Íslensku ökumennirnir með yfirburði í Noregi Bragi Þórðarson skrifar 26. maí 2019 06:00 Ingólfur Guðvarðarson varð annar á Hellu, nú leiðir hann Norðurlandamótið í torfæru eftir fyrsta dag. Sveinn Haraldsson Alls fóru átta íslenskir ökumenn með bíla sína til Noregs til að keppa í Norðurlandamótinu í torfæru sem fram fer um helgina. Aðeins er keppt í torfæru á norðurlöndunum og jafngildir keppnin því heimsmeistaramóti. Alls verða eknar tólf brautir yfir tvo daga. Eftir fyrstu sex brautirnar sem eknar voru í dag eru allir íslensku ökumennirnir í tíu efstu sætunum af sautján keppendum, þar af eru Íslendingar í fimm efstu sætunum. Ingólfur Guðvarðarson leiðir á bíl sínum, Guttanum Reborn. Ingólfur varð annar í fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins sem fram fór á Hellu í byrjun mánaðarins. Í öðru sæti eftir fyrsta dag er nýliðinn Skúli Kristjánsson á Simba, 138 stigum á eftir fyrsta sætinu. Frábær árangur hjá ökumanni sem er að keppa í aðeins sinni annari keppni á nýsmíðuðum bíl. Haukur Viðar Einarsson er þriðji í lok dags og fjórði er Atli Jamil Ásgeirsson. Atli leiddi framan af en gerði afdregarík mistök í fimmtu braut er hann skoraði aðeins 30 stig af 350 mögulegum. Sigurvegari Hellutorfærunnar, Geir Evert Grímsson, situr í fimmta sætinu. Keppnin heldur áfram í dag er eknar verða sex brautir í viðbót. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Alls fóru átta íslenskir ökumenn með bíla sína til Noregs til að keppa í Norðurlandamótinu í torfæru sem fram fer um helgina. Aðeins er keppt í torfæru á norðurlöndunum og jafngildir keppnin því heimsmeistaramóti. Alls verða eknar tólf brautir yfir tvo daga. Eftir fyrstu sex brautirnar sem eknar voru í dag eru allir íslensku ökumennirnir í tíu efstu sætunum af sautján keppendum, þar af eru Íslendingar í fimm efstu sætunum. Ingólfur Guðvarðarson leiðir á bíl sínum, Guttanum Reborn. Ingólfur varð annar í fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins sem fram fór á Hellu í byrjun mánaðarins. Í öðru sæti eftir fyrsta dag er nýliðinn Skúli Kristjánsson á Simba, 138 stigum á eftir fyrsta sætinu. Frábær árangur hjá ökumanni sem er að keppa í aðeins sinni annari keppni á nýsmíðuðum bíl. Haukur Viðar Einarsson er þriðji í lok dags og fjórði er Atli Jamil Ásgeirsson. Atli leiddi framan af en gerði afdregarík mistök í fimmtu braut er hann skoraði aðeins 30 stig af 350 mögulegum. Sigurvegari Hellutorfærunnar, Geir Evert Grímsson, situr í fimmta sætinu. Keppnin heldur áfram í dag er eknar verða sex brautir í viðbót.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira