Ekkert í hendi um hvenær kyrrsetningu verður aflétt Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 12:19 Daniel Elwell lofar engu um framtíð kyrrsetningarinnar. Getty/Bloomberg Starfandi forstjóri flugmálastofnunar Bandaríkjanna (FAA) segir að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk þegar kemur að afléttingu kyrrsetningar Boeing 737 Max-vélanna. „Þetta mun taka þann tíma sem þarf,“ sagði Daniel Elwell við blaðamenn í gær. „737 Max mun fljúga aftur þegar við höfum lokið allri nauðsynlegri greiningarvinnu og komist að þeirri niðurstöðu að það sé óhætt.“ Aðspurður um hvað hann áætlar að sú vinna taki langan tíma sagði Elwell að ómögulegt væri að segja til um það. „Ef það mun taka okkur ár að sannfærast um að aflétta kyrrsetningunni, þá verður að hafa það,“ sagði Elwell og bætti við: „Ég er ekki bundinn neinum tímaramma.“ Ummæli forstjóra flugmálastofnunarinnar eru því sögð ákveðið reiðarslag fyrir flugfélög eins og Ryanair, sem sáu jafnvel fyrir sér að hægt yrði að fljúga vélunum strax í júní eða júlí. Þau áform voru þó sögð einkennast af bjartsýni og var talið líklegra að hugbúnaðaruppfærslan og nauðsynlegar þjálfunarleiðbeingar myndu liggja fyrir í október. Elwell sagðist þó ekki vera tilbúinn að lofa því að sú tímasetning stæðist. Þar að auki sagði forstjórinn að Boeing hefði ekki enn lagt fram lokaútgáfu hugbúnaðaruppfærslunnar sem ætlað er að ráða niðurlögum gallans á ofrisvarnarbúnaði vélanna - þvert á yfirlýsingar flugvélaframleiðandands í síðustu viku.Talsmaður flugmálastofnunarinnar, sem sat fyrir svörum með Elwell, sagði hins vegar að FAA hefði skýra sýn á þær lagfæringarnar sem Boeing verði að grípa til og hvernig stofnunin mun síðan fullgilda þær. Hvað þetta ferli mun taka langan tíma sé hins vegar allt önnur saga. Alþjóðlegir flugeftirlitsmenn frá 33 löndum koma saman til fundar í Texas í dag til að ræða framtíð kyrrsetningar 737 Max. Hvort fundarmenn muni sammælast um hvenær þoturnar geti flogið aftur skal ósagt látið, en þeir munu í það minnsta geta borið saman bækur sínar - „svo allir spili eftir sömu nótum,“ eins og starfandi forstjóri FAA orðar það. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07 Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40 Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur. 21. maí 2019 13:38 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Starfandi forstjóri flugmálastofnunar Bandaríkjanna (FAA) segir að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk þegar kemur að afléttingu kyrrsetningar Boeing 737 Max-vélanna. „Þetta mun taka þann tíma sem þarf,“ sagði Daniel Elwell við blaðamenn í gær. „737 Max mun fljúga aftur þegar við höfum lokið allri nauðsynlegri greiningarvinnu og komist að þeirri niðurstöðu að það sé óhætt.“ Aðspurður um hvað hann áætlar að sú vinna taki langan tíma sagði Elwell að ómögulegt væri að segja til um það. „Ef það mun taka okkur ár að sannfærast um að aflétta kyrrsetningunni, þá verður að hafa það,“ sagði Elwell og bætti við: „Ég er ekki bundinn neinum tímaramma.“ Ummæli forstjóra flugmálastofnunarinnar eru því sögð ákveðið reiðarslag fyrir flugfélög eins og Ryanair, sem sáu jafnvel fyrir sér að hægt yrði að fljúga vélunum strax í júní eða júlí. Þau áform voru þó sögð einkennast af bjartsýni og var talið líklegra að hugbúnaðaruppfærslan og nauðsynlegar þjálfunarleiðbeingar myndu liggja fyrir í október. Elwell sagðist þó ekki vera tilbúinn að lofa því að sú tímasetning stæðist. Þar að auki sagði forstjórinn að Boeing hefði ekki enn lagt fram lokaútgáfu hugbúnaðaruppfærslunnar sem ætlað er að ráða niðurlögum gallans á ofrisvarnarbúnaði vélanna - þvert á yfirlýsingar flugvélaframleiðandands í síðustu viku.Talsmaður flugmálastofnunarinnar, sem sat fyrir svörum með Elwell, sagði hins vegar að FAA hefði skýra sýn á þær lagfæringarnar sem Boeing verði að grípa til og hvernig stofnunin mun síðan fullgilda þær. Hvað þetta ferli mun taka langan tíma sé hins vegar allt önnur saga. Alþjóðlegir flugeftirlitsmenn frá 33 löndum koma saman til fundar í Texas í dag til að ræða framtíð kyrrsetningar 737 Max. Hvort fundarmenn muni sammælast um hvenær þoturnar geti flogið aftur skal ósagt látið, en þeir munu í það minnsta geta borið saman bækur sínar - „svo allir spili eftir sömu nótum,“ eins og starfandi forstjóri FAA orðar það.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07 Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40 Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur. 21. maí 2019 13:38 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07
Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40
Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Ekkja manns sem fórst með þotu Ethiopian Airlines krefst 276 milljóna dollara í miskabætur. 21. maí 2019 13:38