Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2019 12:15 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður þingflokks Vinstri grænna, Bergþór Ólason varaformaður þingflokks Miðflokksins og Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. Síðari umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann hófst miðvikudaginn 15. maí. Síðari umræða hélt svo áfram mánudaginn 20. maí og stóð alla síðustu viku. Sex þingfundir með næturfundum hafa því farið í síðari umræðu um málið. Formenn þingflokkanna á Alþingi hittust á reglulegum fundi klukkan ellefu í morgun til að ræða þingstörfin framundan. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að hún telji ekki ástæðu til að hliðra dagskrá þingsins vegna málþófsins um þriðja orkupakkann. „Það hefur ekki gerst í sögunni áður að einn flokkur hafi gert það sem Miðflokkurinn er hér að gera að hertaka störf Alþingis en ég held að við eigum bara að leyfa þeim að tala eins og þeir þurfa að tala í þessu máli. Það er ekkert mál að funda í þinginu fram á sumar ef svo ber undir. Við þurfum að afgreiða mörg mikilvæg mál en mér finnst ekki tímabært að bregðast við eða grípa inn í eða eitthvað slíkt. Ég held að við eigum að leyfa umræðunni að tæmast,“ segir Bjarkey.Verða að meta stöðuna sjálfir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir þetta sjónarmið Bjarkeyjar og segir ekki ástæðu til að gera breytingar á dagskrá þingsins vegna málþófsins. „Auðvitað er það svo að þeir verða að finna hjá sjálfum sér hvað þeim þykir við hæfi að halda þinginu í gíslingu lengi,“ segir Birgir. Í lögum um þingsköp Alþingis er heimild í 71. gr. til að stöðva umræðu og þarf atkvæðagreiðslu um þá ákvörðun ef níu þingmenn krefjast þess. Þetta ákvæði kom inn í eldri þingskaparlög árið 1936. Því er afar sjaldan beitt og hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. „Undir einhverjum kringumstæðum kann að vera réttlætanlegt að beita því. Ég held að við eigum að sjá hvert umræðan leiðir í dag og hvort þingmenn Miðflokksins fari ekki að sjá að það þjónar hvorki þeirra málstað né nokkrum öðrum málstað að halda áfram þeim leik sem þeir léku í síðustu viku,“ segir Birgir. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að það verði áhugavert að sjá rökstuðninginn fyrir beitingu þessarar greinar verði það niðurstaðan.Áhyggjuefni að ríkisstjórnarflokkarnir vilji komast út úr umræðunni „Þessi mikla áhersla á að klára umræðuna og komast í atkvæðagreiðslu bendir til þess að mínu mati að ríkisstjórnarflokkarnir meti stöðuna þannig að málið verði erfiðara fyrir þá vinnist tími með frestun málsins fram á haust og umræðan þar með dýpkist og frekari rök komið fram. Það vekur hjá manni ákveðinn ugg í sjálfu sér að svona mikil áhersla sé lögð á að komast út úr umræðu um málið,“ segir Bergþór Ólason. Þingfundur hefst klukkan þrjú en annað mál á dagskrá er framhald síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupkkann. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. Síðari umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann hófst miðvikudaginn 15. maí. Síðari umræða hélt svo áfram mánudaginn 20. maí og stóð alla síðustu viku. Sex þingfundir með næturfundum hafa því farið í síðari umræðu um málið. Formenn þingflokkanna á Alþingi hittust á reglulegum fundi klukkan ellefu í morgun til að ræða þingstörfin framundan. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að hún telji ekki ástæðu til að hliðra dagskrá þingsins vegna málþófsins um þriðja orkupakkann. „Það hefur ekki gerst í sögunni áður að einn flokkur hafi gert það sem Miðflokkurinn er hér að gera að hertaka störf Alþingis en ég held að við eigum bara að leyfa þeim að tala eins og þeir þurfa að tala í þessu máli. Það er ekkert mál að funda í þinginu fram á sumar ef svo ber undir. Við þurfum að afgreiða mörg mikilvæg mál en mér finnst ekki tímabært að bregðast við eða grípa inn í eða eitthvað slíkt. Ég held að við eigum að leyfa umræðunni að tæmast,“ segir Bjarkey.Verða að meta stöðuna sjálfir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir þetta sjónarmið Bjarkeyjar og segir ekki ástæðu til að gera breytingar á dagskrá þingsins vegna málþófsins. „Auðvitað er það svo að þeir verða að finna hjá sjálfum sér hvað þeim þykir við hæfi að halda þinginu í gíslingu lengi,“ segir Birgir. Í lögum um þingsköp Alþingis er heimild í 71. gr. til að stöðva umræðu og þarf atkvæðagreiðslu um þá ákvörðun ef níu þingmenn krefjast þess. Þetta ákvæði kom inn í eldri þingskaparlög árið 1936. Því er afar sjaldan beitt og hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. „Undir einhverjum kringumstæðum kann að vera réttlætanlegt að beita því. Ég held að við eigum að sjá hvert umræðan leiðir í dag og hvort þingmenn Miðflokksins fari ekki að sjá að það þjónar hvorki þeirra málstað né nokkrum öðrum málstað að halda áfram þeim leik sem þeir léku í síðustu viku,“ segir Birgir. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að það verði áhugavert að sjá rökstuðninginn fyrir beitingu þessarar greinar verði það niðurstaðan.Áhyggjuefni að ríkisstjórnarflokkarnir vilji komast út úr umræðunni „Þessi mikla áhersla á að klára umræðuna og komast í atkvæðagreiðslu bendir til þess að mínu mati að ríkisstjórnarflokkarnir meti stöðuna þannig að málið verði erfiðara fyrir þá vinnist tími með frestun málsins fram á haust og umræðan þar með dýpkist og frekari rök komið fram. Það vekur hjá manni ákveðinn ugg í sjálfu sér að svona mikil áhersla sé lögð á að komast út úr umræðu um málið,“ segir Bergþór Ólason. Þingfundur hefst klukkan þrjú en annað mál á dagskrá er framhald síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupkkann.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira