Hegningarhúsið þarf á annan milljarð króna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. maí 2019 06:15 Nían, eins og Hegningarhúsið var kallað meðal þeirra sem þar dvöldu, var tekin úr notkun 1. júní 2016 og bíður yfirhalningar. Fréttablaðið/Stefán Kostnaður við að koma Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í viðunandi horf að utan er að lágmarki 300 milljónir króna samkvæmt áætlun Ríkiseigna sem falin var umsýsla hússins eftir að það var tekið úr notkun sem fangelsi vorið 2016. Ekki hefur verið lagt mat á kostnað við endurbætur og viðhald á húsinu að innan en áætlað er þó að sá kostnaður verði ekki undir einum milljarði. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Mun kostnaðurinn ekki eingöngu ráðast af ástandi hússins heldur haldast í hendur við möguleika til aðlögunar á innviðum hússins til að tryggja framtíðarnýtingu þess. Húsið var tekið úr notkun fyrir þremur árum. Í skýrslu sem birt var í janúar 2016 segir að húsið sé meðal elstu og merkilegustu bygginga í eigu ríkisins og gera eigi það upp af myndarskap og í sem upprunalegustu mynd. Húsið liggi undir skemmdum og forgangsverkefni sé að tryggja fjárveitingu til að gera húsið upp. Vinna við húsið er þó ekki enn hafin. Í svari ráðuneytisins kemur fram að endurbygging gamalla og friðaðra húsa geti verið fjárhagslega áhættusöm og kostnaður auðveldlega orðið mun hærri en gert er ráð fyrir í upphafi. Því þurfi að vanda bæði undirbúning og áætlunargerð. Hins vegar sé ljóst að ekki verði lengi beðið með lagfæringu á þaki hússins og í framhaldi ytra byrði þess þótt beðið verði ákvörðunar um framtíðarnýtingu. Unnið er að því að finna húsinu hlutverk við hæfi og munu endurbætur taka mið af nýju hlutverki þess. Um framtíðarnýtingu segir í svari ráðuneytisins að ekki sé gert ráð fyrir rekstri á vegum ríkisins í húsinu en það bjóði upp á möguleika fyrir fjölmarga aðila fyrir starfsemi sína. Þá hafi verið lögð áhersla á að húsið verði opið almenningi eftir endurgerð þess. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram um starfsemi í húsinu, meðal annars um söfn sem tengjast sögu hússins, veitingasölu og fleira. Ekki kemur á óvart að margir renni hýru auga til þessa sögufræga húss. Staðsetningin er einkar eftirsóknarverð auk þess sem bakgarður hússins býður upp á marga möguleika. Framlag til endurbóta hefur ekki verið veitt í fjárlögum undanfarinna ára ef frá eru taldar 37,5 milljónir í fjárlögum fyrir árið 2017. Í fjárlögum ársins 2016 var fjármála- og efnahagsráðherra veitt heimild til að selja húsið en í fjárlögum síðustu ára hefur hann haft heimild til að leigja húsið út. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Kostnaður við að koma Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í viðunandi horf að utan er að lágmarki 300 milljónir króna samkvæmt áætlun Ríkiseigna sem falin var umsýsla hússins eftir að það var tekið úr notkun sem fangelsi vorið 2016. Ekki hefur verið lagt mat á kostnað við endurbætur og viðhald á húsinu að innan en áætlað er þó að sá kostnaður verði ekki undir einum milljarði. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Mun kostnaðurinn ekki eingöngu ráðast af ástandi hússins heldur haldast í hendur við möguleika til aðlögunar á innviðum hússins til að tryggja framtíðarnýtingu þess. Húsið var tekið úr notkun fyrir þremur árum. Í skýrslu sem birt var í janúar 2016 segir að húsið sé meðal elstu og merkilegustu bygginga í eigu ríkisins og gera eigi það upp af myndarskap og í sem upprunalegustu mynd. Húsið liggi undir skemmdum og forgangsverkefni sé að tryggja fjárveitingu til að gera húsið upp. Vinna við húsið er þó ekki enn hafin. Í svari ráðuneytisins kemur fram að endurbygging gamalla og friðaðra húsa geti verið fjárhagslega áhættusöm og kostnaður auðveldlega orðið mun hærri en gert er ráð fyrir í upphafi. Því þurfi að vanda bæði undirbúning og áætlunargerð. Hins vegar sé ljóst að ekki verði lengi beðið með lagfæringu á þaki hússins og í framhaldi ytra byrði þess þótt beðið verði ákvörðunar um framtíðarnýtingu. Unnið er að því að finna húsinu hlutverk við hæfi og munu endurbætur taka mið af nýju hlutverki þess. Um framtíðarnýtingu segir í svari ráðuneytisins að ekki sé gert ráð fyrir rekstri á vegum ríkisins í húsinu en það bjóði upp á möguleika fyrir fjölmarga aðila fyrir starfsemi sína. Þá hafi verið lögð áhersla á að húsið verði opið almenningi eftir endurgerð þess. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram um starfsemi í húsinu, meðal annars um söfn sem tengjast sögu hússins, veitingasölu og fleira. Ekki kemur á óvart að margir renni hýru auga til þessa sögufræga húss. Staðsetningin er einkar eftirsóknarverð auk þess sem bakgarður hússins býður upp á marga möguleika. Framlag til endurbóta hefur ekki verið veitt í fjárlögum undanfarinna ára ef frá eru taldar 37,5 milljónir í fjárlögum fyrir árið 2017. Í fjárlögum ársins 2016 var fjármála- og efnahagsráðherra veitt heimild til að selja húsið en í fjárlögum síðustu ára hefur hann haft heimild til að leigja húsið út.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira