Nær einhver að stöðva sigurgöngu heimsmeistarans í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 14:00 Michael van Gerwen og Daryl Gurney með bikarinn sem keppt verður um í kvöld. Þeir mætast í fyrri undanúrslitaviðureigninni. Mynd/PDC Úrslitin ráðast í kvöld í úrvalsdeildinni í pílu þegar undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í O2 höllinni í London. Hægt verður að fylgjast með veislunni í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Hollendingurinn og heimsmeistarinn Michael van Gerwen hefur titil að verja en hann hefur unnið úrvalsdeildina þrjú ár í röð og í fimm skipti alls.Today is the day... We can't wait for the @Unibet Premier League Play-Offs to get underway tonight! pic.twitter.com/2P0HzAHbQz — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019Mótherji Michael van Gerwen í undanúrslitunum í kvöld er aftur á móti pílari sem var með tak á heimsmeistaranum í deildarkeppninni. Norður-Írinn Daryl Gurney vann nefnilega báða innbyrðis leiki þeirra á tímabilinu. Viðureign þeirra er fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins. „Daryl spilaði mjög vel í síðustu tvö skipti sem við höfum mæst en ég hef alltaf trú á sjálfum mér,“ sagði Michael van Gerwen. „Þetta er lengra keppnisfyrirkomulag en ég verð að spila vel. Það er allt annað að spila upp í tíu og pressan verður á hans herðum,“ sagði Van Gerwen. Í undanúrslitunum þarf að vinna tíu hrinur til að komast áfram og svo þarf að vinna ellefu til að vinna úrslitaleikinn. Í allir deildarkeppninni var nóg að vinna sjö hrinur. „Það væri stórkostlegt að vinna úrvalsdeildina í fimmta sinn og úrslitakvöldið er alltaf mjög sérstakt kvöld. Við erum búnir að spila í sextán vikur og nú er þetta upp á líf eða dauða. Það er allt eða ekkert. Ég verð að passa upp á það að mæta einbeittur til leiks því þetta skiptir mig miklu máli,“ sagði Van Gerwen.Hear from reigning champion Michael van Gerwen ahead of his bid for a fifth @Unibet Premier League title... pic.twitter.com/SD9LGOWAdK — PDC Darts (@OfficialPDC) May 22, 2019 Daryl Gurney er númer þrjú á heimslistanum og því erfiður andstæðingur fyrir heimsmeistarann. „Ég er mjög ánægður með að komast alla leið í O2 höllina. Þarna er draumur að rætast og allt mögulegt,“ sagði Daryl Gurney. „Það eru líklega minnstu líkurnar á því að ég vinni af þessum fjórum sem eru eftir en það truflar mig ekki að vera í þeirri stöðu því ég veit hvað ég get,“ sagði Daryl Gurney. „Þegar pressan er mest á mér þá spila ég vanalega best. Ég fer upp á annað stig þegar ég bæti bestu pílurum í heimi og ég mun reyna að endurtaka það í London,“ sagði Gurney. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast þeir Rob Cross og James Wade. James Wade vann 8-6 þegar þeir mættust í síðustu viku og kom um leið í veg fyrir að Cross yrði efstu í deildarkeppninni. Wade hefur ekki komist í úrslitakeppnina í sex ár. „Það er langt síðan að ég hef verið í úrslitunum en ég er búinn að spila svo lengi sem atvinnumaður að pressan ætti ekki að trufla mig,“ sagði James Wade.He's back in the Play-Offs for the first time in six years... Hear from James Wade as he prepares to walk away with the @Unibet Premier League title for a second time pic.twitter.com/N0QxQM5DTp — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019„Ég býst við því að komast í úrslitaleikinn og það væri líka gaman að vinna hann. Leikurinn á móti Rob í síðustu viku segir ekkert. Það var ekki leikur upp á líf eða dauða en ég hafði af honum 25 þúsund pund sem ætti að vera bensín fyrir hann. Ég verð tilbúinn,“ sagði Wade. Rob Cross tapaði í undanúrslitunum á móti Michael van Gerwen í fyrra. Pílukast Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Í beinni: Breiðablik - FH | Toppslagur í Smáranum Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Sjá meira
