Svartolíubann kostar fyrirtæki skildinginn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. maí 2019 19:45 Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá og með áramótum samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem voru birt í dag. Olían er sú óhreinasta sem notuð er í skiptaflotanum og þetta er bæði mikilvægt loftgæða- og loftslagsmál að sögn umhverfisráðherra. Breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fyrirtæki. Skipin mega nú þegar ekki brenna svartolíu við hafnir en samkvæmt reglugerðardrögum sem voru birt í morgun má hlutfall brennisteins í skipaeldsneyti sem er notað innan landhelginnar einungis vera 0,1% Það útilokar í raun svartolíu nema sérstakur hreinsunarbúnaður sé notaður. Umsagnarfrestur er til 7. júní og á reglugerðin að taka gildi 1. janúar 2020. Svartolían er óhreinasta skipaolían og í reyknum sem myndast við brennsluna eru örsmár sótagnir sem berast meðal annars í öndunarfæri. „Þetta er loftgæðamál en þetta er líka loftslagsmál. Það er sót sem kemur af brennslu svartolíunnar og það legst meðal annars á jökla og getur haft áhrif á þá varðandi bráðnun," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Ekki er ljóst hversu stórt hlutfall þeirra skipa sem sigla um íslenska landhelgi brenna svartolíu en í skýrslu Umhverfisstofnunar kemur fram að svartolía var um fjórðungur af heildarsölu á skipaolíu árið 2017. Yfir nokkurra ára tímabil hefur notkunin dregist aðeins saman.Svartolía telur tæpan helming olínotkunar Eimskipa.Tonn af svartolíu er um tvö hundruð dollurum ódýrari en af gasolíu og mun breytingin hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fjölmörg fyrirtæki, líkt og Eimskip og Samskip. Svartolía telur tæpan helming olíunotkunar Eimskipa. Félagið mun setja hreinsibúnað í skipið Lagarfoss í haust og getur því haldið áfram að keyra á svartolíu að því leyti. Þá verða tvö skip sem koma til landsins í árslok einnig með búnaðinn. Áætluð kostnaðaraukning er þó metin á um 320 til 420 milljónir króna á ári. Umhverfisráðherra skoðaði að takmarka bannið við tiltekna firði eða svæði við landið en ákvað að ganga lengra. „Ég tel að Ísland sé að skipa sér hér í fremsta flokk þegar kemur að þessum málum. Svo vonast ég líka að með svona aðgerðum sé verið að búa til hvata til þess að ráðist verði í þróun á umhverfisvænni eldsneyti fyrir skip," segir Guðmundur Ingi. Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Svartolía verður bönnuð í íslenskri landhelgi frá og með áramótum samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem voru birt í dag. Olían er sú óhreinasta sem notuð er í skiptaflotanum og þetta er bæði mikilvægt loftgæða- og loftslagsmál að sögn umhverfisráðherra. Breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fyrirtæki. Skipin mega nú þegar ekki brenna svartolíu við hafnir en samkvæmt reglugerðardrögum sem voru birt í morgun má hlutfall brennisteins í skipaeldsneyti sem er notað innan landhelginnar einungis vera 0,1% Það útilokar í raun svartolíu nema sérstakur hreinsunarbúnaður sé notaður. Umsagnarfrestur er til 7. júní og á reglugerðin að taka gildi 1. janúar 2020. Svartolían er óhreinasta skipaolían og í reyknum sem myndast við brennsluna eru örsmár sótagnir sem berast meðal annars í öndunarfæri. „Þetta er loftgæðamál en þetta er líka loftslagsmál. Það er sót sem kemur af brennslu svartolíunnar og það legst meðal annars á jökla og getur haft áhrif á þá varðandi bráðnun," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Ekki er ljóst hversu stórt hlutfall þeirra skipa sem sigla um íslenska landhelgi brenna svartolíu en í skýrslu Umhverfisstofnunar kemur fram að svartolía var um fjórðungur af heildarsölu á skipaolíu árið 2017. Yfir nokkurra ára tímabil hefur notkunin dregist aðeins saman.Svartolía telur tæpan helming olínotkunar Eimskipa.Tonn af svartolíu er um tvö hundruð dollurum ódýrari en af gasolíu og mun breytingin hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir fjölmörg fyrirtæki, líkt og Eimskip og Samskip. Svartolía telur tæpan helming olíunotkunar Eimskipa. Félagið mun setja hreinsibúnað í skipið Lagarfoss í haust og getur því haldið áfram að keyra á svartolíu að því leyti. Þá verða tvö skip sem koma til landsins í árslok einnig með búnaðinn. Áætluð kostnaðaraukning er þó metin á um 320 til 420 milljónir króna á ári. Umhverfisráðherra skoðaði að takmarka bannið við tiltekna firði eða svæði við landið en ákvað að ganga lengra. „Ég tel að Ísland sé að skipa sér hér í fremsta flokk þegar kemur að þessum málum. Svo vonast ég líka að með svona aðgerðum sé verið að búa til hvata til þess að ráðist verði í þróun á umhverfisvænni eldsneyti fyrir skip," segir Guðmundur Ingi.
Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira