Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2019 15:07 Þingfundirnir hafa verið langir síðustu daga og staðið fram á nótt þar sem Miðflokksmenn hafa rætt þriðja orkupakkann. vísir/vilhelm Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Samtökin Orkan okkar afhentu Vinnueftirlitinu kæru þess efnis í morgun þar sem þau telja að lögboðinn ellefu klukkustunda hvíldartími sé órafjarri því að vera virtur. Orkan okkar eru samtök þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum og berjast þau gegn samþykkt þriðja orkupakkans. Fyrst var greint frá málinu á mbl en í tilkynningu frá Orkunni okkar sem Vísir hefur fengið senda segir að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafi staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Í tilkynningunni segir jafnframt að mikilvægt sé að starfsmenn, og ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinnu, en Dagný Ósk Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB, segir í samtali við Vísi að lög um hvíldartíma eigi ekki við þingmenn. Þau eigi hins vegar við um starfsmenn Alþingis en ákvæði um hvíldartíma koma fram í tilskipun frá Evrópusambandinu sem innleidd hefur verið í íslenska löggjöf.Dagný Ósk Aradóttir Pind er lögfræðingur BSRB.vefur BSBRGrundvallardómur frá 1986 skilgreinir hugtakið „worker“ Aðspurð hvers vegna þingmenn falli ekki undir vinnutímatilskipunina bendir Dagný bæði á níunda kafla í lögunum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum en líka á Evrópurétt og grundvallardóm þar. „Bæði ertu með undantekningar frá tilskipuninni sem koma fram í 52. grein a), 3. þar sem segir að ákvæði þessa kafla gilda ekki um æðstu stjórnendur eða aðra þá sem ráða vinnutíma sjálfir. Það er spurning hvort þingmenn falli þarna undir en svo er annað sem útilokar þetta frá upphafi. Þetta er Evrópuréttur og þú ert með hugtakið „worker“ þar sem er „starfsmaður“ á íslensku og alþingismenn falla ekki þar undir,“ segir Dagný. Hún segir hugtakið „worker“ ekki skilgreint í Evrópulögunum en grundvallardómur frá árinu 1986 skilgreini hugtakið. „Þar eru hugtakaskilyrði að þú verður að vinna undir stjórn einhvers annars gegn greiðslu. Alþingismenn eru ekki í ráðningarsambandi þannig séð, þeir eru kjörnir, og þeir eru ekki opinberir starfsmenn og eru undanskildir sérstaklega frá starfsmannalögunum,“ segir Dagný en ítrekar að tilskipunin eigi vissulega við um starfsmenn þingsins. Tilkynningu Orkunnar okkar vegna kæru samtakanna til Vinnueftirlitsins og lögreglu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Nú hagar svo til að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafa staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Fundað er á víxl í nefndum og í þinginu, hvíldarlaust.Störf Alþingis eru um þessar mundir í andstöðu við Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, einkum IX kafla laganna um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma. Lögboðinn 11 klst. hvíldartími er órafjarri því að vera virtur. Lög þessi eru vitaskuld ekki sett að tilefnislausu. Mikilvægt er að starfsmenn, ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinni. Þá er einnig að því að hyggja að aðilar sem hagsmuna eiga að gæta og almenningur hafi tök á að fylgjast með umræðunni í rauntíma.Málið er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að um sjálfan löggjafann er að ræða og með því háttalagi sem hér er vísað til er gefið í skyn að lögum þurfi bara að fylgja þegar hentar.Förum við með bréfi þessu fram á að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan bregðist tafarlaust við og stöðvi yfirstandandi lögbrot. Alþingi Vinnumarkaður Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Máttarstólpi tónlistarlífs Vestfjarða fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Samtökin Orkan okkar afhentu Vinnueftirlitinu kæru þess efnis í morgun þar sem þau telja að lögboðinn ellefu klukkustunda hvíldartími sé órafjarri því að vera virtur. Orkan okkar eru samtök þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum og berjast þau gegn samþykkt þriðja orkupakkans. Fyrst var greint frá málinu á mbl en í tilkynningu frá Orkunni okkar sem Vísir hefur fengið senda segir að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafi staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Í tilkynningunni segir jafnframt að mikilvægt sé að starfsmenn, og ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinnu, en Dagný Ósk Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB, segir í samtali við Vísi að lög um hvíldartíma eigi ekki við þingmenn. Þau eigi hins vegar við um starfsmenn Alþingis en ákvæði um hvíldartíma koma fram í tilskipun frá Evrópusambandinu sem innleidd hefur verið í íslenska löggjöf.Dagný Ósk Aradóttir Pind er lögfræðingur BSRB.vefur BSBRGrundvallardómur frá 1986 skilgreinir hugtakið „worker“ Aðspurð hvers vegna þingmenn falli ekki undir vinnutímatilskipunina bendir Dagný bæði á níunda kafla í lögunum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum en líka á Evrópurétt og grundvallardóm þar. „Bæði ertu með undantekningar frá tilskipuninni sem koma fram í 52. grein a), 3. þar sem segir að ákvæði þessa kafla gilda ekki um æðstu stjórnendur eða aðra þá sem ráða vinnutíma sjálfir. Það er spurning hvort þingmenn falli þarna undir en svo er annað sem útilokar þetta frá upphafi. Þetta er Evrópuréttur og þú ert með hugtakið „worker“ þar sem er „starfsmaður“ á íslensku og alþingismenn falla ekki þar undir,“ segir Dagný. Hún segir hugtakið „worker“ ekki skilgreint í Evrópulögunum en grundvallardómur frá árinu 1986 skilgreini hugtakið. „Þar eru hugtakaskilyrði að þú verður að vinna undir stjórn einhvers annars gegn greiðslu. Alþingismenn eru ekki í ráðningarsambandi þannig séð, þeir eru kjörnir, og þeir eru ekki opinberir starfsmenn og eru undanskildir sérstaklega frá starfsmannalögunum,“ segir Dagný en ítrekar að tilskipunin eigi vissulega við um starfsmenn þingsins. Tilkynningu Orkunnar okkar vegna kæru samtakanna til Vinnueftirlitsins og lögreglu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Nú hagar svo til að nefnda- og þingfundir á Alþingi hafa staðið yfir nánast samfellt sólarhringum saman. Fundað er á víxl í nefndum og í þinginu, hvíldarlaust.Störf Alþingis eru um þessar mundir í andstöðu við Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, einkum IX kafla laganna um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma. Lögboðinn 11 klst. hvíldartími er órafjarri því að vera virtur. Lög þessi eru vitaskuld ekki sett að tilefnislausu. Mikilvægt er að starfsmenn, ekki síst alþingismenn, geti haldið fullri einbeitingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinni. Þá er einnig að því að hyggja að aðilar sem hagsmuna eiga að gæta og almenningur hafi tök á að fylgjast með umræðunni í rauntíma.Málið er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að um sjálfan löggjafann er að ræða og með því háttalagi sem hér er vísað til er gefið í skyn að lögum þurfi bara að fylgja þegar hentar.Förum við með bréfi þessu fram á að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan bregðist tafarlaust við og stöðvi yfirstandandi lögbrot.
Alþingi Vinnumarkaður Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Máttarstólpi tónlistarlífs Vestfjarða fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira