Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2019 14:28 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að finna þurfi úrræði til lausnar á málinu. visir/vilhelm Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. Alma Möller landlæknir kynnti skýrsluna á fréttamannafundi með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun. En auknir fjármunir voru settir í að fjölga liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í minnisblaði landlæknis til heilbrigðisráðherra segir að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Meginástæða þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir vandann fjölþættan og lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum en hins vegar eru biðlistarnir ennþá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn óásættanlegur og of langur miðað við okkar mælikvarða en hann hefur styst.“ Svandís segir að rýna þurfi betur í stöðuna og finna fleiri úrræði til lausnar. Í skýrslu landlæknis segir að líklegar skýringar á aukinni eftirspurn eftir aðgerðunum sé fjölgun í efri aldurshópum, vaxandi ofþyngd og offita sem og auknar kröfur fólks um eigin getu og hreyfingu. Sjúkrahúsið á Akureyri getur enn bætt við sig aðgerðum en erfiðara hefur gengið að ná markmiðum átaksins á Landsspítala þótt þar hafi aðgerðum einnig fjölgað töluvert. Svandís segir tvær meginskýringar á því. „Annars vegar þær sem lúta að mönnun. Það er gömul saga og ný og umfjöllunarefni sem snertir í raun og veru allt okkar heilbrigðiskerfi. Hins vegar snýst þetta um hjúkrunarrými. Það hefur ekki gengið nógu hratt að byggja upp hjúkrunarrými til að geta útskrifað fólk sem hefur færni- og heilsumat og getur farið á hjúkrunarheimili en er fast í bráðarými á Landspítala og fær því ekki þá þjónustu sem því ber á hjúkrunarheimilum,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16. apríl 2019 19:15 Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17. apríl 2019 13:00 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. Alma Möller landlæknir kynnti skýrsluna á fréttamannafundi með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun. En auknir fjármunir voru settir í að fjölga liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í minnisblaði landlæknis til heilbrigðisráðherra segir að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Meginástæða þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir vandann fjölþættan og lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum en hins vegar eru biðlistarnir ennþá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn óásættanlegur og of langur miðað við okkar mælikvarða en hann hefur styst.“ Svandís segir að rýna þurfi betur í stöðuna og finna fleiri úrræði til lausnar. Í skýrslu landlæknis segir að líklegar skýringar á aukinni eftirspurn eftir aðgerðunum sé fjölgun í efri aldurshópum, vaxandi ofþyngd og offita sem og auknar kröfur fólks um eigin getu og hreyfingu. Sjúkrahúsið á Akureyri getur enn bætt við sig aðgerðum en erfiðara hefur gengið að ná markmiðum átaksins á Landsspítala þótt þar hafi aðgerðum einnig fjölgað töluvert. Svandís segir tvær meginskýringar á því. „Annars vegar þær sem lúta að mönnun. Það er gömul saga og ný og umfjöllunarefni sem snertir í raun og veru allt okkar heilbrigðiskerfi. Hins vegar snýst þetta um hjúkrunarrými. Það hefur ekki gengið nógu hratt að byggja upp hjúkrunarrými til að geta útskrifað fólk sem hefur færni- og heilsumat og getur farið á hjúkrunarheimili en er fast í bráðarými á Landspítala og fær því ekki þá þjónustu sem því ber á hjúkrunarheimilum,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16. apríl 2019 19:15 Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17. apríl 2019 13:00 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. 16. apríl 2019 19:15
Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. 17. apríl 2019 13:00