Landa milljarða samningi í Kína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 16:39 Sindri Sindrason við undirritunina á samningnum. CRI Kínverski efnaframleiðandinn Henan Shuncheng Group hefur samið við íslenska tækniþróunarfyrirtækið Carbon Recycling International um að hanna verksmiðju byggða á tækni CRI til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru í Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CRI. Samkomulag þess efnis var undirritað í höfuðstöðvum CRI að viðstöddum Jin Zhijian, sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 10 milljarðar króna. Verksmiðja Shuncheng, sem gert er ráð fyrir að rísi í Anyang borg í Henan héraði í Kína, mun endurnýta um 150.000 tonn af koltvísýringi og öðrum útblæstri til framleiðslu á um 180.000 tonnum af metanóli og metangasi árlega. Þannig mun verksmiðjan endurvinna sem nemur útblæstri 40.000 bensín- eða dísilbíla á Íslandi. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan geti tekið til starfa í árslok 2021. Dótturfyrirtæki CRI og samstarfsaðila þess í Kína hefur haft milligöngu um undirbúning verkefnisins en öll hönnun á metanólframleiðsluferlinu, tengd verkfræði og framkvæmd verður í höndum CRI. Sindri Sindrason, forstjóri CRI, segir einstaka reynslu í hönnun, smíði og rekstri sambærilegra verksmiðja á Íslandi og Þýskalandi gera þeim kleift að reisa verksmiðjur í fullri stærð sem skili góðum arði og dragi um leið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Henan Shuncheng Group er einkafyrirtæki stofnað árið 1998 og starfar við orkuframleiðslu og vinnslu á koksi til stál- og efnavinnslu. Höfuðstöðvar Shuncheng Group eru í Anyang efna- og iðngarðinum en fyrirtækið er eitt af stærstu fyrirtækjum í Henan, sem er þriðja stærsta hérað Kína að mannfjölda. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 2.300 talsins. Fyrirtækið selur um 2,6 milljónir tonna af hráefni fyrir stáliðnað á ári, og framleiðir nærri milljón tonn af öðrum efnavörum auk raforku. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru um 185 milljarðar króna. Carbon Recycling International – CRI hf. var stofnað árið 2006 á Íslandi til þess að þróa tækni til að umbreyta vetni og koltvísýringi í endurnýjanlegt eldsneyti og hráefni til efnaframleiðslu, metanól. Fyrsta verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012 og önnur tilraunaverksmiðja tók nýlega til starfa í grennd við Köln í Þýskalandi. Kína Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kínverski efnaframleiðandinn Henan Shuncheng Group hefur samið við íslenska tækniþróunarfyrirtækið Carbon Recycling International um að hanna verksmiðju byggða á tækni CRI til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru í Kína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CRI. Samkomulag þess efnis var undirritað í höfuðstöðvum CRI að viðstöddum Jin Zhijian, sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 10 milljarðar króna. Verksmiðja Shuncheng, sem gert er ráð fyrir að rísi í Anyang borg í Henan héraði í Kína, mun endurnýta um 150.000 tonn af koltvísýringi og öðrum útblæstri til framleiðslu á um 180.000 tonnum af metanóli og metangasi árlega. Þannig mun verksmiðjan endurvinna sem nemur útblæstri 40.000 bensín- eða dísilbíla á Íslandi. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan geti tekið til starfa í árslok 2021. Dótturfyrirtæki CRI og samstarfsaðila þess í Kína hefur haft milligöngu um undirbúning verkefnisins en öll hönnun á metanólframleiðsluferlinu, tengd verkfræði og framkvæmd verður í höndum CRI. Sindri Sindrason, forstjóri CRI, segir einstaka reynslu í hönnun, smíði og rekstri sambærilegra verksmiðja á Íslandi og Þýskalandi gera þeim kleift að reisa verksmiðjur í fullri stærð sem skili góðum arði og dragi um leið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Henan Shuncheng Group er einkafyrirtæki stofnað árið 1998 og starfar við orkuframleiðslu og vinnslu á koksi til stál- og efnavinnslu. Höfuðstöðvar Shuncheng Group eru í Anyang efna- og iðngarðinum en fyrirtækið er eitt af stærstu fyrirtækjum í Henan, sem er þriðja stærsta hérað Kína að mannfjölda. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 2.300 talsins. Fyrirtækið selur um 2,6 milljónir tonna af hráefni fyrir stáliðnað á ári, og framleiðir nærri milljón tonn af öðrum efnavörum auk raforku. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru um 185 milljarðar króna. Carbon Recycling International – CRI hf. var stofnað árið 2006 á Íslandi til þess að þróa tækni til að umbreyta vetni og koltvísýringi í endurnýjanlegt eldsneyti og hráefni til efnaframleiðslu, metanól. Fyrsta verksmiðja CRI var gangsett í Svartsengi árið 2012 og önnur tilraunaverksmiðja tók nýlega til starfa í grennd við Köln í Þýskalandi.
Kína Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira