Innlent

Þristarnir fresta för til morguns

Kristján Már Unnarsson skrifar
Þessi þristur flaug frá Reykjavík í morgun til Bretlandseyja.
Þessi þristur flaug frá Reykjavík í morgun til Bretlandseyja. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Þristarnir sex, sem búist var við til Íslands í kvöld, eru enn að tefjast vegna ísingarhættu á flugleiðinni milli Labrador og Grænlands. Þannig seinkaði brottför fimm þrista það mikið frá Goose Bay til Grænlands í morgun að orðið var tæpt að þeir myndu ná til Reykjavíkur í kvöld.

Ákváðu áhafnir þeirra nú síðdegis að fresta fluginu til Íslands en gista þess í stað á Grænlandi í nótt. Þrjár vélanna eru í Narsarsuaq og tvær í Kangerlussuaq en stefnt er að brottför til Reykjavíkur í fyrramálið, samkvæmt upplýsingum Stefáns Smára Kristinssonar hjá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna hérlendis. 

Standist sú tímasetning, að vélarnar komist frá Grænlandi í fyrramálið, gætu þær farið á birtast í Reykjavík um miðjan dag á morgun. Vegna seinkana, sem þegar eru orðnar á leiðangrinum, er talið líklegt að áhafnir einhverra þeirra vilji strax halda áfram för til Bretlands að lokinni eldsneytisstöku og því verði aðeins stutt stopp í Reykjavík. 

Af þeim fjórtán þristum, sem búist var við til Íslands, eru átta ókomnir. Líklegt þykir að þeir síðustu verði á ferð um helgina.


Tengdar fréttir

Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur

Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×