Bjössi: Partýið er annars staðar en hérna í augnablikinu Guðlaugur Valgeirsson skrifar 26. maí 2019 21:44 Ólafur Jóhannesson lét Sigurbjörn Hreiðarsson sjá um viðtölin í kvöld vísir/vilhelm Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik en hann var svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. Hann sagði sína menn ekki hafa verið nógu góðir. „Við vorum bara ekki nógu góðir, svo einfalt er það. Þeir vildu þetta bara meira en við og náðu þessu marki en við reyndum skorum 2 mörk sem voru tekin af okkur sem voru lögleg og það er alveg ljóst á þessu Íslandsmóti að það skiptir máli að skora fyrsta markið í þessum leikjum.” „Það skilur á milli í þessu. Ef þú kemst yfir þá getur verið erfitt að koma til baka. Við gerðum ekki nóg.” Miðað við endursýningar voru þetta rangar dómar í báðum þessum mörkum sem Valur skoraði í fyrri hálfleik, Bjössi sagði að það væri því miður ekkert hægt að gera í því núna. „Það er ekkert hægt að breyta því núna en auðvitað er það svekkjandi en það er bara eins og það er. Þetta er fúlt, sérstaklega að tapa og við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að spila nógu vel.” Hann var klár á því að Valsmenn hefðu átt að fá víti þegar Andri Adolphsson fór niður í teig Blika. „Það var víti, alveg klárt. En við fengum á okkur mark hérna sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Dómararnir eru mismunandi, það er bara eins og það er en það er mjög stórt að það sé tekið af okkur 2 mörk. Við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa og gera betur.” Hann var svekktur yfir markinu sem þeir fengu á sig og sagði að þeir verði að gera betur í varnarleiknum í svona stöðu. „Ég þarf að skoða það aftur en auðvitað er maður svekktur yfir því að fá á sig svona mark, það segir sig sjálft og að tapa með því marki er leiðinlegt. Við vorum bara ekki nógu góðir í kvöld.” Bjössi viðurkenndi að hann hefði áhyggjur af stöðu mála og að Valur væri bara í fallbaráttu eins og staðan er í dag. „Við erum bara í fallbaráttu eins og staðan er núna. Það er bara eitthvað sem við þurfum að glíma við og díla við. Partýið er annars staðar en hérna í augnablikinu og við þurfum að bíta í skjaldarendur og gera betur. Vippa aðeins kassanum út og spila betur.” Valur fær núna vikufrí fyrir næsta deildarleik en þeir mæta Stjörnunni næstkomandi sunnudag. Bjössi sagðist þó ekki þiggja vikufrí því hann vilji helst spila aftur á eftir. „Ég væri til í að spila á eftir, næsta leik. Það er ömurlegt að bíða í viku eftir næsta leik en það er eins og það er. Við þurfum bara að nota þessa viku og gera þetta eins og menn. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu, svona er bara staðan og við verðum að fara gera hlutina betur,” sagði Sigurbjörn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 0-1 Breiðablik | Vandræði Valsara halda áfram Hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturum Vals og þeir töpuðu enn einum leiknum þegar Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. 26. maí 2019 22:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik en hann var svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. Hann sagði sína menn ekki hafa verið nógu góðir. „Við vorum bara ekki nógu góðir, svo einfalt er það. Þeir vildu þetta bara meira en við og náðu þessu marki en við reyndum skorum 2 mörk sem voru tekin af okkur sem voru lögleg og það er alveg ljóst á þessu Íslandsmóti að það skiptir máli að skora fyrsta markið í þessum leikjum.” „Það skilur á milli í þessu. Ef þú kemst yfir þá getur verið erfitt að koma til baka. Við gerðum ekki nóg.” Miðað við endursýningar voru þetta rangar dómar í báðum þessum mörkum sem Valur skoraði í fyrri hálfleik, Bjössi sagði að það væri því miður ekkert hægt að gera í því núna. „Það er ekkert hægt að breyta því núna en auðvitað er það svekkjandi en það er bara eins og það er. Þetta er fúlt, sérstaklega að tapa og við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að spila nógu vel.” Hann var klár á því að Valsmenn hefðu átt að fá víti þegar Andri Adolphsson fór niður í teig Blika. „Það var víti, alveg klárt. En við fengum á okkur mark hérna sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Dómararnir eru mismunandi, það er bara eins og það er en það er mjög stórt að það sé tekið af okkur 2 mörk. Við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa og gera betur.” Hann var svekktur yfir markinu sem þeir fengu á sig og sagði að þeir verði að gera betur í varnarleiknum í svona stöðu. „Ég þarf að skoða það aftur en auðvitað er maður svekktur yfir því að fá á sig svona mark, það segir sig sjálft og að tapa með því marki er leiðinlegt. Við vorum bara ekki nógu góðir í kvöld.” Bjössi viðurkenndi að hann hefði áhyggjur af stöðu mála og að Valur væri bara í fallbaráttu eins og staðan er í dag. „Við erum bara í fallbaráttu eins og staðan er núna. Það er bara eitthvað sem við þurfum að glíma við og díla við. Partýið er annars staðar en hérna í augnablikinu og við þurfum að bíta í skjaldarendur og gera betur. Vippa aðeins kassanum út og spila betur.” Valur fær núna vikufrí fyrir næsta deildarleik en þeir mæta Stjörnunni næstkomandi sunnudag. Bjössi sagðist þó ekki þiggja vikufrí því hann vilji helst spila aftur á eftir. „Ég væri til í að spila á eftir, næsta leik. Það er ömurlegt að bíða í viku eftir næsta leik en það er eins og það er. Við þurfum bara að nota þessa viku og gera þetta eins og menn. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu, svona er bara staðan og við verðum að fara gera hlutina betur,” sagði Sigurbjörn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 0-1 Breiðablik | Vandræði Valsara halda áfram Hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturum Vals og þeir töpuðu enn einum leiknum þegar Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. 26. maí 2019 22:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Leik lokið: Valur 0-1 Breiðablik | Vandræði Valsara halda áfram Hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturum Vals og þeir töpuðu enn einum leiknum þegar Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. 26. maí 2019 22:00