjenda. Þá er Facebook að skoða hundruð annarra síðna á miðlinum sem eru með allt að 26 milljónir fylgjenda. Í umfjöllun um málið á vef Guardian segir að Avaaz hafi tilkynnt meira en 500 hópa eða síður til Facebook sem settar hafa verið upp víðs vegar um Evrópu, meðal annars í Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi, Spáni, Þýskalandi og Póllandi.Mun vinsælli en opinberar síður flokkanna Flestar síðurnar dreifa falsfréttum eða nota nafnlausa notendur til þess að dreifa því sem deilt hefur verið á síðunum en slíkt gengur gegn reglum Facebook að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Síður sem þessar eru mun vinsælli og ná til stærri hóps en opinberar síður öfga hægri flokka og frambjóðenda þeirra en að sögn Avaaz hafa síðurnar sem teknar hafa verið niður verið skoðað 500 milljón sinnum. „Facebook-notendur hafa mikið verið að skoða þessar síður. Það skiptir ekki máli hvað þú ert með marga fylgjendur ef þú nærð ekki til neinna. Síðurnar hafa verið skoðaðar 500 milljón sinnum sem er hærri tala en kjósendur á kjörskrá í Evrópuþingskosningunum,“ segir Christoph Scott hjá Avaaz.Áróður fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni Á meðal þess sem hóparnir hafa dreift á Facebook í aðdraganda kosninganna er áróður á frönskum síðum fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni á þýskum síðum. Scott segir að Facebook hafi brugðist vel við þegar þeim var bent á síðurnar af Avaaz en segir að fyrirtækið þurfi að gera betur í því að uppræta síðurnar sjálft. „Þeir ættu að gera þetta sjálfir. Við erum um 30 sem erum að vinna í þessu en Facebook er með yfir 30 þúsund starfsmenn í öryggisteymi sínu,“ segir Scott. Evrópusambandið Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Aktívistasamtökin Avaaz segja öfga hægri hópa hafa dreift falsfréttum og hatursorðræðu til milljóna Evrópubúa á Facebook í aðdraganda Evrópuþingskosninganna sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Facebook hefur lokað fyrir slíkar síður á samfélagsmiðlinum í aðdraganda kosninganna en að sögn Avaaz voru síðurnar með um sex milljónir fylgjenda. Þá er Facebook að skoða hundruð annarra síðna á miðlinum sem eru með allt að 26 milljónir fylgjenda. Í umfjöllun um málið á vef Guardian segir að Avaaz hafi tilkynnt meira en 500 hópa eða síður til Facebook sem settar hafa verið upp víðs vegar um Evrópu, meðal annars í Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi, Spáni, Þýskalandi og Póllandi.Mun vinsælli en opinberar síður flokkanna Flestar síðurnar dreifa falsfréttum eða nota nafnlausa notendur til þess að dreifa því sem deilt hefur verið á síðunum en slíkt gengur gegn reglum Facebook að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Síður sem þessar eru mun vinsælli og ná til stærri hóps en opinberar síður öfga hægri flokka og frambjóðenda þeirra en að sögn Avaaz hafa síðurnar sem teknar hafa verið niður verið skoðað 500 milljón sinnum. „Facebook-notendur hafa mikið verið að skoða þessar síður. Það skiptir ekki máli hvað þú ert með marga fylgjendur ef þú nærð ekki til neinna. Síðurnar hafa verið skoðaðar 500 milljón sinnum sem er hærri tala en kjósendur á kjörskrá í Evrópuþingskosningunum,“ segir Christoph Scott hjá Avaaz.Áróður fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni Á meðal þess sem hóparnir hafa dreift á Facebook í aðdraganda kosninganna er áróður á frönskum síðum fyrir hvítri þjóðernishyggju og afneitun á helförinni á þýskum síðum. Scott segir að Facebook hafi brugðist vel við þegar þeim var bent á síðurnar af Avaaz en segir að fyrirtækið þurfi að gera betur í því að uppræta síðurnar sjálft. „Þeir ættu að gera þetta sjálfir. Við erum um 30 sem erum að vinna í þessu en Facebook er með yfir 30 þúsund starfsmenn í öryggisteymi sínu,“ segir Scott.
Evrópusambandið Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira