Hópurinn samanstendur af fólki úr öllum áttum, á ólíkum aldri sem á það sameiginlegt að elska Hatara.

Hún segir Íslendinga eigi að vera stolta af framlagi Íslands í Eurovision og boðskapnum.
„Textarnir, krafturinn, orkan og allur and-kapítalíski boðskapurinn. Frábært!“
Aðspurð að því hvað henni fannst um það þegar Hatari sýndi palestínsk flögg á úrslitakvöldi keppninnar segir Biljana að henni hafi fundist það frábært.
„Mér fannst þau svo hugrökk.“
Biljana hafði ekki heyrt af Hatara fyrir Eurovision.
„Ég heillaðist í fyrsta sinn sem ég heyrði Hatrið mun sigra.“
Meðlimir hópsins vonuðust eftir sigri í Eurovison en segja að þrátt fyrir að Hatari hafi ekki náð toppsætinu séu þeir hinir sönnu sigurvegarar Eurovision 2019.