Lífið

Hvetja til endurnýtingar á BDSM-búnaði eftir Eurovision

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hatari er innblásin af BDSM-menningu.
Hatari er innblásin af BDSM-menningu. Vísir/AP
Samtökin BDSM á Íslandi hvetja alla þá sem fjárfestu í BDSM-búnaði eða fatnaði í tengslum við Eurovision og hafa ekki lengur not fyrir hann að skila því inn til félagsins eða til Rauða krossins.

„Núna þegar Eurovision æðið er að renna af landsmönnum, þá viljum við benda á að við munum með glöðu geði, taka við fatnaði, keðjum, göddum, ólum og slíku sem kann að hafa safnast fyrir í skápum, svo fátækt BDSM-fólk fari nú ekki í ólaköttinn,“ segir í færslu á Facebook-síðu félagsins.

Atriði og fatnaður Hatara í Eurovision var sem kunnugt er mjög innblásin af BDSM-menningu. Varð það til þess að töluverð söluaukning varð á BDSM-klæðnaði og búnaði, líkt og kom fram á Vísi fyrr í mánuðinum.

Ef til vill ætla ekki allir þeir sem keyptu sér BDSM-græjur vegna Eurovision að nýta búnaðinn áfram og því hvetja BDSM-samtökin til endurnýtingar.

„Að sjálfsögðu hvetjum við fólk til að nota slíkan búnað áfram, á öruggan hátt, en við hvetjum til endurnýtingar ef séð verður fram á að þetta muni safna ryki. Einnig hefur Rauði krossinn gefið út að hægt sé að skila “Hatarabúningum” til þeirra. Endurnýtum!“


Tengdar fréttir

Svekktir að hafa misst af BDSM-partý Hatara

Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision á þriðjudag og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.