Mesta atvinnuleysi í fimm ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2019 12:40 Fall Wow air hafði sérstaklega mikil áhrif á atvinnuleysi á Suðurnesjum. Fréttablaðið/Ernir Sex hundruð og fimmtíu af þeim ellefu hundruð manns sem misstu vinnuna þegar WOW air varð gjaldþrota eru enn án atvinnu samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi í apríl var það mesta í þeim mánuði sem mælst hefur í fimm ár. Að meðaltali voru 6.803 án atvinnu í apríl og mældist atvinnuleysi tæp fjögur prósent. Það mesta atvinnuleysi í fimm ár samkvæmt úttekt Alþýðusambandsins Íslands. Þar kemur fram að töluverð fjölgun sé í hópi þeirra sem verið hafa án atvinnu í allt að hálft ár. Í desember var fjöldinn 3.188 manns en hafði fjölgað í 4.583 í apríl. Einnig hefur fjölgað í þeim hópi sem verið hefur án atvinnu í sex til tólf mánuði. Þeir voru 1.450 í apríl samanborið við 1.137 í febrúar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin merki ekki mikla aukningu í langtíma atvinnuleysi í sínum töl. Erfitt sé að vinna úr tölum núna eftir fall WOW, því þá komu svo margir á skrá í einu.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Ég held að þetta sjáist best í haust. Nú á að vera besti tíminn fyrir fólk að finna vinnu, það er að segja sumartíminn. Þá kemur árstíðarbundin lækkun. Þannig að við skulum sjá hvað setur,” segir hún. Unnur hefur heyrt að fólk eigi erfiðara með að finna vinnu nú en áður, en vonast til að það sé bara tímabundið ástand. Samkvæmt úttekt ASÍ virðist svo vera að þeir sem missa vinnuna séu lengur að fá nýtt starf en áður. Unnur segir langtíma atvinnuleysið hafa verið mest á Suðurnesjunum þar sem atvinnuleysistölur hafi aldrei verið jafn háar og nú, sem hún tengir við fall WOW. „Ofan á þetta stóra gjaldþrot þá finnum við alveg fyrir samdrætti. Það er allavega einhver hægur samdráttur í efnahagskerfinu. Það eru að minnsta kosti ekki allir búnir að fá vinnu sem voru hjá WOW. Það eru enn 650 manns hjá okkur sem fengu greitt síðustu mánaðarmót,” segir Unnur. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Sex hundruð og fimmtíu af þeim ellefu hundruð manns sem misstu vinnuna þegar WOW air varð gjaldþrota eru enn án atvinnu samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi í apríl var það mesta í þeim mánuði sem mælst hefur í fimm ár. Að meðaltali voru 6.803 án atvinnu í apríl og mældist atvinnuleysi tæp fjögur prósent. Það mesta atvinnuleysi í fimm ár samkvæmt úttekt Alþýðusambandsins Íslands. Þar kemur fram að töluverð fjölgun sé í hópi þeirra sem verið hafa án atvinnu í allt að hálft ár. Í desember var fjöldinn 3.188 manns en hafði fjölgað í 4.583 í apríl. Einnig hefur fjölgað í þeim hópi sem verið hefur án atvinnu í sex til tólf mánuði. Þeir voru 1.450 í apríl samanborið við 1.137 í febrúar. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin merki ekki mikla aukningu í langtíma atvinnuleysi í sínum töl. Erfitt sé að vinna úr tölum núna eftir fall WOW, því þá komu svo margir á skrá í einu.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Ég held að þetta sjáist best í haust. Nú á að vera besti tíminn fyrir fólk að finna vinnu, það er að segja sumartíminn. Þá kemur árstíðarbundin lækkun. Þannig að við skulum sjá hvað setur,” segir hún. Unnur hefur heyrt að fólk eigi erfiðara með að finna vinnu nú en áður, en vonast til að það sé bara tímabundið ástand. Samkvæmt úttekt ASÍ virðist svo vera að þeir sem missa vinnuna séu lengur að fá nýtt starf en áður. Unnur segir langtíma atvinnuleysið hafa verið mest á Suðurnesjunum þar sem atvinnuleysistölur hafi aldrei verið jafn háar og nú, sem hún tengir við fall WOW. „Ofan á þetta stóra gjaldþrot þá finnum við alveg fyrir samdrætti. Það er allavega einhver hægur samdráttur í efnahagskerfinu. Það eru að minnsta kosti ekki allir búnir að fá vinnu sem voru hjá WOW. Það eru enn 650 manns hjá okkur sem fengu greitt síðustu mánaðarmót,” segir Unnur.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira