Fótbolti

Hörður Björgvin og Arnór skoruðu báðir í lokaumferðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór fagnar marki í búningi CSKA.
Arnór fagnar marki í búningi CSKA. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru báðir á skotskónum er CSKA Moskva vann 6-0 sigur á Krylya Sovetov Samara í rússnesku úrvalsdeildinni. Báðir spiluðu þeir allan leikinn.

Staðan var einungis 1-0 í hálfleik eftir mark frá Fedor Cholov en Hörður Björgvin opnaði markareikninginn í síðari hálfleik eftir stoðsendingu Arnórs.

Jaka Bijol skoraði þriðja markið áður en Arnór skoraði fjórða mark CSKA á 56. mínútu. Aftur var Chalov svo á ferðinni á 73. mínútu með öðru marki sínu og fimmta marki CSKA. Veislunni var ekki lokið því á 80. mínútu kom sjötta og síðasta markið.

CSKA er endar í fjórða sæti deildarinnar og leikur því í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en annað Íslendingalið, Krasnodar, fer í forkeppni Meistardaeildarinnar.

Krasnodar vann 1-0 sigur á Rubin Kazan í dag en Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann á bekknum hjá Krasnodar sem endar í þriðja sætinu, fimm stigum á undan CSKA sem endar í því fjórða.

Þriðja Íslendingaliðið, Rostov, endar í ellefta sæti deildarinnar eftir 1-0 tap gegn Republican FC Akhmat Grozny í lokaumferðinni. Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn en Björn Bergmann Sigurðarson var ónotaður varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×