Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2019 14:28 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að finna þurfi úrræði til lausnar á málinu. visir/vilhelm Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. Alma Möller landlæknir kynnti skýrsluna á fréttamannafundi með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun. En auknir fjármunir voru settir í að fjölga liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í minnisblaði landlæknis til heilbrigðisráðherra segir að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Meginástæða þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir vandann fjölþættan og lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum en hins vegar eru biðlistarnir ennþá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn óásættanlegur og of langur miðað við okkar mælikvarða en hann hefur styst.“ Svandís segir að rýna þurfi betur í stöðuna og finna fleiri úrræði til lausnar. Í skýrslu landlæknis segir að líklegar skýringar á aukinni eftirspurn eftir aðgerðunum sé fjölgun í efri aldurshópum, vaxandi ofþyngd og offita sem og auknar kröfur fólks um eigin getu og hreyfingu. Sjúkrahúsið á Akureyri getur enn bætt við sig aðgerðum en erfiðara hefur gengið að ná markmiðum átaksins á Landsspítala þótt þar hafi aðgerðum einnig fjölgað töluvert. Svandís segir tvær meginskýringar á því. „Annars vegar þær sem lúta að mönnun. Það er gömul saga og ný og umfjöllunarefni sem snertir í raun og veru allt okkar heilbrigðiskerfi. Hins vegar snýst þetta um hjúkrunarrými. Það hefur ekki gengið nógu hratt að byggja upp hjúkrunarrými til að geta útskrifað fólk sem hefur færni- og heilsumat og getur farið á hjúkrunarheimili en er fast í bráðarými á Landspítala og fær því ekki þá þjónustu sem því ber á hjúkrunarheimilum,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16. apríl 2019 19:15 Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17. apríl 2019 13:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. Alma Möller landlæknir kynnti skýrsluna á fréttamannafundi með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun. En auknir fjármunir voru settir í að fjölga liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í minnisblaði landlæknis til heilbrigðisráðherra segir að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Meginástæða þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir vandann fjölþættan og lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum en hins vegar eru biðlistarnir ennþá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn óásættanlegur og of langur miðað við okkar mælikvarða en hann hefur styst.“ Svandís segir að rýna þurfi betur í stöðuna og finna fleiri úrræði til lausnar. Í skýrslu landlæknis segir að líklegar skýringar á aukinni eftirspurn eftir aðgerðunum sé fjölgun í efri aldurshópum, vaxandi ofþyngd og offita sem og auknar kröfur fólks um eigin getu og hreyfingu. Sjúkrahúsið á Akureyri getur enn bætt við sig aðgerðum en erfiðara hefur gengið að ná markmiðum átaksins á Landsspítala þótt þar hafi aðgerðum einnig fjölgað töluvert. Svandís segir tvær meginskýringar á því. „Annars vegar þær sem lúta að mönnun. Það er gömul saga og ný og umfjöllunarefni sem snertir í raun og veru allt okkar heilbrigðiskerfi. Hins vegar snýst þetta um hjúkrunarrými. Það hefur ekki gengið nógu hratt að byggja upp hjúkrunarrými til að geta útskrifað fólk sem hefur færni- og heilsumat og getur farið á hjúkrunarheimili en er fast í bráðarými á Landspítala og fær því ekki þá þjónustu sem því ber á hjúkrunarheimilum,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16. apríl 2019 19:15 Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17. apríl 2019 13:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16. apríl 2019 19:15
Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17. apríl 2019 13:00