Úrslitin ráðast í kvöld í úrvalsdeildinni í pílu þegar undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í O2 höllinni í London. Hægt verður að fylgjast með veislunni í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Hollendingurinn og heimsmeistarinn Michael van Gerwen hefur titil að verja en hann hefur unnið úrvalsdeildina þrjú ár í röð og í fimm skipti alls.Today is the day... We can't wait for the @Unibet Premier League Play-Offs to get underway tonight! pic.twitter.com/2P0HzAHbQz — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019Mótherji Michael van Gerwen í undanúrslitunum í kvöld er aftur á móti pílari sem var með tak á heimsmeistaranum í deildarkeppninni. Norður-Írinn Daryl Gurney vann nefnilega báða innbyrðis leiki þeirra á tímabilinu. Viðureign þeirra er fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins. „Daryl spilaði mjög vel í síðustu tvö skipti sem við höfum mæst en ég hef alltaf trú á sjálfum mér,“ sagði Michael van Gerwen. „Þetta er lengra keppnisfyrirkomulag en ég verð að spila vel. Það er allt annað að spila upp í tíu og pressan verður á hans herðum,“ sagði Van Gerwen. Í undanúrslitunum þarf að vinna tíu hrinur til að komast áfram og svo þarf að vinna ellefu til að vinna úrslitaleikinn. Í allir deildarkeppninni var nóg að vinna sjö hrinur. „Það væri stórkostlegt að vinna úrvalsdeildina í fimmta sinn og úrslitakvöldið er alltaf mjög sérstakt kvöld. Við erum búnir að spila í sextán vikur og nú er þetta upp á líf eða dauða. Það er allt eða ekkert. Ég verð að passa upp á það að mæta einbeittur til leiks því þetta skiptir mig miklu máli,“ sagði Van Gerwen.Hear from reigning champion Michael van Gerwen ahead of his bid for a fifth @Unibet Premier League title... pic.twitter.com/SD9LGOWAdK — PDC Darts (@OfficialPDC) May 22, 2019 Daryl Gurney er númer þrjú á heimslistanum og því erfiður andstæðingur fyrir heimsmeistarann. „Ég er mjög ánægður með að komast alla leið í O2 höllina. Þarna er draumur að rætast og allt mögulegt,“ sagði Daryl Gurney. „Það eru líklega minnstu líkurnar á því að ég vinni af þessum fjórum sem eru eftir en það truflar mig ekki að vera í þeirri stöðu því ég veit hvað ég get,“ sagði Daryl Gurney. „Þegar pressan er mest á mér þá spila ég vanalega best. Ég fer upp á annað stig þegar ég bæti bestu pílurum í heimi og ég mun reyna að endurtaka það í London,“ sagði Gurney. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast þeir Rob Cross og James Wade. James Wade vann 8-6 þegar þeir mættust í síðustu viku og kom um leið í veg fyrir að Cross yrði efstu í deildarkeppninni. Wade hefur ekki komist í úrslitakeppnina í sex ár. „Það er langt síðan að ég hef verið í úrslitunum en ég er búinn að spila svo lengi sem atvinnumaður að pressan ætti ekki að trufla mig,“ sagði James Wade.He's back in the Play-Offs for the first time in six years... Hear from James Wade as he prepares to walk away with the @Unibet Premier League title for a second time pic.twitter.com/N0QxQM5DTp — PDC Darts (@OfficialPDC) May 23, 2019„Ég býst við því að komast í úrslitaleikinn og það væri líka gaman að vinna hann. Leikurinn á móti Rob í síðustu viku segir ekkert. Það var ekki leikur upp á líf eða dauða en ég hafði af honum 25 þúsund pund sem ætti að vera bensín fyrir hann. Ég verð tilbúinn,“ sagði Wade. Rob Cross tapaði í undanúrslitunum á móti Michael van Gerwen í fyrra.
Pílukast Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Í beinni: Breiðablik - FH | Toppslagur í Smáranum Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Sjá meira