Seðlabanki Íslands hefur boðað til blaðmannafundar í dag í tilefni af útkomu skýrslu um hið svokallaða neyðarlán Seðlabankans til Kaupþings 6. október árið 2008.
Fundurinn hefst klukkan 16 og mun Vísir sýna beint frá kynningu Seðlabankastjóra á efni skýrslunnar, en hann boðaði gerð skýrslunnar árið 2015.
Uppfært klukkan 16:44
Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Upptaka af útsendingunni er aðgengileg að ofan.