Mestu breytingar á leigubílaakstri í áratugi Sighvatur Jónsson skrifar 22. maí 2019 14:30 Frumvarp til nýrra laga um leigubifreiðar var birt í samráðsgátt stjórnvalda síðastliðinn föstudag. Í nýju frumvarpi um akstur leigubíla er lagt til að svokölluð takmörkunarsvæði verði afnumin og fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa sömuleiðis. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama segir leigubílstjóra ósátta við breytingarnar sem frumvarpið felur í sér, þær séu þær mestu í áratugi. Meðal annars er lagt til að takmörkunarsvæði verði afnumin þannig að leigubílstjórar geti starfað á hvaða svæði sem er. Þá er lagt til að fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa verði afnumdar sem og skylda leigubifreiða til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, segir að verið sé að opna löggjöfina í takti við breytingar í nágrannalöndunum. Hann segir leigubílstjóra ósátta við tillögurnar sem gangi ekki upp á svo smáum markaði sem Ísland sé. „Það eru nokkur atriði sem við gerum athugasemd við. Í fyrsta lagi ótakmarkaður aðgangur að stéttinni sem endar yfirleitt þannig að það hækkar verð, þjónusta versnar og það verður ekki nokkur leið að lifa af þessu,“ segir Páll. Páll kveðst ekki sjá tækifæri í því að leigubílstjórar geti nýtt leyfi sín á fleiri svæðum og í fleiri sveitarfélögum en áður. Hann óttast að of margir bílstjórar verði þá um hituna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem dæmi. Bílstjórar gagnrýni einnig afnám svokallaðra vinnuskyldu sem kveður á um að leigubílstjórar vinni við fagið í minnst 40 klukkustundir á viku. „Það þýðir það að menn geta fengið leyfi og farið að keyra í tvo til þrjá tíma, unnið fulla vinnu og keyrt leigubíl með. Ég get hins vegar ekki ímyndað mér að þetta fari svona í gegn því þetta er illa ígrundað,“ segir Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama. Kjaramál Leigubílar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Í nýju frumvarpi um akstur leigubíla er lagt til að svokölluð takmörkunarsvæði verði afnumin og fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa sömuleiðis. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama segir leigubílstjóra ósátta við breytingarnar sem frumvarpið felur í sér, þær séu þær mestu í áratugi. Meðal annars er lagt til að takmörkunarsvæði verði afnumin þannig að leigubílstjórar geti starfað á hvaða svæði sem er. Þá er lagt til að fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa verði afnumdar sem og skylda leigubifreiða til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð. Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, segir að verið sé að opna löggjöfina í takti við breytingar í nágrannalöndunum. Hann segir leigubílstjóra ósátta við tillögurnar sem gangi ekki upp á svo smáum markaði sem Ísland sé. „Það eru nokkur atriði sem við gerum athugasemd við. Í fyrsta lagi ótakmarkaður aðgangur að stéttinni sem endar yfirleitt þannig að það hækkar verð, þjónusta versnar og það verður ekki nokkur leið að lifa af þessu,“ segir Páll. Páll kveðst ekki sjá tækifæri í því að leigubílstjórar geti nýtt leyfi sín á fleiri svæðum og í fleiri sveitarfélögum en áður. Hann óttast að of margir bílstjórar verði þá um hituna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sem dæmi. Bílstjórar gagnrýni einnig afnám svokallaðra vinnuskyldu sem kveður á um að leigubílstjórar vinni við fagið í minnst 40 klukkustundir á viku. „Það þýðir það að menn geta fengið leyfi og farið að keyra í tvo til þrjá tíma, unnið fulla vinnu og keyrt leigubíl með. Ég get hins vegar ekki ímyndað mér að þetta fari svona í gegn því þetta er illa ígrundað,“ segir Páll Valdimarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama.
Kjaramál Leigubílar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira