De Rossi kvaddi Roma með mikilli viðhöfn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2019 10:00 De Rossi með son sinn í fanginu. vísir/getty Danielle De Rossi lék sinn síðasta leik fyrir Roma þegar liðið vann 2-1 sigur á Parma í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í gær. Miðjumaðurinn öflugi var 18 ár í aðalliði Roma en það er eina félagið sem hann hefur verið hjá. Hann lék alls 616 leiki fyrir Roma og skoraði 63 mörk. De Rossi hefur verið fyrirliði Roma síðan önnur goðsögn í sögu félagsins, Francesco Totti, lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum. De Rossi var í byrjunarliði Roma í leiknum í gær en fékk heiðursskiptingu á 82. mínútu. Þegar hann fór af velli lét hann Alessandro Florenzi hafa fyrirliðabandið en hann tekur við því embætti af De Rossi. Líkt og flestir fyrirliðar Roma síðustu áratugina er Florenzi Rómverji í húð og hár."Now I will pass this armband on to Alessandro. Another brother, one that I know is equally worthy of the honour."#DDR16#ASRomapic.twitter.com/k7gv1D12B2 — AS Roma English (@ASRomaEN) May 26, 2019 Í leikslok klæddust allir leikmenn Roma treyjum með nafni De Rossi og númerinu 16 á bakinu.#DDR16: Daniele De Rossi emerges from the tunnel to begin his final farewell to the #ASRoma staff, players and fans pic.twitter.com/E6kdMJxp9I — AS Roma English (@ASRomaEN) May 26, 2019 Eftir leik fögnuðu fögnuðu stuðningsmenn Roma hetjunni sinni vel og innilega. De Rossi gekk hringinn á Ólympíuleikvanginum ásamt fjölskyldu sinni og þakkaði stuðningsmönnunum fyrir árin 18 hjá félaginu. Fjölmörg tár féllu þegar De Rossi kvaddi stuðningsmennina.LIVE: De Rossi's emotional farewell to the #ASRoma fans#DDR16#ASRomahttps://t.co/SDHDnZROjR — AS Roma (@OfficialASRoma) May 26, 2019 Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá hinum 35 ára De Rossi, hvort hann heldur áfram að spila og þá hvar. Roma endaði í 6. sæti ítölsku deildarinnar og leikur í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Ítalía Ítalski boltinn Tengdar fréttir Nainggolan skaut Inter í Meistaradeildina en AC Milan situr eftir Ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta lauk í kvöld og var hörð barátta um sæti í Meistaradeild Evrópu í lokaumferðinni. Emil Hallfreðsson var á skotskónum. 26. maí 2019 20:28 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Sjá meira
Danielle De Rossi lék sinn síðasta leik fyrir Roma þegar liðið vann 2-1 sigur á Parma í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í gær. Miðjumaðurinn öflugi var 18 ár í aðalliði Roma en það er eina félagið sem hann hefur verið hjá. Hann lék alls 616 leiki fyrir Roma og skoraði 63 mörk. De Rossi hefur verið fyrirliði Roma síðan önnur goðsögn í sögu félagsins, Francesco Totti, lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum. De Rossi var í byrjunarliði Roma í leiknum í gær en fékk heiðursskiptingu á 82. mínútu. Þegar hann fór af velli lét hann Alessandro Florenzi hafa fyrirliðabandið en hann tekur við því embætti af De Rossi. Líkt og flestir fyrirliðar Roma síðustu áratugina er Florenzi Rómverji í húð og hár."Now I will pass this armband on to Alessandro. Another brother, one that I know is equally worthy of the honour."#DDR16#ASRomapic.twitter.com/k7gv1D12B2 — AS Roma English (@ASRomaEN) May 26, 2019 Í leikslok klæddust allir leikmenn Roma treyjum með nafni De Rossi og númerinu 16 á bakinu.#DDR16: Daniele De Rossi emerges from the tunnel to begin his final farewell to the #ASRoma staff, players and fans pic.twitter.com/E6kdMJxp9I — AS Roma English (@ASRomaEN) May 26, 2019 Eftir leik fögnuðu fögnuðu stuðningsmenn Roma hetjunni sinni vel og innilega. De Rossi gekk hringinn á Ólympíuleikvanginum ásamt fjölskyldu sinni og þakkaði stuðningsmönnunum fyrir árin 18 hjá félaginu. Fjölmörg tár féllu þegar De Rossi kvaddi stuðningsmennina.LIVE: De Rossi's emotional farewell to the #ASRoma fans#DDR16#ASRomahttps://t.co/SDHDnZROjR — AS Roma (@OfficialASRoma) May 26, 2019 Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá hinum 35 ára De Rossi, hvort hann heldur áfram að spila og þá hvar. Roma endaði í 6. sæti ítölsku deildarinnar og leikur í Evrópudeildinni á næsta tímabili.
Ítalía Ítalski boltinn Tengdar fréttir Nainggolan skaut Inter í Meistaradeildina en AC Milan situr eftir Ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta lauk í kvöld og var hörð barátta um sæti í Meistaradeild Evrópu í lokaumferðinni. Emil Hallfreðsson var á skotskónum. 26. maí 2019 20:28 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Sjá meira
Nainggolan skaut Inter í Meistaradeildina en AC Milan situr eftir Ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta lauk í kvöld og var hörð barátta um sæti í Meistaradeild Evrópu í lokaumferðinni. Emil Hallfreðsson var á skotskónum. 26. maí 2019 20:28