Lífið

Deilir ást sinni á Hatara með heimsbyggðinni

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Meðlimir Hatara baðaðir sviðsljósi í Eurovision
Meðlimir Hatara baðaðir sviðsljósi í Eurovision FBL/INGÓ
 „Ég ákvað að búa til hóp þar sem aðdáendur Hatara gætu komið saman og deilt efni sín á milli, kynnt tónlist þeirra fyrir hvert öðru og hjálpað þeim að vinna Eurovision,“ segir Biljana Božovic, frá Svartfjallalandi, sem stofnaði alþjóðlegan aðdáendaklúbb Hatara á Facebook. Hún bjóst ekki við að fjöldi meðlima yrði jafn mikill og raun ber vitni, en í hópnum eru yfir þúsund manns.

Hópurinn samanstendur af fólki úr öllum áttum, á ólíkum aldri sem á það sameiginlegt að elska Hatara.



Biljana Božovic, stofnandi alþjóðlegs aðáendahóps Hatara
 „Fólkið er á öllum aldri en flestir eldri en þrjátíu. Það sýnir mér að aldur er afstæður þegar kemur að tónlist og skilaboðum Hatara.“ 

Hún segir Íslendinga eigi að vera stolta af framlagi Íslands í Eurovision og boðskapnum.

„Textarnir, krafturinn, orkan og allur and-kapítalíski boðskapurinn. Frábært!“

Aðspurð að því hvað henni fannst um það þegar Hatari sýndi palestínsk flögg á úrslitakvöldi keppninnar segir Biljana að henni hafi fundist það frábært.

„Mér fannst þau svo hugrökk.“

Biljana hafði ekki heyrt af Hatara fyrir Eurovision.

„Ég heillaðist í fyrsta sinn sem ég heyrði Hatrið mun sigra.“

Meðlimir hópsins vonuðust eftir sigri í Eurovison en segja að þrátt fyrir að Hatari hafi ekki náð toppsætinu séu þeir hinir sönnu sigurvegarar Eurovision 2019. 


Tengdar fréttir

Vonar að ferðin hafi breytt skoðun Hatara

Aðstoðarsendiherra Ísraels í Ósló telur Eurovision ekki hafa verið réttan vettvang fyrir Hatara til þess að tjá pólitískar skoðanir sínar. Hann segir sendiráðið trúa á tjáningarfrelsið og ekki eiga í vandræðum með gagnrýni Hatar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.