IV. orkupakkinn samþykktur Ari Brynjólfsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Með samþykkt ráðherraráðsins lýkur þriggja ára vegferð í átt að hreinni orkugjöfum. Fréttablaðið/stefán „Þetta snýst um að það er verið að bregðast við áskorunum á orkumörkuðum sem að tengjast markmiðum ESB að auka, og á endanum nýta eingöngu, hreina orkugjafa. Svona breytingar eru ekki gerðar nema vegna áskorana. Þetta er ekki gert af því bara,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og sérfræðingur í orkurétti. Í gær samþykkti ráðherraráð ESB síðustu fjórar gerðirnar í fjórða orkupakkanum, oft kallaður vetrarpakkinn. Búið var að samþykkja fyrstu fjögur atriðin [MOU1] , það fyrsta í maí í fyrra og þrjú í desember síðastliðnum. Með samþykkt ráðherraráðsins lýkur þriggja ára vegferð sem á að tryggja lagalega umgjörð utan um breytingar í átt að hreinni orkugjöfum. Kristín, sem er vel kunnug þriðja orkupakkanum, segir fjórða orkupakkann að mestu leyti snúast um að þörf er á að nálgast markmið ESB sem tengjast orkumálum með heildstæðum hætti. Þessi orkupakki snýr að markmiðum um innri markað með raforku og þá sérstaklega vernd neytenda, loftslagsmarkmið sem snerta meðal annars notkun hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa og markmiðum um orkuöryggi,“ segir Kristín. „Ætlunin er að stuðla að því að aðgerðir sem gripið er til til þess að ná einu markmiði vinni ekki gegn öðru. Það er verið að bregðast við áskorunum sem m.a. tengjast því að raforkumarkaðurinn er að verða samtengdari og ýmis stjórnunarleg og tæknileg vandamál sem eru því samfara.“ Aukin notkun óstöðugra orkugjafa, eins og sólar- og vindorku, fela í sér kerfisleg vandamál, auk þess sem hvatar til að auka notkun hreinna orkugjafa hafi leitt til þess að dregið hefur úr fjárfestingum í stöðugri orkugjöfum á borð við kjarnorku.Kristín Haraldsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík„Með því er dregið úr orkuöryggi. Síðast en ekki síst eru raforkumarkaðir að breytast og smærri framleiðendur og raforkunotendur hafa orðið mikilvægari leikendur á framboðshliðinni. Til þess að styðja við þessa þróun þarf að uppfæra kerfin og reglurnar.“ Fram kemur í fréttatilkynningu frá Evrópuráðinu að stefnt sé að því að 32 prósent allrar orku innan ESB komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Er það gert til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Sem dæmi um það sem fjórði orkupakkinn tæklar eru sólar- eða vindorka sem fólk framleiðir sjálft. Geta einstaklingar og fyrirtæki framleitt eigin orku. Ef til verður umframorka fer hún inn á sameiginlega dreifikerfið, og verður mælt með þartilgerðum snjallmælum. Reglugerðirnar sem snúa meðal annars að hreinum og endurnýjanlegum orkugjöfum voru samþykktar á síðasta ári, þessar sem voru samþykktar í gær voru umdeildari og snúa m.a. að stjórnskipan. „Upphaflegu tillögurnar gerðu ráð fyrir því að ACER fengi meira hlutverk en nú er gert ráð fyrir. Orkumál eru viðkvæm víðar en á Íslandi.“ Það er alls óvíst hvenær fjórði orkupakkinn kemur til kasta Alþingis. „Tíminn sem það tók að afgreiða þriðja orkupakkann hjá sameiginlegu EES-nefndinni, nærri 10 ár, var óvenjulega langur. Sérstaklega þar sem efni hans átti klárlega undir EES-samninginn,“ segir Kristín. Fjórði orkupakkinn tekur gildi 1. janúar 2020. Hafa þá aðildarríkin 18 mánuði til að innleiða hann. Í tilviki Íslands fer hann fyrst inn á borð sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þar þarf að meta hvort allt sem í honum er falli undir EES-samninginn og hvort þörf sé á að semja um aðlögun. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
„Þetta snýst um að það er verið að bregðast við áskorunum á orkumörkuðum sem að tengjast markmiðum ESB að auka, og á endanum nýta eingöngu, hreina orkugjafa. Svona breytingar eru ekki gerðar nema vegna áskorana. Þetta er ekki gert af því bara,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og sérfræðingur í orkurétti. Í gær samþykkti ráðherraráð ESB síðustu fjórar gerðirnar í fjórða orkupakkanum, oft kallaður vetrarpakkinn. Búið var að samþykkja fyrstu fjögur atriðin [MOU1] , það fyrsta í maí í fyrra og þrjú í desember síðastliðnum. Með samþykkt ráðherraráðsins lýkur þriggja ára vegferð sem á að tryggja lagalega umgjörð utan um breytingar í átt að hreinni orkugjöfum. Kristín, sem er vel kunnug þriðja orkupakkanum, segir fjórða orkupakkann að mestu leyti snúast um að þörf er á að nálgast markmið ESB sem tengjast orkumálum með heildstæðum hætti. Þessi orkupakki snýr að markmiðum um innri markað með raforku og þá sérstaklega vernd neytenda, loftslagsmarkmið sem snerta meðal annars notkun hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa og markmiðum um orkuöryggi,“ segir Kristín. „Ætlunin er að stuðla að því að aðgerðir sem gripið er til til þess að ná einu markmiði vinni ekki gegn öðru. Það er verið að bregðast við áskorunum sem m.a. tengjast því að raforkumarkaðurinn er að verða samtengdari og ýmis stjórnunarleg og tæknileg vandamál sem eru því samfara.“ Aukin notkun óstöðugra orkugjafa, eins og sólar- og vindorku, fela í sér kerfisleg vandamál, auk þess sem hvatar til að auka notkun hreinna orkugjafa hafi leitt til þess að dregið hefur úr fjárfestingum í stöðugri orkugjöfum á borð við kjarnorku.Kristín Haraldsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík„Með því er dregið úr orkuöryggi. Síðast en ekki síst eru raforkumarkaðir að breytast og smærri framleiðendur og raforkunotendur hafa orðið mikilvægari leikendur á framboðshliðinni. Til þess að styðja við þessa þróun þarf að uppfæra kerfin og reglurnar.“ Fram kemur í fréttatilkynningu frá Evrópuráðinu að stefnt sé að því að 32 prósent allrar orku innan ESB komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Er það gert til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Sem dæmi um það sem fjórði orkupakkinn tæklar eru sólar- eða vindorka sem fólk framleiðir sjálft. Geta einstaklingar og fyrirtæki framleitt eigin orku. Ef til verður umframorka fer hún inn á sameiginlega dreifikerfið, og verður mælt með þartilgerðum snjallmælum. Reglugerðirnar sem snúa meðal annars að hreinum og endurnýjanlegum orkugjöfum voru samþykktar á síðasta ári, þessar sem voru samþykktar í gær voru umdeildari og snúa m.a. að stjórnskipan. „Upphaflegu tillögurnar gerðu ráð fyrir því að ACER fengi meira hlutverk en nú er gert ráð fyrir. Orkumál eru viðkvæm víðar en á Íslandi.“ Það er alls óvíst hvenær fjórði orkupakkinn kemur til kasta Alþingis. „Tíminn sem það tók að afgreiða þriðja orkupakkann hjá sameiginlegu EES-nefndinni, nærri 10 ár, var óvenjulega langur. Sérstaklega þar sem efni hans átti klárlega undir EES-samninginn,“ segir Kristín. Fjórði orkupakkinn tekur gildi 1. janúar 2020. Hafa þá aðildarríkin 18 mánuði til að innleiða hann. Í tilviki Íslands fer hann fyrst inn á borð sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þar þarf að meta hvort allt sem í honum er falli undir EES-samninginn og hvort þörf sé á að semja um aðlögun.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira