Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2019 12:15 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður þingflokks Vinstri grænna, Bergþór Ólason varaformaður þingflokks Miðflokksins og Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. Síðari umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann hófst miðvikudaginn 15. maí. Síðari umræða hélt svo áfram mánudaginn 20. maí og stóð alla síðustu viku. Sex þingfundir með næturfundum hafa því farið í síðari umræðu um málið. Formenn þingflokkanna á Alþingi hittust á reglulegum fundi klukkan ellefu í morgun til að ræða þingstörfin framundan. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að hún telji ekki ástæðu til að hliðra dagskrá þingsins vegna málþófsins um þriðja orkupakkann. „Það hefur ekki gerst í sögunni áður að einn flokkur hafi gert það sem Miðflokkurinn er hér að gera að hertaka störf Alþingis en ég held að við eigum bara að leyfa þeim að tala eins og þeir þurfa að tala í þessu máli. Það er ekkert mál að funda í þinginu fram á sumar ef svo ber undir. Við þurfum að afgreiða mörg mikilvæg mál en mér finnst ekki tímabært að bregðast við eða grípa inn í eða eitthvað slíkt. Ég held að við eigum að leyfa umræðunni að tæmast,“ segir Bjarkey.Verða að meta stöðuna sjálfir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir þetta sjónarmið Bjarkeyjar og segir ekki ástæðu til að gera breytingar á dagskrá þingsins vegna málþófsins. „Auðvitað er það svo að þeir verða að finna hjá sjálfum sér hvað þeim þykir við hæfi að halda þinginu í gíslingu lengi,“ segir Birgir. Í lögum um þingsköp Alþingis er heimild í 71. gr. til að stöðva umræðu og þarf atkvæðagreiðslu um þá ákvörðun ef níu þingmenn krefjast þess. Þetta ákvæði kom inn í eldri þingskaparlög árið 1936. Því er afar sjaldan beitt og hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. „Undir einhverjum kringumstæðum kann að vera réttlætanlegt að beita því. Ég held að við eigum að sjá hvert umræðan leiðir í dag og hvort þingmenn Miðflokksins fari ekki að sjá að það þjónar hvorki þeirra málstað né nokkrum öðrum málstað að halda áfram þeim leik sem þeir léku í síðustu viku,“ segir Birgir. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að það verði áhugavert að sjá rökstuðninginn fyrir beitingu þessarar greinar verði það niðurstaðan.Áhyggjuefni að ríkisstjórnarflokkarnir vilji komast út úr umræðunni „Þessi mikla áhersla á að klára umræðuna og komast í atkvæðagreiðslu bendir til þess að mínu mati að ríkisstjórnarflokkarnir meti stöðuna þannig að málið verði erfiðara fyrir þá vinnist tími með frestun málsins fram á haust og umræðan þar með dýpkist og frekari rök komið fram. Það vekur hjá manni ákveðinn ugg í sjálfu sér að svona mikil áhersla sé lögð á að komast út úr umræðu um málið,“ segir Bergþór Ólason. Þingfundur hefst klukkan þrjú en annað mál á dagskrá er framhald síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupkkann. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. Síðari umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann hófst miðvikudaginn 15. maí. Síðari umræða hélt svo áfram mánudaginn 20. maí og stóð alla síðustu viku. Sex þingfundir með næturfundum hafa því farið í síðari umræðu um málið. Formenn þingflokkanna á Alþingi hittust á reglulegum fundi klukkan ellefu í morgun til að ræða þingstörfin framundan. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að hún telji ekki ástæðu til að hliðra dagskrá þingsins vegna málþófsins um þriðja orkupakkann. „Það hefur ekki gerst í sögunni áður að einn flokkur hafi gert það sem Miðflokkurinn er hér að gera að hertaka störf Alþingis en ég held að við eigum bara að leyfa þeim að tala eins og þeir þurfa að tala í þessu máli. Það er ekkert mál að funda í þinginu fram á sumar ef svo ber undir. Við þurfum að afgreiða mörg mikilvæg mál en mér finnst ekki tímabært að bregðast við eða grípa inn í eða eitthvað slíkt. Ég held að við eigum að leyfa umræðunni að tæmast,“ segir Bjarkey.Verða að meta stöðuna sjálfir Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur undir þetta sjónarmið Bjarkeyjar og segir ekki ástæðu til að gera breytingar á dagskrá þingsins vegna málþófsins. „Auðvitað er það svo að þeir verða að finna hjá sjálfum sér hvað þeim þykir við hæfi að halda þinginu í gíslingu lengi,“ segir Birgir. Í lögum um þingsköp Alþingis er heimild í 71. gr. til að stöðva umræðu og þarf atkvæðagreiðslu um þá ákvörðun ef níu þingmenn krefjast þess. Þetta ákvæði kom inn í eldri þingskaparlög árið 1936. Því er afar sjaldan beitt og hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. „Undir einhverjum kringumstæðum kann að vera réttlætanlegt að beita því. Ég held að við eigum að sjá hvert umræðan leiðir í dag og hvort þingmenn Miðflokksins fari ekki að sjá að það þjónar hvorki þeirra málstað né nokkrum öðrum málstað að halda áfram þeim leik sem þeir léku í síðustu viku,“ segir Birgir. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að það verði áhugavert að sjá rökstuðninginn fyrir beitingu þessarar greinar verði það niðurstaðan.Áhyggjuefni að ríkisstjórnarflokkarnir vilji komast út úr umræðunni „Þessi mikla áhersla á að klára umræðuna og komast í atkvæðagreiðslu bendir til þess að mínu mati að ríkisstjórnarflokkarnir meti stöðuna þannig að málið verði erfiðara fyrir þá vinnist tími með frestun málsins fram á haust og umræðan þar með dýpkist og frekari rök komið fram. Það vekur hjá manni ákveðinn ugg í sjálfu sér að svona mikil áhersla sé lögð á að komast út úr umræðu um málið,“ segir Bergþór Ólason. Þingfundur hefst klukkan þrjú en annað mál á dagskrá er framhald síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupkkann.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira