Fækka ferðum í sumar vegna MAX-vélanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2019 18:38 Vél Icelandair lendir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en áður hafði verið áætlað og hefur flugáætlun Icelandair verið uppfærð í samræmi við það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en sætaframboð félagsins mun dragast saman um 5% frá því sem áður var. Icelandair hefur nú þegar tekið þrjár leiguvélar í notkun til þess að lágmarka áhrif kyrrsetningar vélanna á farþega. Þessu til viðbótar er unnið að lokafrágangi samnings um leigu á einni Boeing 767-300 vél til viðbótar, að því er segir í tilkynningu. Vinna varðandi þessar breytingar mun hefjast á næstu dögum og munu starfsmenn Icelandair hafa samband við viðkomandi farþega. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að einhver flug verði felld niður á tímabilinu vegna MAX-vélanna en reynt verði að finna aðrar lausnir fyrir farþega og lágmarka allt rask sem þeir kunni að verða fyrir. Þá verði einblínt á að halda áætlun á ferðum til og frá Íslandi. Sætaframboð félagsins á tímabilinu 15. júlí til 15. september dregst saman um 5% frá því sem áður var áætlað við þessar breytingar. Samt sem áður verði framboðsaukning milli ára á þessu tímabili 10%. Þá eigi 30% fleiri farþegar bókað með félaginu til Íslands á tímabilinu júní til ágúst en á sama tíma í fyrra. Þá séu fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6. maí 2019 13:45 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla muni vara lengur en áður hafði verið áætlað og hefur flugáætlun Icelandair verið uppfærð í samræmi við það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en sætaframboð félagsins mun dragast saman um 5% frá því sem áður var. Icelandair hefur nú þegar tekið þrjár leiguvélar í notkun til þess að lágmarka áhrif kyrrsetningar vélanna á farþega. Þessu til viðbótar er unnið að lokafrágangi samnings um leigu á einni Boeing 767-300 vél til viðbótar, að því er segir í tilkynningu. Vinna varðandi þessar breytingar mun hefjast á næstu dögum og munu starfsmenn Icelandair hafa samband við viðkomandi farþega. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að einhver flug verði felld niður á tímabilinu vegna MAX-vélanna en reynt verði að finna aðrar lausnir fyrir farþega og lágmarka allt rask sem þeir kunni að verða fyrir. Þá verði einblínt á að halda áætlun á ferðum til og frá Íslandi. Sætaframboð félagsins á tímabilinu 15. júlí til 15. september dregst saman um 5% frá því sem áður var áætlað við þessar breytingar. Samt sem áður verði framboðsaukning milli ára á þessu tímabili 10%. Þá eigi 30% fleiri farþegar bókað með félaginu til Íslands á tímabilinu júní til ágúst en á sama tíma í fyrra. Þá séu fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6. maí 2019 13:45 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6. maí 2019 13:45
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00