Baldur með ráð til dómarans: „Leyfa stóru leikjunum að fljóta“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. maí 2019 19:22 Baldur Sigurðsson vísir/bára Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki sáttur við dómgæsluna í leik ÍA og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í dag. Baldur sagði enga krísu vera komna í Garðabæinn þrátt fyrir erfiða byrjun. Stjarnan tapaði 2-0 á Norðurálsvellinum á Akranesi og var tapið nokkuð verðskuldað, en gestirnir ógnuðu marki Skagamanna lítið sem ekkert í leiknum. „Það var ýmislegt sem vantaði upp á í dag,“ sagði Baldur í leikslok. „Skagamenn unnu verðskuldað í dag.“ „Við lögðum leikinn þannig upp að við ætluðum að fara í stríð við þá, fara í þeirra leik og taka þetta í föstum leikatriðum svolítið, en því miður þá gekk það ekki upp í dag.“ „Við gleymdum okkur í smá stund í fyrra markinu þeirra sem fer eiginlega með leikinn hjá okkur. Skagamenn eru bara hörku góðir með mikið sjálfstraust.“ Það var nokkur harka í leiknum og vildu einhverjir Skagamenn sjá Baldur fá sitt seinna gula spjald í leiknum fyrir að gefa Óttari Bjarna Guðmundssyni olnbogaskot. Hann var ekki á þeim buxunum. „Það er bara þvæla. Ég átti verðskuldað spjald þegar ég tæklaði Óttar, það er klárt, en svo var brotið á mér einu sinni og eftir það stökk ég á undan Óttari upp.“ „En það er kannski eitt sem ég vil kommenta á í þessum leik. Mér fannst dómarinn, við erum í toppleik hér þar sem bæði lið eru sterk og mikið í loftinu, hann er endalaust á flautunni allan leikinn og það er ekkert flæði í leiknum. Hann leyfir rosalega litla hörku og mér fannst hann ekki dæma leikinn vel að því leitinu til.“ „Hann hafði engin áhrif á úrslitin, en það er bara skemmtilegra fyrir alla að fá aðeins flæði í leikinn. Hann beitir aldrei hagnaði eða neitt. Bara smá ráð til hans, að ef hann er að stýra stórum leikjum að leyfa þessu að fljóta, það er alltaf harka.“ Stjarnan var aðeins hættulegri í fyrri hálfleik, þó heilt yfir hafi lítið borið á sóknarleik hjá hvorugu liðinu fyrri helming leiksins. Svo eftir að þeir fengu mark á sig í upphafi seinni sáu þeir varla vallarhelming Skagamanna. „Þeir eru með vindi í fyrri hálfleik og Árni sparkar langt, við vorum tilbúnir undir það. Það er svolítið súrt þegar þú kemur í veg fyrir þetta að þeir skora úr föstu leikatriði. Varnarleikurinn var flottur þar til við gleymum okkur í smá stund. Við hefðum kannski mátt vera aðeins slakari á boltanum og beita ekki bara löngum.“ „Við þurfum að fá aðeins meira sjálfstraust inn í liðið.“ Þetta var annar tapleikurinn í röð hjá Stjörnunni sem er aðeins með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Er hausinn eitthvað farinn að síga hjá Garðbæingum? „Nei, nei. Við vorum staðráðnir að koma inn í þennan leik að vinna og verðum það líka í næsta leik. Þetta er tækifæri til þess að skoða sjálfa okkur. Það er engin krísa en við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina.“ „Næst fáum við heimaleik og það er krafa að vinna þar, alveg sama hvaða liði við mætum,“ sagði Baldur Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki sáttur við dómgæsluna í leik ÍA og Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í dag. Baldur sagði enga krísu vera komna í Garðabæinn þrátt fyrir erfiða byrjun. Stjarnan tapaði 2-0 á Norðurálsvellinum á Akranesi og var tapið nokkuð verðskuldað, en gestirnir ógnuðu marki Skagamanna lítið sem ekkert í leiknum. „Það var ýmislegt sem vantaði upp á í dag,“ sagði Baldur í leikslok. „Skagamenn unnu verðskuldað í dag.“ „Við lögðum leikinn þannig upp að við ætluðum að fara í stríð við þá, fara í þeirra leik og taka þetta í föstum leikatriðum svolítið, en því miður þá gekk það ekki upp í dag.“ „Við gleymdum okkur í smá stund í fyrra markinu þeirra sem fer eiginlega með leikinn hjá okkur. Skagamenn eru bara hörku góðir með mikið sjálfstraust.“ Það var nokkur harka í leiknum og vildu einhverjir Skagamenn sjá Baldur fá sitt seinna gula spjald í leiknum fyrir að gefa Óttari Bjarna Guðmundssyni olnbogaskot. Hann var ekki á þeim buxunum. „Það er bara þvæla. Ég átti verðskuldað spjald þegar ég tæklaði Óttar, það er klárt, en svo var brotið á mér einu sinni og eftir það stökk ég á undan Óttari upp.“ „En það er kannski eitt sem ég vil kommenta á í þessum leik. Mér fannst dómarinn, við erum í toppleik hér þar sem bæði lið eru sterk og mikið í loftinu, hann er endalaust á flautunni allan leikinn og það er ekkert flæði í leiknum. Hann leyfir rosalega litla hörku og mér fannst hann ekki dæma leikinn vel að því leitinu til.“ „Hann hafði engin áhrif á úrslitin, en það er bara skemmtilegra fyrir alla að fá aðeins flæði í leikinn. Hann beitir aldrei hagnaði eða neitt. Bara smá ráð til hans, að ef hann er að stýra stórum leikjum að leyfa þessu að fljóta, það er alltaf harka.“ Stjarnan var aðeins hættulegri í fyrri hálfleik, þó heilt yfir hafi lítið borið á sóknarleik hjá hvorugu liðinu fyrri helming leiksins. Svo eftir að þeir fengu mark á sig í upphafi seinni sáu þeir varla vallarhelming Skagamanna. „Þeir eru með vindi í fyrri hálfleik og Árni sparkar langt, við vorum tilbúnir undir það. Það er svolítið súrt þegar þú kemur í veg fyrir þetta að þeir skora úr föstu leikatriði. Varnarleikurinn var flottur þar til við gleymum okkur í smá stund. Við hefðum kannski mátt vera aðeins slakari á boltanum og beita ekki bara löngum.“ „Við þurfum að fá aðeins meira sjálfstraust inn í liðið.“ Þetta var annar tapleikurinn í röð hjá Stjörnunni sem er aðeins með átta stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Er hausinn eitthvað farinn að síga hjá Garðbæingum? „Nei, nei. Við vorum staðráðnir að koma inn í þennan leik að vinna og verðum það líka í næsta leik. Þetta er tækifæri til þess að skoða sjálfa okkur. Það er engin krísa en við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina.“ „Næst fáum við heimaleik og það er krafa að vinna þar, alveg sama hvaða liði við mætum,“ sagði Baldur Sigurðsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira