Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. maí 2019 16:05 Þau sextán sem skipuð voru dómarar við Landsrétt sumarið 2017. Dómsmálaráðuneytið Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, er á meðal átta umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt. Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, lagði til að skipuð yrðu dómarar þvert á niðurstöðu hæfisnefndar. Meðal annarra umsækjenda eru þrír þeirra fjögurra sem Sigríður skipti út af lista hæfisnefndarinnar. Héraðsdómararnir Ástráður Haraldsson og Jón Höskuldsson auk Eiríks Jónssonar prófessors. Friðrik Ólafsson varaþingmaður, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Jónas Jóhannsson lögmaður sækja jafnframt um. Listi yfir umsækjendur var birtur á vefsíðu dómstólaráðuneytisins í dag. Staðan er laus þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað á dögunum að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Þá vekur einnig athygli að þrjú af þeim fjórum sem Sigríður Á. Andersen tók af lista hæfnisnefndar, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér, eru á meðal umsækjenda. Réttaróvissa og svimandi kostnaður Ekki ætti að þurfa að rekja þá sögu alla en málið varð afar umdeilt og reyndi mjög á ríkisstjórnarsamstarfið. Þung orð hafa verið látin falla um afleiðingarnar meðal annars þau að fullkomin réttaróvissa væri ríkjandi á Íslandi í kjölfar alls þessa og stjórnskipuleg krísa. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði.FBL/Ernir Þá liggur ekki fyrir hversu mikið málið mun kosta ríkissjóð á endanum ef allt er talið; vegna óvissu réttmæti dómara sem Landsréttur hefur dæmt í, skaðabótakröfu þeirra sem töldu sig hlunnfarna og þeirra Landsréttardómara sem hafa mátt sitja aðgerðarlausir á fullum launum.Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar. Ásmundur og Ragnheiður hafa ekki dæmt í málum í Landsrétti síðan Mannréttindadómstóllinn felldi dóm sinn í mars. Má ætla að þau sæki um vegna óvissunnar um stöðu þeirra við dóminn. Hrókeringar Sigríðar á lista En, það var svo Alþingi sem samþykkti tillögu Sigríðar um sextán dómara við Landsrétt eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, er á meðal átta umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt. Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, lagði til að skipuð yrðu dómarar þvert á niðurstöðu hæfisnefndar. Meðal annarra umsækjenda eru þrír þeirra fjögurra sem Sigríður skipti út af lista hæfisnefndarinnar. Héraðsdómararnir Ástráður Haraldsson og Jón Höskuldsson auk Eiríks Jónssonar prófessors. Friðrik Ólafsson varaþingmaður, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Jónas Jóhannsson lögmaður sækja jafnframt um. Listi yfir umsækjendur var birtur á vefsíðu dómstólaráðuneytisins í dag. Staðan er laus þar sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað á dögunum að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Þá vekur einnig athygli að þrjú af þeim fjórum sem Sigríður Á. Andersen tók af lista hæfnisnefndar, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér, eru á meðal umsækjenda. Réttaróvissa og svimandi kostnaður Ekki ætti að þurfa að rekja þá sögu alla en málið varð afar umdeilt og reyndi mjög á ríkisstjórnarsamstarfið. Þung orð hafa verið látin falla um afleiðingarnar meðal annars þau að fullkomin réttaróvissa væri ríkjandi á Íslandi í kjölfar alls þessa og stjórnskipuleg krísa. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði.FBL/Ernir Þá liggur ekki fyrir hversu mikið málið mun kosta ríkissjóð á endanum ef allt er talið; vegna óvissu réttmæti dómara sem Landsréttur hefur dæmt í, skaðabótakröfu þeirra sem töldu sig hlunnfarna og þeirra Landsréttardómara sem hafa mátt sitja aðgerðarlausir á fullum launum.Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar. Ásmundur og Ragnheiður hafa ekki dæmt í málum í Landsrétti síðan Mannréttindadómstóllinn felldi dóm sinn í mars. Má ætla að þau sæki um vegna óvissunnar um stöðu þeirra við dóminn. Hrókeringar Sigríðar á lista En, það var svo Alþingi sem samþykkti tillögu Sigríðar um sextán dómara við Landsrétt eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira