Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2019 18:30 Langflestir sem flytja eiturlyf gegnum Leifsstöð eru útlendingar. Fréttablaðið/Eyþór Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. Fréttastofa greindi frá því í vikunni að fjórir Íslendingar væru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í kjölfarið. Það á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er um að ræða tæplega tuttugu kíló af kókaíni sem falið var í ferðatöskum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta mesta magn af kókaíni sem haldlagt hefur verið í einu á Keflavíkurflugvelli, og jafnvel á landinu. Ljóst er að virði efnisins í götusölu hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur fyrir grammið samkvæmt könnun SÁÁ. Þannig eru tuttugu kíló virði hátt í þrjú hundruð milljóna króna. Þá herma heimildir fréttastofu að þrír karlmenn og ein kona séu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Sömu heimildir herma að þau séu á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að rannsókn málsins miði vel. „Það er mikill tími sem fer í þetta, gott fólk að vinna að þessu og samstarf við aðrar löggæslustofnanir. Það er bara nánast allan sólarhringinn, nýta allan tíma sem við höfum. Menn rétt hvíla sig bara og halda svo áfram,“ segir Bjarney S. Annelsdóttir. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið. Fréttastofa greindi frá því í vikunni að fjórir Íslendingar væru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í kjölfarið. Það á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er um að ræða tæplega tuttugu kíló af kókaíni sem falið var í ferðatöskum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta mesta magn af kókaíni sem haldlagt hefur verið í einu á Keflavíkurflugvelli, og jafnvel á landinu. Ljóst er að virði efnisins í götusölu hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur fyrir grammið samkvæmt könnun SÁÁ. Þannig eru tuttugu kíló virði hátt í þrjú hundruð milljóna króna. Þá herma heimildir fréttastofu að þrír karlmenn og ein kona séu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Sömu heimildir herma að þau séu á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að rannsókn málsins miði vel. „Það er mikill tími sem fer í þetta, gott fólk að vinna að þessu og samstarf við aðrar löggæslustofnanir. Það er bara nánast allan sólarhringinn, nýta allan tíma sem við höfum. Menn rétt hvíla sig bara og halda svo áfram,“ segir Bjarney S. Annelsdóttir.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira