Villikattafélagið fær reglulega ábendingar um að bændur skjóti ketti í sveitum landsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2019 19:00 Villikattafélagið fær reglulega ábendingar um að bændur skjóti villiketti í sveitum landsins. Félagið er nú með fjóra móðurlausa kettlinga hjá sér þar sem grunur leikur á að læðan hafi verið drepin. Matvælastofnun er með tvö mál á borði hjá sér vegna ólöglegrar aflífunar katta. Allt bendi til þess að læðan hafi verið skotin Fyrir tveimur vikum fékk Áslaug Eyfjörð, stjórnarkona í Villikattafélaginu, fjóra kettlinga, sem í dag eru fjögurra vikna, í fóstur til sín. Grunur leikur á að bóndi á Vestfjörðum hafi skotið mömmu þeirra, sem var heimilisköttur á næsta bæ, þegar kettlingarnir voru tæplega tveggja vikna gamlir.Bóndinn sem átti læðuna treysti sér ekki til að koma kettlingunum á fót og voru þeir því sendir til Reykjavíkur í fóstur. Ekki hefur tekist að útiloka að eitthvað annað hafi gerst þar sem hræið hefur ekki fundist en Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta segir allt benda til þess að læðan hafi verið skotin. Þá fái félagið reglulega ábendingar um að villikettir og jafnvel heimiliskettir séu skotnir í sveitum landsins. „Þetta er ekki eins dæmi, því miður. Að fólk skuli dirfast að skjóta ketti á víðavangi. Við erum með lög sem segja til um það að það megi ekki skjóta ketti,“ segir Arndís.Þekkir mörg dæmi þess að kettir séu skotnir „Maður hefur alveg heyrt mörg dæmi og það er bara virkilega ljótt að vita til þess að fólk sé að skjóta ketti og ég tala nú ekki um ef það verður til þess að svona kettlingar verði móðurlausir,“ segir Áslaug. Gunnar Gunnarsson, dýralæknir í Mýrar- og borgafjarðarsýslu, segist þekkja mörg dæmi þess að kettir séu skotir. Það sé gert ef talið er að kettirnir beri sníkjudýr sem geti valdið því að lömbin drepist í kindunum ef þeir míga í heyið. Oftast séu það flækingskettir. „Það er í nýju dýraverndunarlögunum klár og skýr ákvæði um það aðþetta sé bannað. Það er bannað að skjóta heimiliskisur,“ segir Arndís.Mast þurfi að gera betur Matvælastofnun er nú með tvö mál vegna ólöglegrar aflífunar í sektarferli. Samkvæmt upplýsingum frá stofnunni hafa sektir vegna illrar meðferðar á dýrum færst í aukna undanfarin ár. „MAST hefur valdið til að gera eitthvaðíþessu. Mast veit að kistur eru skotnar á færi og ég veit ekki til þess að fólk hafi fengið dóm vegna slíks,“ segir Arndís og bætir við að MAST þurfi að gera betur. „Við viljum náttúrulega að það sé tekiðáþessum málum. Að þetta sé tekið alvarlega,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. Dýr Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira
Villikattafélagið fær reglulega ábendingar um að bændur skjóti villiketti í sveitum landsins. Félagið er nú með fjóra móðurlausa kettlinga hjá sér þar sem grunur leikur á að læðan hafi verið drepin. Matvælastofnun er með tvö mál á borði hjá sér vegna ólöglegrar aflífunar katta. Allt bendi til þess að læðan hafi verið skotin Fyrir tveimur vikum fékk Áslaug Eyfjörð, stjórnarkona í Villikattafélaginu, fjóra kettlinga, sem í dag eru fjögurra vikna, í fóstur til sín. Grunur leikur á að bóndi á Vestfjörðum hafi skotið mömmu þeirra, sem var heimilisköttur á næsta bæ, þegar kettlingarnir voru tæplega tveggja vikna gamlir.Bóndinn sem átti læðuna treysti sér ekki til að koma kettlingunum á fót og voru þeir því sendir til Reykjavíkur í fóstur. Ekki hefur tekist að útiloka að eitthvað annað hafi gerst þar sem hræið hefur ekki fundist en Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta segir allt benda til þess að læðan hafi verið skotin. Þá fái félagið reglulega ábendingar um að villikettir og jafnvel heimiliskettir séu skotnir í sveitum landsins. „Þetta er ekki eins dæmi, því miður. Að fólk skuli dirfast að skjóta ketti á víðavangi. Við erum með lög sem segja til um það að það megi ekki skjóta ketti,“ segir Arndís.Þekkir mörg dæmi þess að kettir séu skotnir „Maður hefur alveg heyrt mörg dæmi og það er bara virkilega ljótt að vita til þess að fólk sé að skjóta ketti og ég tala nú ekki um ef það verður til þess að svona kettlingar verði móðurlausir,“ segir Áslaug. Gunnar Gunnarsson, dýralæknir í Mýrar- og borgafjarðarsýslu, segist þekkja mörg dæmi þess að kettir séu skotir. Það sé gert ef talið er að kettirnir beri sníkjudýr sem geti valdið því að lömbin drepist í kindunum ef þeir míga í heyið. Oftast séu það flækingskettir. „Það er í nýju dýraverndunarlögunum klár og skýr ákvæði um það aðþetta sé bannað. Það er bannað að skjóta heimiliskisur,“ segir Arndís.Mast þurfi að gera betur Matvælastofnun er nú með tvö mál vegna ólöglegrar aflífunar í sektarferli. Samkvæmt upplýsingum frá stofnunni hafa sektir vegna illrar meðferðar á dýrum færst í aukna undanfarin ár. „MAST hefur valdið til að gera eitthvaðíþessu. Mast veit að kistur eru skotnar á færi og ég veit ekki til þess að fólk hafi fengið dóm vegna slíks,“ segir Arndís og bætir við að MAST þurfi að gera betur. „Við viljum náttúrulega að það sé tekiðáþessum málum. Að þetta sé tekið alvarlega,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta.
Dýr Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira