Bára braut persónuverndarlög og þarf að eyða upptökunum af Klaustri Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 19:46 Bára Halldórsdóttir hefur hafnað öllum ásökunum Miðflokksmanna um leynimakk. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir braut persónuverndarlög þegar hún tók upp samtal þingmanna á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt.Viljinn greinir frá þessu í kvöld. Í frétt Viljans segir jafnframt að Báru hafi verið gert skylt að eyða upptökunum af barnum umrætt kvöld og senda Persónuvernd staðfestingu á að svo hafi verið gert eigi síðar en 5. júní næstkomandi. Samkvæmt frétt RÚV um málið verður úrskurðurinn ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en á morgun að beiðni lögmanns þingmanna Miðflokksins sem ræddu saman á Klaustri þann 20. nóvember, þeirra Sigmundar Davíð Gunnlaugsson, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Gunnars Braga Sveinssonar. Persónuvernd hefur haft Klaustursmálið á sínu borði síðan í desember í fyrra. Þá varð bið á meðferð málsins eftir að þingmenn Miðflokksins fóru með málið fyrir héraðsdóm og kröfðust þess að vitnaleiðslur færu fram í dómsal og að sönnunargagna yrði aflað. Beiðninni var hafnað og úrskurður héraðsdóms svo staðfestur í Landsrétti. Þá hafnaði Persónuvernd kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar. Ekki náðist í Reimar Pétursson, lögmann Miðflokksmanna, Báru Halldórsdóttur eða Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar. Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35 Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Bára Halldórsdóttir braut persónuverndarlög þegar hún tók upp samtal þingmanna á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag en Báru var þó ekki gert að greiða sekt.Viljinn greinir frá þessu í kvöld. Í frétt Viljans segir jafnframt að Báru hafi verið gert skylt að eyða upptökunum af barnum umrætt kvöld og senda Persónuvernd staðfestingu á að svo hafi verið gert eigi síðar en 5. júní næstkomandi. Samkvæmt frétt RÚV um málið verður úrskurðurinn ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en á morgun að beiðni lögmanns þingmanna Miðflokksins sem ræddu saman á Klaustri þann 20. nóvember, þeirra Sigmundar Davíð Gunnlaugsson, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Gunnars Braga Sveinssonar. Persónuvernd hefur haft Klaustursmálið á sínu borði síðan í desember í fyrra. Þá varð bið á meðferð málsins eftir að þingmenn Miðflokksins fóru með málið fyrir héraðsdóm og kröfðust þess að vitnaleiðslur færu fram í dómsal og að sönnunargagna yrði aflað. Beiðninni var hafnað og úrskurður héraðsdóms svo staðfestur í Landsrétti. Þá hafnaði Persónuvernd kröfu Miðflokksmanna um frekari gagnaöflun í málinu í lok apríl en þeir höfðu m.a. óskað eftir frekara efni úr eftirlitsmyndavélum umrætt kvöld á Klaustri, upplýsingum um greiðslum inn á reikning Báru og símtöl og smáskilaboð til hennar. Ekki náðist í Reimar Pétursson, lögmann Miðflokksmanna, Báru Halldórsdóttur eða Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu þessarar fréttar.
Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35 Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46 Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35
Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. 18. maí 2019 10:46
Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla. 30. apríl 2019 14:30